Fréttablaðið - 16.02.2017, Síða 32

Fréttablaðið - 16.02.2017, Síða 32
Þegar náminu lauk vann ég á Ítalíu fyrir Bvlgari og svo tók ég að mér ráðgjöf og textíl- vinnu fyrir ýmsa. Um tíma vann ég einnig fyrir J Crew í Bandaríkjunum. Þetta voru spennandi verkefni og afar lærdóms- rík. Fyrirtækin eru svo ólík og ég var stöðugt að læra eitthvað nýtt. Eftir níu ár í London var ég komin með mikla þörf fyrir að finna ræturnar aftur. Aníta Hirlekar Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is „Ég mun sýna nýja línu sem ég hef unnið að síðustu mánuði. Hún verður litrík og listræn eins og fyrri verk mín hafa verið. Hand- gerðar flíkur hafa einkennt mína hönnun og þar verður engin breyt- ing á. Ég er einnig að þróa mynst- ur en það hef ég ekki gert áður,“ segir akureyrski fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar, en hún tekur þátt í Reykjavík Fashion Festival, RFF, sem fram fer í mars. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég frumsýni nýja línu á Íslandi,“ segir Aníta en hún flutti aftur til Íslands fyrir einu og hálfu ári eftir nokkurra ára dvöl erlendis. Aníta lauk mastersgráðu í fata- hönnun frá Central Saint Mart- ins í London árið 2014 en hún vann meðal annars hjá Diane Von Fursten berg, Christian Dior og fleirum meðan á náminu stóð. Þegar því lauk tóku við spennandi verkefni á Ítalíu og í Bandaríkj- unum. Þá hefur Aníta sýnt hönn- un sína á tískuvikum í London og í París en undanfarin ár hefur hún verið búsett í London. „Ég er í fæðingarorlofi með 10 mánaða dóttur mína. Ég er komin með stúdíó hér í Reykja- vík en sinni áfram mínum kúnn- um erlendis og mun sækja mikið út. Þegar náminu lauk vann ég á Ítalíu fyrir Bvlgari og svo tók ég að mér ráðgjöf fyrir textílvinnu fyrir ýmsa. Um tíma vann ég einn- ig fyrir J Crew í Bandaríkjunum. Þetta voru spennandi verkefni og afar lærdómsrík. Fyrirtækin eru svo ólík og ég var stöðugt að læra eitthvað nýtt,“ segir Aníta. Hún er ánægð með að vera flutt heim á Klakann en ferðast oft út. „Mér finnst ofboðslega þægi- legt að vera komin heim. Ég sæki í friðinn og finnst gott að geta stað- ið aðeins utan við hlutina. Eftir níu ár í London var ég komin með mikla þörf fyrir að finna ræturn- ar aftur. En ég þarf að fara reglu- lega utan til að fá innblástur og halda sambandinu við viðskipta- vini mína ytra og framleiðendur. Eftir að hafa verið svona lengi úti er íslenska hönnunarsenan fersk fyrir mér. Mér finnst gaman að taka þátt í Reykjavík Fashion Festival þar sem allir koma saman og sýna. Það er mikilvægt að taka þátt. Á sama tíma finnst mér líka gott að halda ákveðinni fjarlægð, ég er ekki inni í öllu. Ég horfi með öðru auganu út fyrir landið,“ segir Aníta. Hún bætir við að greinilega sé mikil gróska í íslenskri hönnun í dag. Mér finnst spennandi að fylgj- ast með íslenskri fatahönnun, það eru margir að gera mjög góða hluti. Ég myndi þó vilja sjá fleiri taka skrefið og sýna. Maður velt- ir eiginlega fyrir sér hvað verði af öllum þeim fjölda hönnuða sem út- skrifast. Vonandi verða viðburðir eins og RFF til þess að fleiri taki sig til og fari að sýna skapandi vinnu sína. Ég er viss um að þessi bransi á bara eftir að fara stækk- andi hér heima. Sjálf stefni ég á að stækka við mig.“ Nánar má kynna sér hönnun Anítu á, www.anitahirlekar.co.uk. AnítA HirlekAr Frumsýnir sínA Fyrstu línu á rFF Aníta Hirlekar fatahönnuður er flutt heim til Íslands eftir margra ára dvöl í London. Hún sýnir sína fyrstu heildstæðu fatalínu á RFF í mars sem hún lýsir sem listrænni og litríkri. Aníta segir mikla grósku í íslenskri fatahönnun en fleiri hönnuðir mættu taka skrefið og sýna. Aníta Hirlekar fatahönnuður hefur starfað bæði fyrir Bvlgari og J Crew. Hún frumsýnir nýja fatalínu á RFF. myNd/RuT SiguRðARdóTTiR Netverslun á tiskuhus.is Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Smart föt, fyrir smart konur SUNNUDAGA KL. 20:00 1 6 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r4 f ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X Xf ó l k ∙ k y n I n G a r b l a ð ∙ T í s k a 1 6 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 F -3 9 6 C 1 C 3 F -3 8 3 0 1 C 3 F -3 6 F 4 1 C 3 F -3 5 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.