Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 12
Helgarblað 8.–11. janúar 2016 Betra grænmeti Betra kjöt Betri ávextir Fyrst og fremst... þjónusta Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó og Krónunni Pakkaðu nestinu • Klippir plastfilmur • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél • Afar auðvelt í notkun Engar flækjur ekkert vesen með 12 Fréttir Erlent Áttu alltaf að þrífa með hægri hendi Konur sem bjuggu í „mormónavirkinu“ í Utah segja frá F rænkur fjölkvænismanns- ins og mormónaleiðtogans Lyle Jeffs hafa greint frá því hvernig aðstæður voru í „virkinu“ hans í Utah í Bandaríkjunum. 60 manns bjuggu í virkinu, en innan rammgerðrar girðingar er íbúðarhúsnæði einstaklinga sem tilheyra bók- stafstrúarsöfnuði mormónakirkj- unnar í Utah, sem á ensku heitir Fundamentalist Church of Jesus Christ of Latter-Day Saints. Fólkið býr innan veggja virkisins og hlýð- ir Lyle Jeffs í einu og öllu og horfir einnig til bróður Lyle, Warren Jeffs, sem situr í fangelsi en var áður trúarleiðtogi safnaðarins. Lyle er nú biskup kirkjunnar fyrir Short Creek, það er tvo söfnuði, einn í Hildale í Utah og annan í Colarado City í Arizona. Í Hildale eru í raun aðeins búsettir mormónar. Níu eiginkonur Virkið er kennt við Lyle Jeffs, Jeffs Block, og býr hann sjálfur í húsi á landareigninni ásamt einstakling- um sem eru honum blóðskyld- ir. Í öðrum húsum býr fólk hon- um tengt sem tilheyrir hans armi safnaðarins. Það gera einnig þær eiginkvenna hans sem enn hafa ekki unnið sér rétt til að tilheyra United Order, hópi elítunnar innan kirkjunnar, þrátt fyrir hjónabandið. Lyle á níu eiginkonur. Eitt hús er sérstaklega fyrir konur og börn sem Lyle hefur tekið undir sinn verndarvæng vegna þess að eigin- menn eða feður hafa verið sendir út af örkinni í trúboð, sendir í fang- elsi eða reknir úr kirkjunni. Þrifu bara með hægri Áður nefndar frænkur, Kate Muss- er og May Jeffs, bjuggu í virkinu um tíma, en hafa nú yfirgefið söfn- uðinn. Mæður Kate og May búa enn á svæðinu, en Kate var látin yfirgefa það árið 2013 og May árið 2014. Þeim var báðum gert að búa utan virkisins um tíma og á endan- um var Kate send í burtu og skil- in eftir í reiðileysi. May ákvað sjálf að yfirgefa kirkjuna. Á meðan þær bjuggu í virkinu elduðu konurnar, þrifu og saumuðu. Þær fengu þrátt fyrir það lítið að borða og einhæfa fæðu. Lyle fékk þó sitt, bæði rausn- arlega skammta og góðan mat. Þá naut hann eftirrétta, sem enginn annar fékk. Fyrir utan heimilisstörfin fékk Kate einnig það hlutverk að kenna börnum í litlum skóla, en hennar menntun náði þó ekki gagnfræða- prófi. Þrifu með hægri Þær greindu Salt Lake Tribune frá því að þær hefðu meðal annars átt að þrífa nánast allan daginn, að- eins þó með hægri hendi. Ef þær þurftu að nota báðar hendur átti sú hægri alltaf að vera fyrir ofan þá vinstri, til dæmis ef þær héldu um kústskaft. Konurnar voru undir stöðugu eftirliti myndavéla, þriggja eiginkvenna Lyle og annarra með- lima sem virtust líta á það sem sér- staka skyldu sína að klaga þær. Ef fólk þurfti að fara út úr virkinu þurfti það að gera ítarlega grein fyrir ferðum sínum og hafa góðar ástæður til þess. Alltaf þurfti Lyle að gefa leyfi. Til að komast inn aftur þurfti svo að gefa upp lykilorð. Hver dagur hófst með biblíu- og bænastund um klukkan hálf sex. Önnur slík var haldin að kvöldi til. Frelsinu fegnar Konurnar eru frelsinu fegnar og segjast í rauninni sitja eftir með fáar spurningar – nema kannski; hvað gerir Lyle Jeffs alla daga? Þær segja að allt umhverfið snúist um hann og allt sé gert í hans þágu. Hann sé hins vegar hvergi sjáan- legur drjúgan hluta dags. „Ætli hann sé ekki bara að reka fólk alla daga?“ segir Kate. Þær eru hins vegar að takast á við lífið utan veggja einræðisins, eru komnar aftur í skóla og eru þakklátar fyrir frelsið. n Þrifu, elduðu og saum- uðu Konurnar eru frelsinu fegnar og segjast hafa verið í hálfgerðri vinnuþrælkun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.