Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 38
26 Menning Helgarblað 8.–11. janúar 2016 E itt af því sem mest var rætt í nýafstöðnu jólabókaflóði voru opinskáar sjálfsævisögur – skáldævisögur sem voru svo bersöglar að þær voru jafnvel nefndar játningabækur: Jón Gnarr, Hallgrímur Helgason, Mikael Torfason, Bjarni Bernharður, Bubbi Morthens og Þórunn Jarla Valdimars- dóttir sendu öll frá sér bækur sem mætti mögulega setja í þennan flokk. Margir hrósuðu höfundum sem sögðu frá ofbeldi og erfiðleikum fyrir hugrekki. Aðrir bentu á að játninga- bækur væru enn ein birtingarmynd tíðaranda þar sem fólk væri óvenju til- búið til að berhátta sjálfið fyrir alþjóð – og áhugi annarra á þessum myrku leyndarmálum virtist óþrjótandi: til- finningaþrungin viðtöl um persónu- lega harmleiki fólks eru orðin fastur liður í helgarblöðum og samfélags- miðlar hafa gefið hverjum einstaklingi sinn eigin fjölmiðil til að segja eigin sögu. Sjálfsprottnar fjöldahreyfingar hafa svo nýtt sér miðlana til að brjóta niður úrelt tabú og þolendur ofbeldis hafa notað netið og játninguna til að losa sig við skömmina sem þeir hafa burðast með. Því hefur verið spurt: búum við í samfélagi játningarinnar? DV kynnti sér játningar, sjálfsævisögur, persónu- leg dagblaðaviðtöl, internet-opinber- anir og viðhorfsbyltingar á samfélags- miðlum Sjálfsævisagan fæðist Manneskjur hafa skrifað um sjálfar sig frá því að þær þróuðu með sér ritmál og handhæg skriffæri, en það hvern- ig sjálfið hefur birst í skrifunum hefur breyst og þróast. Forngrikkir voru lík- lega fyrstir til að halda dagbækur og skrifa reglulega um það sem á daga þeirra dreif – en þeir köfuðu þó ekki djúpt ofan í tilfinningalífið eða opin- beruðu sálarflækjur sínar í skrifunum. Játningin, sú athöfn að gangast við og viðurkenna það sem maður vildi síður að aðrir vissu, hefur sömuleiðis leikið mikilvægt hlutverk í samfélagi manna um langt skeið. Manneskja rifjar upp fyrri athafnir sínar, hugs- anir, langanir og þrár, og játar svo hreinskilnislega fyrir einum aðila eða fleirum það sem hún hefur fund- ið. Játningin varð stofnanabund- in athöfn í fornkristnum söfnuðum þar sem einstaklingnum var gert að játa veraldlegar (og þar með synd- ugar) hugsanir sínar fyrir presti – þetta skriftasakramenti var hreinsun á sálinni sem var nauðsynleg einstak- lingnum fyrir gott líf og eftirlíf. Rómverski guðfræðingurinn og dýrlingurinn Ágústínus (354–430) er oft sagður hafa skrifað fyrstu sjálfsævisöguna, Játningar. Eins og nafnið gefur til kynna kvaðst hann ætla að játa hreinskilnislega það sem hann fyndi djúpt ofan í sálarfylgsnum sínum. Tilgangurinn var eins og í skriftasakramentinu að koma auga á duldar, syndsamlegar langanir og koma í veg fyrir óæskilegar athafnir. Bent hefur verið á að kristna játn- ingin hafi á sama tíma verið gott tæki fyrir kirkjuna til að hafa stjórn á hegðun og hugsun safnaðarmeð- lima. Sú sífellda sjálfsskoðun sem fylgdi játningunni lét söfnuðinn sífellt vera á varðbergi gagnvart eigin ósið- samlegu hugsunum eða athöfnum. Kenning franska heimspekingsins Michel Foucault var að þessi stjórn- tækni hafi raunar verið svo gagn- leg að hún dreifðist yfir til fjölmargra annarra stofnana sem fóru í auknum mæli að hvetja skjólstæðinga sína til að opna sig fyrir yfirboðara sínum: á læknastofunni, í skólanum og hjá fé- lagsfulltrúanum. „Tækni játninga eða skrifta varð að almennri forsendu (mann)þekkingar á 16. öld,“ skrifar Matthías Viðar Sæ- mundsson bókmenntafræðingur í Ís- lenskri bókmenntasögu. Hann segir áhrifin af þessari þróun á bókmennta- sköpun Evrópu hafa verið augljós: „með henni óx bókmenntum einstak- lingsins ásmegin jafnframt því sem sagnir um goðsögulegar hetjur og heilaga menn tóku að víkja fyrir frá- sögnum um venjulegt fólk.“ Vitnisburðir og játningar „Þróun sjálfsbókmennta er á margan hátt mjög svipuð hér og á Vesturlöndum alveg fram að 19. öld. Þetta voru langsamlega mest ævisögur heldra fólks, fólks sem var í efri stigum samfélagsins, biskupasögur og verk sem voru hugsuð sem fyrirmyndir,“ segir Sigurður Gylfi Magnússon sagn- fræðingur en hann hefur skrifað bækurnar Fortíðardraumar og Sjálfs- sögur, sem báðar fjalla um sjálfsskrif Íslendinga. „Þarna voru einstaklingar sem höfðu skarað fram úr og annað fólk átti að taka sér til fyrirmyndar. Ævisöguþættir fólks sem hafði á ein- hvern hátt leitt lífið voru skrifaðir um alla Evrópu. Á Íslandi urðu hins vegar töluverð þáttaskil þegar að fólk fór að hafa efni á skriffærum, pennum og blöðum, þá fór alþýðan að segja frá. Fólk var alltaf að segja sögur, til dæmis þegar þegar það var að vinna við tó- vinnuna á vetrarkvöldum í íslenskum sveitum. Svo fóru ýmsir að taka sig til og skrifa niður þessar frásagnir,“ segir Sigurður. „Þannig varð til alveg gríðarlega mikið efni sem er varðveitt í hand- ritasöfnum á Íslandi. Þegar 20. öldin gekk í garð og sjálfsbókmenntir urðu að markaðsvöru þá var það ekkert gríðarlegt stökk fyrir venjulegt fólk að skrifa sjálfsævisögur sínar. Það er Menning játninganna n Af hverju keppist fólk við að berhátta sig tilfinningalega í samtímanum? n Játninga- Opinberar persónur og sjúklingur dagsins Einkalíf í fjölmiðlum Íslensk blaðamennska fór inn á nýjar brautir um miðjan níunda áratug þegar glanstímarit á borð bið Mannlíf og Líf tóku að keppast við að fjalla sem opinskáast um einkalíf frægs fólks, að því er fram kemur í bók Guðjóns Friðrikssonar um íslenska blaðamennsku. Glansblöðin tóku opinská, persónuleg viðtöl við fólk og einkalíf því orðið að umfjöllunarefni, ekki aðeins á kaffistofum landsins heldur einnig í opinberum fjölmiðlum. Hér var þó fyrst og fremst um að ræða fræga einstaklinga, það sem stundum er kallað „opinberar persónur“ en hugtakið virðist gefa til kynna að hið persónulega rými þeirra, einkalíf, sé í raun ekki einkaeign, heldur opinbert eða almannaeign. Áherslan á opinskáar harmsögur úr einkalífi almennra borgara er oft sögð hafa aukist á þeim tíma þegar Mikael Torfason og Illugi Jökulsson ritstýrðu DV. Mikael sagði í viðtali við DV í desember að hann væri stoltur af því að hafa tekið þátt í að opna umræðu um ýmis samfélagsmein, til dæmis kynferðisofbeldi með því að birta sík viðtöl. Þannig hafi hinum radd- lausu oft verið gefinn vettvangur til að láta rödd sína heyrast. Hann viðurkenndi þó að harmsögurnar gætu orðið að síbylju: „Þegar ég var að vinna á 365 fyrir nokkrum árum var oft verið að grínast með hver væri sjúklingur dagsins í Ísland í dag. Svo þetta getur líka orðið að síbylju. En ég held að þetta hafi jákvæð áhrif,“ sagði Mikael. „Svona eigum við í samtali um það í hvernig samfélagi við viljum búa.“ Nú er hins vegar svo komið að opinskáar persónulegar frásagnir eru jafnvel orðnar tæki listamanna til að fá nokkra umfjöllun um verk sín. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Leggstu í sófann og opnaðu þig Vaxmynd af Sigmund Freud á Madame Tussaud's í Berlin. Freud var frumkvöðull í sálgreiningu og samræðumeðferð. Asus fartölva Tryggðu þér áskrift að DV og Asus-fartölvu Apple TV Tryggðu þér áskrift að DV og Apple TV 2 Miði á Bieber Tryggðu þér áskrift að DV og miða á Justin Bieber 9.9. 2016 1 Taktu tilboðinu á tilbod.dv.is 3 Nú tryggir áskrift að DV þér miða á Bieber, Apple TV eða fartölvu tryggðu þér áskrift núna!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.