Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 6
6 Fréttir Helgarblað 8.–11. janúar 2016 PURE SAFAR - 100% HOLLUSTA! Pure safarnir frá Harboe eru 100% hreinir og ferskir safar. Þeir eru ekki úr þykkni eins og svo margir aðrir ávaxta- safar og þeir eru ekki síaðir. Þetta tryggir það að öll næringarefni haldast í safa- num og hann er eins nálægt nýkreistum safa og hugsast getur. Þrátt fyrir að vera 100% hreinir eru Pure safarnir líka rotvarnarefnalausir og án all- ra aukaefna þar sem sérstök pökkunaraðferð tryggir ein- staklega gott geymsluþol. Þú færð Pure safana frá Harboe í næstu verslun. Þ rír af þeim sjö nemendum sem komust áfram í sam­ keppnisprófum tannlækna­ deildar Háskóla Íslands í vetur eru með fjölskyldu­ vensl við starfsmenn deildarinnar. Dóttir forseta deildarinnar, Bjarna Elvars Péturssonar, var ein af þeim sjö efstu, auk þess sem sonur og tengdadóttir stundakennarans Bene­ dikts Ægissonar komust í gegnum nálaraugað. Samkvæmt heimildum DV eru þessar staðreyndir salt í sár þeirra nemenda sem eftir sitja og kvartanir þess efnis hafa borist til rektors Háskólans og stjórnar deildarinnar. Hörð samkeppni Ár hvert fara fram samkeppnispróf í tannlæknafræðum á haustönn. Í ár þreyttu 40 nemendur prófið og er keppikefli þeirra að hljóta eitt af þeim sjö sætum sem í boði eru fyrir áframhaldandi nám. Samkeppnin er afar hörð og nemendur þurfa að leggja mikið á sig til þess að hreppa sætin eftirsóttu. Reglulega kemur það fyrir að mjög mjótt er á munun­ um, veturinn 2014 urðu tveir nem­ endur jafnir í 7.–8. sæti með ná­ kvæmlega sömu einkunn og varð að beita vegnu meðaltali einkunna til þess að gera upp á milli þeirra. Einnig mátti litlu muna í ár, aðeins 0,03 skildu á milli þess sem var í sjö­ unda og síðasta sæti og þess sem sat uppi með sárt ennið í áttunda sæti. Átti sæti í prófnefnd Forseti deildarinnar, Bjarni Elvar Pétursson, er einn af mörgum kennurum í einu fagi, Inngangi að tannlæknafræði, sem gefur 1 ein­ ingu. Samkvæmt heimildum DV semur hann ekki prófið né fer yfir það. Öðru máli gegnir um stunda­ kennarann Benedikt Ægisson, sem er kennari hluta af verklegri form­ fræði tanna. Það fag gefur 6 einingar af 22 einingum annarinnar. Benedikt á sæti í fjögurra manna prófnefnd námskeiðsins. Prófið í verklegri formfræði tanna er með þeim hætti að nemendurnir, sem eru fjörutíu talsins, útbúa tanngarð eftir bestu getu innan ákveðins tímaramma sem kennararnir meta síðan. Saman raðar prófnefndin verkefnunum niður í ákveðna einkunnahópa, t.d. 8,5–9 hóp og 7,5–8. Síðan er ákveðin próftönn skoðuð og gæði hennar ráða því hvort tiltekinn nemandi fær hærri eða lægri einkunn. Faglegri nálgun í ár Bjarni Elvar segir að deildin sé sífellt að endurskoða framkvæmd og í ár hafi ferlið tekið stakkaskiptum í átt að faglegri nálgun. „Í fyrsta sinn var merkt með prófnúmerum en ekki nafni nemenda, einmitt til þess að koma í veg fyrir að persónulegar skoðanir kennara á nemendum gætu haft áhrif á mat þeirra. Einnig hætt­ um við að gefa kennaraeinkunn­ ir sem réðust á mati og tilfinningu kennarans,“ segir Bjarni. Að hans sögn ræddu hann og umsjónarkennari námskeiðsins, Sigríður Rósa Víðisdóttir, aðkomu Benedikts að prófnefndinni. „Það var okkar mat að kennarinn, sem hluti af fjögurra manna nefnd, gæti ekki haft nein áhrif til þess að hækka tiltekið verkefni, sem eru merkt með númeri en ekki nafni,“ segir Bjarni og bætir við: „Ef kerfið hefði verið þannig að hann hefði séð að þarna væri verið að fara yfir verkefnið hjá syni hans þá mögulega hefði þetta horft öðruvísi við,“ segir Bjarni. Aðspurður hvað hamlaði því að nemandi segði kennara hvert próf­ númer sitt væri segir Bjarni: „Auðvit­ að gæti kennarinn vitað það en það hefði verið algjörlega óeðlilegt ef að hann hefði verið að dæma tiltekið verkefni öðruvísi en hin.“ Að sögn Bjarna er kerfið í HÍ dauðöfundað er­ lendis frá. „Með því að taka inn verk­ lega færni svona snemma þá sitjum við ekki uppi með nemendur með 10 þumalputta,“ segir Bjarni. Stjórnendur meðvitaðir um tengsl Benedikt er að kenna sína fyrstu önn við tannlæknadeild og að hans sögn voru stjórnendur deildarinnar og umsjónarkennari námskeiðsins fylli­ lega meðvitaðir um tengsl hans við tiltekna nemendur. „Við ræddum þetta í byrjun annarinnar og í ljósi þess var meðal annars ákveðið að það væri faglegra að notast við próf­ númer en ekki nöfn,“ segir Benedikt. Hann segir það afar langsótt að halda því fram að hann hefði getað haft slík áhrif á nefndina að tiltekið verkefni fengi hærri einkunn en það ætti skil­ ið. „Það var mat stjórnenda að ferlið væri faglegt. Ef ég hefði verið beðinn um að víkja sæti þá hefði ég að sjálf­ sögðu hlýtt því,“ segir Benedikt. n Börn starfsfólks flugu í gegnum samkeppnispróf tannlæknadeildar Þrír af sjö nemendum með fjölskylduvensl við starfsmenn deildarinnar Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Ef ég hefði verið beðinn um að víkja sæti þá hefði ég að sjálfsögðu hlýtt því. Bjarni Elvar Pétursson Segir að framkvæmd prófa hafi verið mun faglegri í ár en árin þar á undan. Tannlæknadeild Mikil samkeppni er ár hvert um sjö laus sæti í tannlækna- fræði. Mynd dv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.