Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 46
34 Lífsstíll Helgarblað 8.–11. janúar 2016 Fæst í apótekum um land allt, Hagkaup og Fjarðarkaup JÁ!! LÚSIN ER KOMIN... ...sagði enginn, aldrei. Fyrirbyggjandi vörurnar frá Dr. Fischer eru frábær félagi í baráttu þinni við lúsina. Vörurnar innihalda olíu- kjarna úr rósmarín og Tea Tree, sem lúsinni er mjög illa við. Með réttri meðferð og notkun þá er baráttan við lúsina leikur einn. Leyfðu okkur að hjálpa. Er veganúar fyrir þig? n Treystir þú þér til að sneiða hjá dýraafurðum í heilan mánuð? n Passa verður upp á B12-vítamín N ú þegar jólahátíðin er yfir­ staðin og fólk búið að borða yfir sig af alls konar kræsingum, þá leita margir leiða til að hefja nýtt ár á hollari nótum. Veganúar eða vegan­janúar er ein sú leiða, sem er líklega hvað mest krefjandi, sér­ staklega fyrir þá sem vanir eru að borða kjöt, fisk og aðrar dýraafurð­ ir. En eins og nafnið gefur til kynna, þá snýst veganúar um að sneiða hjá öllum dýraafurðum í janúar. Það er svo að sjálfsögðu undir hverjum og einum komið hvort vegan­lífsstíln­ um er haldið áfram. En að prófa í mánuð er líklega ágætis byrjun. Það eru samtök grænmetisæta á Íslandi sem standa á bak við átak­ ið en markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýra­ afurða og kynna kosti vegan­fæðu fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Í fyrstu hljómar veganúar eins og hin fullkomna leið að heilbrigðu og hollu mataræði, en þegar betur er að gáð þarftu alls ekki að borða hollt til að uppfylla þau skilyrði að vera „vegan“. Ætlir þú þér hins vegar að fá öll þau næringarefni og vítamín sem líkaminn þarfnast þá er nauðsynlegt að huga vel að því hvernig máltíðirnar eru samsettar. Prótein og flest vítamín er hægt að fá úr hollri vegan­fæðu. Prótein fæst til dæmis úr ýmsum baunum og hnetum, tófú, kínóa, grænkáli, spínati, avókadó og ýmsu fleiru. Járn fæst til úr sojabaunum, linsu­ baunum, mólassa, nýrnabaun­ um og fleiru. Þá er einnig hægt að fá ýmsar matvörur með viðbættu járni. Það eina sem „vegans“ geta ekki fengið náttúrulega úr því sem þeir borða er B12­vítamín. Það fæst ein­ göngu úr dýraafurðum. Þeir sem aðhyllast vegan­mataræði þurfa því að passa að taka inn B12­fæðubót ásamt því að borða fæðu sem inni­ heldur viðbætt B12­vítamín. Hægt er að kynna sér veganúar betur á veganuar.is. n Ýmis vegan- matvæli Borðar þú vegan án þess að vita það? Hér eru ýmis matvæli sem við flest neytum eflaust án þess að gera okkur grein fyrir því að þau eru vegan: n Þurrkað pasta n Bakaðar baunir n Flest brauð n Hnetusmjör n Tómatsósa n Sinnep n Sterk sósa (tabasco og siracha) n Hrísgrjón n Hrísgrjónanúðlur n Sulta (með pektíni í stað gelatíns) n Hummus n Franskar kartöflur (steiktar upp úr grænmetisolíu) n Hafragrautur n Beyglur Ótrúlegt en satt Óhollusta eins og hún gerist best Það gæti komið þér sérstaklega á óvart að þessi matvæli, kex og sælgæti, teljast til vegan: n Oreo kex (bæði venjulegt og ljóst) n Doritos-flögur (Chilli og létt saltaðar) n Walkers-flögur (ýmsar gerðir) n Pringles (venjulegt, beikon og BBQ) n Ritz-kex n Hobnobs-kex (venjulegt) n Kettle-flögur (ýmsar gerðir) n Ritter Sport-súkkulaði (dökkt og extra dökkt) n Skittles Vegan bjór Það er alveg óþarfi að sleppa áfenginu Þú þarft ekki einu sinni að hætta að drekka bjór til að gerast vegan. Hér eru nokkrar bjórtegundir sem þér er óhætt að drekka þó að þú takir þátt í veganúar: n Heineken n Carlsberg n Amstel n Peroni n Budwiser n Corona Grænmeti Það er nauðsynlegt að borða fjölbreytt grænmeti þegar maður aðhyllist vegan-lífsstíl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.