Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 34
22 Skrýtið Sakamál Helgarblað 8.–11. janúar 2016
Í
rúman áratug hefur lögreglan
í Victoria í Ástralíu klórað sér í
höfðinu vegna morðsins á Mich-
ael Griffey, auðugum viðskipta-
jöfri. Hann naut ávaxta vinnu
sinnar, bjó í glæsihúsi, hafði sund-
laug í garðinum og tennisvöll og
gömul Monaro-bifreið, sem hann
hafði mikið dálæti á, stóð í bílskúrn-
um.
En á gamlárskvöld, 2005, var
hann sendur yfir móðuna miklu á
heimili fjölskyldunnar í Pakenham-
úthverfinu í Melbourne.
Barinn til dauðs
Mikil nýársteiti var haldin á heimili
hans og það var ekki fyrr en nokkrum
dögum síðar sem dóttir hans og eig-
inkona, sem þá var flutt frá Griffey,
fundu lík hans í bílskúrnum. Hann
hafði verið barinn til dauðs.
Líkið var vafið inn í röndótta
ábreiðu og falið á bak við segldúk
í bílskúrnum. Sá sem hafði ver-
ið þarna að verki hafði hirt veski
Griffeys, farsíma og einhverra hluta
vegna rifið tvær síður úr dagbók
hans.
Búið var að stela andvirði 1.000
Bandaríkjadala úr öryggishólfi sem
aðeins þrjár manneskjur þekktu
kóða að. Griffey var tvílíftryggður
fyrir samtals 1,54 milljónir dala –
sem við dauða hans rynnu til eigin-
konunnar brottfluttu, Diane.
Þau grunuðu
Eins og oft vill verða beindust sjónir
lögreglunnar fyrst að eiginkonunni,
enda miklir fjármunir í húfi fyrir
hana. Það var þó ekki fyrr en 2007
sem Diane var ákærð fyrir morðið.
Við upphaf rannsóknar hafði hún
sagt að líkið hefði verið vafið inn í
röndótta ábreiðu og legið á bak við
segldúk, en lögregla sá ekkert sem
benti til að það hefði verið sýnilegt
þar sem það lá í hvarfi við segldúk-
inn, og velti því hugsanlega fyrir sér
hvers vegna Diane sá ástæðu til að
snuðra þar.
Einnig höfðu verið send smá-
skilaboð úr síma Michaels í síma Di-
ane daginn sem hann var myrtur. En
sökum skorts á sönnunargögnum
voru kærur á hendur Diane felldar
niður áður en til dómstóla kom.
Þá beindi lögreglan sjónum
sínum að syni Michaels, Kenny
kappakstursmanni. Hann sór af sér
alla aðild og var ekki rannsakaður
frekar.
Málið tók óvænta stefnu þegar
Cassandra, dóttir Michaels, játaði,
öllum að óvörum, að hafa banað föð-
ur sínum. Eftir nánari skoðun komst
lögreglan þó að þeirri niðurstöðu
að frásögn Cassöndru væri ekki trú-
verðug og hún var ekki ákærð.
Fjárhagsörðugleikar
og hjákonur
Michael Griffey hafði átt flutninga-
fyrirtæki og komst lögreglan að
því að þar var allt í miklum ólestri;
skattaskuld nam um einni milljón
dala árið 2008 auk þess sem skuld
við ýmsa lánardrottna nam yfir
100.000 dölum.
Michael hafði átt hjákonu í fimm
ár og að sögn þeirra sem til þekktu
var hann enginn nýgræðingur í slík-
um efnum. Besti vinur hans upp-
lýsti að Michael hefði haft áhyggjur
af fjárhagslegum gjörningum Diane
og að hann hefði veitt henni tiltal
vegna gúmmítékka, sem svo voru
kallaðir, sem hún ítrekað gaf út.
Michael mun, eins kaldhæðn-
islegt og það hljómar, hafa flimtað
með að hann væri eiginkonu sinni
meira virði liðinn en lífs.
Hvað sem þessu öllu og hjóna-
bandsörðugleikum leið þá vermdu
Michael og Diane iðulega sömu
rekkju.
Fátt var um fína drætti í rann-
sókn lögreglu og undir lok ársins
2015 báðu hún og ættingjar Micha-
els alla sem hugsanlega byggju yfir
vitneskju um morðið að hafa sam-
band. Að sögn lögreglunnar eru
„nokkrir“ aðilar áhugaverðir hvað
rannsóknina varðar og sagði rann-
sóknarlögreglumaðurinn Martin
Robertson meðal annars: „Skila-
boð mín til þess eða þeirra sem bera
ábyrgð á þessum glæp eru að gefa
sig fram; léttu af þér þeirri byrði sem
hefur sligað þig síðastliðin 10 ár og
byrjaðu upp á nýtt.“
Þess má geta að systir Michaels,
Katrina, telur sig vita hver varð hon-
um að bana en ekki fylgir sögunni
um hvern er að ræða; skortur á
sönnunargögnum sé henni til mik-
illar skapraunar – en ekki hvað?
Þannig er nú það. n
Grimmdarverk
á Gamlárskvöld
n Griffey var myrtur á gamlárskvöld fyrir tíu árum n Morðinginn leikur enn lausum hala„Léttu af þér þeirri
byrði sem hefur
sligað þig síðastliðin 10 ár
og byrjaðu upp á nýtt.
Michael Griffey Var
sendur inn í eilífðina á
gamlárskvöld 2005.
Móðir og dóttir Diane var grunuð, Cassandra játaði en var ekki trúað.
Göldrótt súpa og
gómsætur humar
Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550
info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is