Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 20
Helgarblað 8–11. janúar 20162 Leikur að læra - Kynningarblað JSB – Dans og líkamsrækt fyrir alla S tarfsemi JSB, Lágmúla 9, er tvískipt, annars vegar er um að ræða Danslista- skólann og hins vegar JSB líkamsrækt. Í heildina er starfsemin afskaplega fjölbreytt og aldurshópur viðskiptavina að sama sama skapi breiður. Starfsemi Danslistaskólans skiptist í þrennt: „Í fyrsta lagi er listdansbraut sem metin er til stúdentsprófs og nemendurnir eru frá 16 ára aldri. Einnig erum við með grunnstig á listdansbraut sem er fyrir nemend- ur frá 12 ára aldri. Þetta er allt inni í menntakerfinu. Margir af fyrrver- andi nemendum okkar eru í list- dansnámi í Listaháskólanum og sambærilegum skólum erlendis. Það er dansandi JSB-lið úti um allt Ísland og út um allan heim,“ seg- ir Þórdís Schram hjá JSB. En Dans- listaskólinn er ekki bara fyrir verð- andi atvinnudansara, öðru nær: „Innan Danslistaskólans erum við líka með Jassballettskólann sem er bara almennt jassballettnám fyrir nemendur frá 3 ára og upp í tvítugt. Þetta er í raun tómstunda- starf fyrir börn og ungmenni. Krakkarnir geta valið um að vera frá tvisvar upp í fjórum sinnum í viku. Aðalmarkmiðið er að hafa gaman og virkja dansgleðina í sér. Það eru ekki tekin próf og ekki verið að dæma fólkið eins og á listnáms- brautinni. Æfingaálagið er síðan auðvitað minna en á listdansbraut- inni þar sem krakkarnir eru að æfa 15–20 tíma á viku.“ Að sögn Þórdísar eru líka strákar í Danslistaskólanum en þó í mikl- um minnihluta. Eru það allt drengir sem eru upprennandi dansarar. Þriðji hlutinn af Danslistaskól- anum er síðan Dansstúdíó, sem er öllum opið og er fyrir alls konar fólk, 16 ára og eldri. „Þetta hentar þeim sem döns- uðu einu sinni eða þá sem hafa alltaf látið sig dreyma um að dansa, eða fyrir alls konar sviðslistafólk sem vill bæta við sig dansþekkingu. Þetta er opið öllum óháð aldri (yfir 16 ára) og getu. Það er fólk upp í fimmtugt sem kemur í Dansstúdíó- ið,“ segir Þórdís. JSB líkamsrækt: Konur frá 16 ára og upp að níræðisaldri „Það eina sem tengir líkamsræktar- stöðina við dansinn er sú staðreynd að flestir líkamsræktarkennararn- ir eru með dansbakgrunn“ segir Þórdís en JSB rekur umfangsmikla, fjölbreytta og kraftmikla líkams- ræktarstöð sem er eingöngu opin konum. „Við erum með yfir 100 tíma á töflu og við leggjum mikið upp úr hóptímum þar sem er þjálfari inni í sal með fólki,“ segir Þórdís. Tímarn- ir einkennast af mikilli hvatningu og góðri stemningu. Hóparnir eru jafnframt mjög fjölbreyttir: „Við erum búin að setja upp nýtt æfingakerfi sem heitir JSB 1-2-3 sem samanstendur af 30 mínútna tímum. Hugmyndin er sú að þú getur alltaf mætt í ræktina, líka þó að klukkan sé hálf átta eða átta. Við byrjum alltaf nýjan tíma á hálftíma fresti.“ Sem dæmi um fjölbreytnina þá eru annars vegar í gangi lífs- stílsnámskeið fyrir konur frá 16 ára aldri sem eru í yfirvigt eða vilja breyta ímynd sinni og bæta sjálfs- traust, læra að borða rétt og svo framvegis; og hins vegar lokaðir hópar fyrir eldri konur. „Við erum mjög upptekin af því að kenna fólki að borða rétt til frambúðar því þetta er engin skyndilausn. Þetta snýst um lífs- stílsbreytingu og að vera í góðu formi,“ segir Þórdís, en varðandi eldri konurnar segir hún: „Við erum með konur hérna sem eru að nálgast níræðisaldurinn, sem eru búnar að vera frá opnun fyrirtækisins. Þannig að þetta eru margar kynslóðir sem æfa hérna.“ Það segir sitt um fjölbreytni starf- semi JSB og fjölbreyttan hóp þeirra sem þangað sækja sér danskennslu og líkamsrækt að yngsu dansnem- endurnir eru þriggja ára og elstu konurnar í líkamsræktarhópum eru um áttrætt. Fjölbreyttar upplýsingar um bæði JSB líkamsrækt og Danslistaskólann má fá á vefsíðu fyrirtækisins. n Þórdís Schram myndir Þormar Vignir gunnarSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.