Fréttablaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.02.2017, Blaðsíða 32
Þegar náminu lauk vann ég á Ítalíu fyrir Bvlgari og svo tók ég að mér ráðgjöf og textíl- vinnu fyrir ýmsa. Um tíma vann ég einnig fyrir J Crew í Bandaríkjunum. Þetta voru spennandi verkefni og afar lærdóms- rík. Fyrirtækin eru svo ólík og ég var stöðugt að læra eitthvað nýtt. Eftir níu ár í London var ég komin með mikla þörf fyrir að finna ræturnar aftur. Aníta Hirlekar Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is „Ég mun sýna nýja línu sem ég hef unnið að síðustu mánuði. Hún verður litrík og listræn eins og fyrri verk mín hafa verið. Hand- gerðar flíkur hafa einkennt mína hönnun og þar verður engin breyt- ing á. Ég er einnig að þróa mynst- ur en það hef ég ekki gert áður,“ segir akureyrski fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar, en hún tekur þátt í Reykjavík Fashion Festival, RFF, sem fram fer í mars. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég frumsýni nýja línu á Íslandi,“ segir Aníta en hún flutti aftur til Íslands fyrir einu og hálfu ári eftir nokkurra ára dvöl erlendis. Aníta lauk mastersgráðu í fata- hönnun frá Central Saint Mart- ins í London árið 2014 en hún vann meðal annars hjá Diane Von Fursten berg, Christian Dior og fleirum meðan á náminu stóð. Þegar því lauk tóku við spennandi verkefni á Ítalíu og í Bandaríkj- unum. Þá hefur Aníta sýnt hönn- un sína á tískuvikum í London og í París en undanfarin ár hefur hún verið búsett í London. „Ég er í fæðingarorlofi með 10 mánaða dóttur mína. Ég er komin með stúdíó hér í Reykja- vík en sinni áfram mínum kúnn- um erlendis og mun sækja mikið út. Þegar náminu lauk vann ég á Ítalíu fyrir Bvlgari og svo tók ég að mér ráðgjöf fyrir textílvinnu fyrir ýmsa. Um tíma vann ég einn- ig fyrir J Crew í Bandaríkjunum. Þetta voru spennandi verkefni og afar lærdómsrík. Fyrirtækin eru svo ólík og ég var stöðugt að læra eitthvað nýtt,“ segir Aníta. Hún er ánægð með að vera flutt heim á Klakann en ferðast oft út. „Mér finnst ofboðslega þægi- legt að vera komin heim. Ég sæki í friðinn og finnst gott að geta stað- ið aðeins utan við hlutina. Eftir níu ár í London var ég komin með mikla þörf fyrir að finna ræturn- ar aftur. En ég þarf að fara reglu- lega utan til að fá innblástur og halda sambandinu við viðskipta- vini mína ytra og framleiðendur. Eftir að hafa verið svona lengi úti er íslenska hönnunarsenan fersk fyrir mér. Mér finnst gaman að taka þátt í Reykjavík Fashion Festival þar sem allir koma saman og sýna. Það er mikilvægt að taka þátt. Á sama tíma finnst mér líka gott að halda ákveðinni fjarlægð, ég er ekki inni í öllu. Ég horfi með öðru auganu út fyrir landið,“ segir Aníta. Hún bætir við að greinilega sé mikil gróska í íslenskri hönnun í dag. Mér finnst spennandi að fylgj- ast með íslenskri fatahönnun, það eru margir að gera mjög góða hluti. Ég myndi þó vilja sjá fleiri taka skrefið og sýna. Maður velt- ir eiginlega fyrir sér hvað verði af öllum þeim fjölda hönnuða sem út- skrifast. Vonandi verða viðburðir eins og RFF til þess að fleiri taki sig til og fari að sýna skapandi vinnu sína. Ég er viss um að þessi bransi á bara eftir að fara stækk- andi hér heima. Sjálf stefni ég á að stækka við mig.“ Nánar má kynna sér hönnun Anítu á, www.anitahirlekar.co.uk. AnítA HirlekAr Frumsýnir sínA Fyrstu línu á rFF Aníta Hirlekar fatahönnuður er flutt heim til Íslands eftir margra ára dvöl í London. Hún sýnir sína fyrstu heildstæðu fatalínu á RFF í mars sem hún lýsir sem listrænni og litríkri. Aníta segir mikla grósku í íslenskri fatahönnun en fleiri hönnuðir mættu taka skrefið og sýna. Aníta Hirlekar fatahönnuður hefur starfað bæði fyrir Bvlgari og J Crew. Hún frumsýnir nýja fatalínu á RFF. myNd/RuT SiguRðARdóTTiR Netverslun á tiskuhus.is Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Smart föt, fyrir smart konur SUNNUDAGA KL. 20:00 1 6 . f e b r ú a r 2 0 1 7 f I M M T U D a G U r4 f ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X Xf ó l k ∙ k y n I n G a r b l a ð ∙ T í s k a 1 6 -0 2 -2 0 1 7 0 5 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 F -3 9 6 C 1 C 3 F -3 8 3 0 1 C 3 F -3 6 F 4 1 C 3 F -3 5 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.