Fréttablaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 4
ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU! Bólgueyðandi og verkjastillandi munnsogstafla við særindum í hálsi Nýtt Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta leysast upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. HUNANGS OG SÍTRÓNU- BRAGÐI APPELSÍNU- BRAGÐ SYKURLAUST HUNANGS OG SÍTRÓNU- BRAGÐI APPELSÍNU- BRAGÐ SYKURLAUST Strefen-5x10.indd 1 31/01/17 13:24 Ferðaþjónusta Eftirlitsaðilar með ferðaþjónustunni og fagaðilar sem vinna í tengslum við hana hafa áhyggjur af því að ferðaþjónustu- fyrirtæki noti villandi markaðssetn- ingu til að virðast umhverfisvænni eða vistvænni en raun ber vitni. Dæmi er um að ferðaþjónustuaðilar sem gera út á rútuferðir um landið segist umhverfisvænir og grænir. Á mánudag úrskurðaði Neyt- endastofa að fyrirtækinu Norður- siglingu væri ekki heimilt að nota slagorðið „Carbon Neutral“ meðal annars af því að meirihluti ferða fyr- irtækisins er farinn á hefðbundnum skipum og minnihluti starfseminn- ar er án útblásturs koldíoxíðs. Slag- orðið sé aftur á móti birt með mynd af laufblaði og staðsett á áberandi stað utan á húsnæði fyrirtækisins, á skiltum, í bæklingum og á vefsíðu fyrirtækisins. Elías Bjarni Gíslason, forstöðu- maður gæða- og þróunarsviðs Ferðamálastofu, segir að almennt séu áhyggjur af því sem kallað er grænþvottur. „Menn hafa alltaf áhyggjur af því að menn séu að skreyta sig með hálfstolnum fjöðr- um eða með hálfum sannleika. Við viljum koma í veg fyrir græn- þvott þannig að þegar menn eru að skreyta sig með einhverju þá búi þar eitthvað að baki.“ Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðing- ur hjá Umhverfisstofnun, segir að það sé frekar orðnotkun í markaðs- setningu ferðaþjónustufyrirtækja, frekar en merki og lógó, sem ýti undir grænþvottinn. Ferðaþjón- ustufyrirtæki segist til að mynda vera „græn“ og „umhverfisvæn“ án þess að hafa neina tilbæra vottun sem staðfestir það. „Það er mikið um að það séu notuð orð sem er erfitt að rekja. Neytandinn hefur enga leið til að fá upplýsingar um þetta, aðrar en þær sem hann fær frá fyrirtækinu. Þetta er kannski ekki einbeittur brotavilji heldur óábyrg orðanotkun.“ Birgitta segir að mesti frumskóg- urinn fyrir eftirlitsaðila séu hótelin. Þau séu bæði mörg og markaðs- setji sig víða sem geri það erfitt að fylgjast með. „Þau geta sagst vera umhverfisvænt fyrirtæki sem getur þýtt hvað sem er, til dæmis að þau flokki frá tvo flokka af úrgangi.“ Í janúar skrifuðu 300 ferðaþjón- ustufyrirtæki undir viljayfirlýsingu hjá Festu, miðstöð um samfélags- ábyrgð. Markmiðið er meðal annars að ganga vel um og virða náttúruna. „Það að þau skrifi undir viljayfirlýs- inguna er ekki vottun. Það er eins og að kaupa sér kort í ræktina. Með því ertu byrjaður en þú ert ekki búinn að sýna fram á árangurinn. Þetta er staðfesting á því að eigendur ætla sér að gera það sem stendur í yfirlýs- ingunni,“ segir Ketill Berg Magnús- son, framkvæmdastjóri Festu. Hann segir 2.600 ferðaþjónustu- fyrirtæki starfa hér á landi. „Við sjáum mörg dæmi um ýmislegt sem betur mætti fara. Þannig að það er mjög mikilvægt að það séu vönduð vinnubrögð í þessari mikilvægu atvinnugrein.“ snaeros@frettabladid.is Grænþvottur í ferðaþjónustu Ferðaþjónustufyrirtæki markaðssetja sig með því að segjast umhverfisvæn án þess að hafa neina staðfest- ingu á því. Tíu prósent ferðaþjónustufyrirtækja hafa skrifað undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Dæmi um grænþvott í ferðaþjónustu Eftirfarandi eru dæmi sem þýdd eru úr enskri markaðssetningu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja: 1) „Við erum lítið en ofur svalt umhverfis-ferðaþjónustufyrirtæki með áherslu á sjálfbærni ... Þú getur ferðast hjá okkur með góðri samvisku.“ 2) „Okkar markmið er að sýna þér undur Íslands á persónulegan og spennandi hátt, án óþarfa um- hverfisáhrifa.“ 3) „Við elskum náttúruna. Við plöntum trjám eða sáum grasfræj- um eða öðrum fræjum á ákveðn- um svæðum á Íslandi í sumum ferðunum okkar, svo þú getir skilið eftir þig eitthvað jákvætt á Íslandi.“ Ferðamenn sem vilja ferðast með umhverfisvænum hætti geta, að mati sérfræðings hjá Umhverfisstofnun, átt í erfiðleikum með að velja á milli fyrirtækja með raunverulega vottun og þeirra sem segjast vinna á umhverfisvænan hátt. Fréttablaðið/Ernir samFélag Samkvæmt könnun Gall- up þar sem þjónusta Hafnarfjarðar var könnuð kom í ljós að samgöngu- mál er sá málaflokkur sem flestir eru óánægðir með. Óánægja með sam- göngumál í sveitarfélaginu hefur farið vaxandi. Grunnskólamál og endurvinnslu/sorphirðumál voru í öðru og þriðja sæti. Alls tóku 448 íbúar Hafnarfjarðar þátt í könnuninni og var hún kynnt í íþrótta- og tómstundanefnd í gær. Spurð hvort það væri eitthvað annað í tengslum við sveitarfélagið sem viðkomandi vildu koma á fram- færi svöruðu 29 prósent annað. Þar á eftir svöruðu 23 prósent að það mætti bæta gatnakerfið. – bb Flestir vilja bæta samgöngumál Samgöngumál eru Hafnfirðingum ofar- lega í huga. Fréttablaðið/Valli DómsmÁl Hollensk kona var í Hér- aðsdómi Reykjaness í gær dæmd í tólf mánaða fangelsi fyrir tilraun til að smygla 373 grömmum af kókaíni til landsins í desember í fyrra. Konan kom hingað til lands með flugi frá Düsseldorf í Þýskalandi skömmu fyrir jól. Hún faldi efnin innvortis í átta pakkningum. Í dóminum segir að ljóst sé að konan hafi verið burðardýr. Sýndi hún mikinn samstarfsvilja og játaði brot sín skýlaust. Þótti hæfileg refs- ing því tólf mánuðir. Gæsluvarðhald, sem hún hefur setið í frá 23.  des- ember í fyrra, kemur til frádráttar refsingunni. Að auki var henni gert að greiða allan sakarkostnað, rúm- lega 1,3 milljónir króna. – jóe Árs fangelsi fyrir kókaínsmygl stjórnsýsla Kostnaður velferðar- sviðs Reykjavíkurborgar vegna leigubílaþjónustu starfsmanna nam 32,4 milljónum króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í svari frá vel- ferðarsviði við fyrirspurn Frétta- blaðsins. Samkvæmt upplýsingum frá vel- ferðarsviði skýrist kostnaðurinn af nokkrum þáttum. Í fyrsta lagi vegna þess að sviðið rekur sambýli. Sviðið þarf að greiða kostnað vegna leigu- bíla þegar vaktaskipti eru á tímum sem strætó er ekki á ferð. Í öðru lagi rekur velferðarsvið heimaþjónustu, stuðningsþjónustu. Starfsmenn sem sinna þessari þjón- ustu nýta sér þjónustu leigubíla sem velferðarsvið greiðir fyrir. Í þriðja lagi er velferðarsvið rekið á nokkrum stöðum í Reykja- víkurborg. Aðalskrifstofurnar eru í Borgartúni en að auki eru fimm þjónustumiðstöðvar víðsvegar um borgina. Starfsfólk þarf að ferðast á milli starfsstöðvanna vegna funda- halda og af öðrum tilefnum og notar þá leigubíla. Á velferðarsviði starfa 2.500 starfsmenn í 1.500 stöðugildum. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í vikunni að árlegur kostnaður Land- spítalans vegna ferða starfsfólks með leigubílum væri um 100 millj- ónir króna á ári. María Heimisdóttir, fjármála- stjóri spítalans, segir kostnaðinn fyrst og fremst skýrast af því hve víða starfsemi spítalans fer fram. – jhh Velferðarsvið greiðir árlega 30 milljónir króna í leigubílaferðir 2.500 manns starfa hjá velferðarsviði. Fréttablaðið/VilHElm 1 6 . F e b r ú a r 2 0 1 7 F I m m t u D a g u r4 F r é t t I r ∙ F r é t t a b l a ð I ð 1 6 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 F -0 C F C 1 C 3 F -0 B C 0 1 C 3 F -0 A 8 4 1 C 3 F -0 9 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.