Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 23
Helgarblað 8–11. janúar 2016 Kynningarblað - Leikur að læra 5 Dáleiðsluskóli Íslands Í slendingar eru opnir fyrir nýj- ungum og öðrum lækningaað- ferðum en þeim hefðbundu. Viðhorf almennings til dáleiðslu hefur gjörbreyst á þeim tæpu fimm árum sem liðin eru frá því fyrstu dáleiðslutæknarnir útskrif- uðst í júní 2011. Fyrir voru færir dáleiðendur í landinu þar sem margir geðlækn- ar hafa lært dáleiðslu á námskeið- um erlendis og notað í meira eða minna mæli við sín störf en einnig höfðu nokkrir hjúkrunarfræðingar og læknar notað dáleiðslu. Því miður þekkti almenningur dáleiðslu aðallega frá dávöldum á sviði og úr Hollywood myndum og hafði því alranga hugmynd um dáleiðslumeðferð. Þetta viðhorf hefur breyst hjá mjög mörgum en enn er mik- ið ógert til að eyða fordómum um dáleiðslu. Ekki bætir úr skák að engin lög eru um dáleiðslu og hver sem er getur því kallað sig dáleiðslu- fræðing eða dáleiðanda og ein- hverjir einstaklingar sem ekki hafa lært dáleiðslu bjóða til sín fólki í meðferð. Með því að Félag dáleiðslutækna veitir inngöngu þeim einum sem hafa lokioð a.m.k. lágmarksnámi í dáleiðslu getur fólk treyst því að fé- lagsmenn kunni dáleiðslutækni. Margir hafa svo sótt framhalds- námskeið í dáleiðslu og hafa auk þess aflað sér verulegrar reynslu af dáleiðslu. Þar sem dáleiðsla snýst um að hafa bein áhrif á undirvitundina er afar margt sem hægt er að bæta með dáleiðslumeðferð. Mín framtíðarsýn er að dáleiðsla muni ná verulegri fótfestu á Íslandi og dáleiðslutæknar vinni með læknum og sálfræðingum á heilsugæslutöðv- um og sjúkrahúsum. n Vönduð námskeið og alhliða dáleiðslumenntun Útskrift Dáleiðslunám er hvorki þurrt né leiðinlegt. Útskrift af námskeiði Roy Hunter.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.