Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 39
Menning 27Helgarblað 8.–11. janúar 2016 Menning játninganna bækur, kviðristuviðtöl og opinberunarbyltingar á samfélagsmiðlum áberandi á árinu mjög óvenjulegt hversu mikið efni við höfum frá venjulegu fólki. Úti í heimi eru það skáldin og fræga fólkið sem skrifa, og í dag höfum farið meira í þann farveg á Íslandi.“ Þessar sjálfsævisögur alþýðufólks- ins voru þó sjaldnast opinskáar játn- ingar en frekar vitnisburður um tím- ana sem það hafði lifað. Sigurður Gylfi skiptir sjálfsskrifum Íslendinga í nútímanum þannig í tvo flokka: þau skrif sem tilheyra menningu vitnis- burðarins og þau sem tilheyra menn- ingu játninganna. „Í menningu vitnisburðarins er það venjulegt fólk sem stígur fram og lýsir þátttöku sinni í mótun hins unga lýðfrjálsa ríkis. Þetta eru bændur og alþýða landsins sem byrja yfirleitt á því að segja: „ég hef ekki frá mörgu að segja, en ég ætla samt að segja mína sögu.“ Það er þá yfirleitt einhvers kon- ar baráttusaga þar sem fólk rís upp úr fátækt og eymd og verður að nýtum þjóðfélagsþegnum. Þetta er einkenni mjög margra bóka sem koma út á fyrri hluta 20. aldar. Á níunda áratugnum erum við svo stödd í menningarlegu rými sem við getum kallað menn- ingu játninganna. Þetta helst í hend- ur við þróun á dagblaðamarkaði því þá hefjast kviðristuviðtölin þar sem menn játa á sig allar syndir heimsins,“ segir Sigurður og nefnir til að mynda uppvaxtarsögu Sigurðar A. Magnús- sonar Möskva morgundagsins frá ár- inu 1981 sem dæmi um sjálfsævisögu sem getur flokkast innan menningar játningarinnar. „Bækur Sigurðar A. vöktu alveg gríðarlega mikla athygli, því þar talaði hann fjálglega um sitt fólk og sagði umbúðalaust frá kostum þess og göllum. Þetta voru metsölubækur og þegar menn hækka rána svona þá fylgja aðrir í kjölfarið,“ segir Sigurður Gylfi. „En það er hægt að segja að slíkar játningar hafi verið gengisfelldar á undanförnum árum. Sögur af kyn- ferðisofbeldi eru til dæmis orðinn hversdagslegur viðburður. Það er eigin lega ekkert sem getur komið þér á óvart lengur. En staðreyndin er sú að líf fólks er orðið söluvara, fólk keppist við að selja hana, og það er enginn lengur sem byrjar sína bók á því að segja: „ég hef eiginlega ekki frá neinu að segja“.“ Skáldævisaga fyrir margræða sjálfsmynd Bækurnar sem hafa verið svo áberandi í nýafstöðnu jólabókaflóði falla flestar ef ekki allar í síðarnefnda flokkinn sem Sigurður Gylfi nefnir: menningu játninganna. Þær eiga hins vegar meira sam- eiginlegt því þær eru svo- kallaðar skáldævisögur. Slík verk hafa ýmist verið nefnd auto-fiction, fict- ional autobiography eða faction á ensku. Hugtakið skáldævisaga hefur fest á íslensku eftir að Guðbergur Bergsson titlaði sjálfsævisögulegar bækur sínar þannig – en áður höfðu Halldór Laxness, Þórbergur Þórðarson, Benedikt Gröndal og fleiri skrifað slíkar bækur. Orðið er yfirleitt látið ná yfir verk þar sem höfund- urinn nálgast líf sitt út frá forsend- um skáldskaparins og leikur sér með minningar sínar og sjálfsmyndir. Þetta eru verk þar sem menn nýta sér þætti úr ævi sinni með það fyrir aug- um að búa til áhugaverð bókmennta- verk, frekar en að segja satt og rétt frá öllum atvikum. „Skáldævisagan býður upp á leik með sjálfsmyndir, tungumálið og veruleikann sem hin hefðbundna sjálfsævisaga gerir ekki,“ segir Soffía Auður Birgisdóttir bókmennta- fræðingur sem hefur rannsakað skáldævisöguleg skrif Þórbergs. Vel gæti verið að þessi bók- menntagrein henti okkur sérstak- lega vel í dag til að skrifa um sjálfið. Á seinni hluta 20. aldarinnar varð af- stæðishyggja um sannleikann áber- andi og efasemdir fóru vaxandi um að sjálfið væri eitthvað eitt og óbreyt- anlegt sem auðvelt væri að miðla á einfaldan máta – sérstaklega manns eigið sjálf. „Ég held að sú hugmynd að maðurinn eigi sér í raun mörg sjálf komi mjög víða fram, það er leikur með þessi ólíku sjálf. Það er einhvers konar andóf gegn þeim mannskiln- ingi upplýsingarinnar að maðurinn sé heildstæð vera, frjáls, heil og geti auðveldlega náð utan um sjálfan sig. Við sjáum til dæmis vaxandi efa- semdir um sjálfið í titlum íslenskra sjálfsævisagna á undanförnum árum: Einhverskonar ég, og Ég, ef mig skyldi kalla, eftir Þráin Bertelsson, Lygasaga eftir Lindu Vilhjálmsdóttur og fleiri,“ segir Soffía Auður. Höfundurinn í aðalhlutverki Tilhneiging skáldsagnahöfunda til að fjarlægast hreinan skáldskap og vinna frekar út frá staðreyndum og sagn- fræði hefur verið áberandi í vestræn- um bókmenntum á undanförnum árum – sérstaklega hefur verið bent á að höfundar setji í auknum mæli eigið sjálf í forgrunn. Sjálf skáldsagnahöfundarins hefur þannig brotist fram í norræn- um skáldsögum og víðar undanfar- inn áratug og ber þar kannski helst að nefna ótrúlega velgengni norska rit- höfundarins Karl Ove Knausgaard og ítarlegs sex binda sjálfsævisögulegs bókaflokks hans, Baráttan mín (n. Min kamp). Engin athöfn eða hugs- un er of hversdagsleg eða persónuleg til að vera útilokuð í þessu nákvæma þrekvirki Knausgaards. „Stundum er spurt hvort að þetta sé viðbragð við því að bókmennta- fræðingar vildu úthýsa höfundinum út úr bókmenntafræðiumræðu. Franski bókmenntafræðingur- inn Roland Barthes lýsti því yfir að Hvað er satt í skáldævisögunni? Sannleikur eða skáldskapur Þegar snert er á viðkvæmum málum í bókum þar sem mörk skáldskapar og staðreyndaskrifa eru óljós blossa oftar en ekki upp deilur. Árið 2006 viðurkenndi bandaríski höf­ undurinn James Frey að stór hluti drama­ tískrar frásagnar í endurminningariti hans A Million Little Pieces, sem hafði meðal annars verið hampað af játningavið­ taladrottningunni Oprah Winfrey, væri ýktur eða byggði yfirhöfuð ekki á hans eigin ævi. Hins vegar bar hann fyrir sig að endurminningar (e. Memoir) byggðu á tilfinningaminni en ekki staðreyndum. Hann sagði síðar frá því hvernig bókinni hefði verið hafnað af útgáfufyrirtækjum þegar hann kynnti hana sem skáldsögu en þau gripið hana um leið og hún var kynnt sem endurminningarit. Deilur spruttu einnig upp um sanngildi frásagna Jóns Gnarr af kynferðisofbeldi í Héraðsskól­ anum að Núpi á Dýrafirði í bók sinni Útlaganum. Jón Gnarr titlar Útlagann sem skáldævisögu en engu að síður tók Fréttablaðið frásögnina sem sannleika og sló upp á forsíðu með fyrirsögninni „Gróft ofbeldi viðgekkst á Núpi.“ Margir sem þekktu til skólans á Núpi stigu fram og töldu að ekkert slíkt ofbeldi hefði viðgengist. Jón Gnarr stóð þó við frásögnina. Í viðtali í DV í nóvember sagðist hann ekki hafa tekið sér skáldaleyfi – að minnsta kosti ekki meðvitað. „Ég hef sagt það um bækurnar mínar, að það er engin bein lygi í þeim.“ En auðvitað getur verið erfitt að kalla fram nákvæmar myndir af einhverju sem gerðist fyrir 30 til 40 árum. „Svo veist þú sem manneskja í raun ekkert hvað er satt og hvað er logið í þínu lífi. Einhver segist vera vinur þinn, en er hann það í raun og veru?“ spyr Jón og hlær. „Svo hafa áföll áhrif á minnið. Þegar við lendum í áföllum þá höfum við eðlislæga tilhneigingu til að reyna að gleyma. Við göngum út frá því að allt sem sé áþreifanlegt, sé raunverulegt, en það er það ekki.“ Framhald á næstu síðu  Játaðu Játningin varð stofnanabundin athöfn í kristni þar sem einstaklingnum var gert að játa syndugar hugsanir sínar fyrir presti. Þessi stjórntækni var svo gagnleg að hún dreifðist yfir til fjölmargra annarra stofnana sem fóru í auknum mæli að hvetja skjólstæðinga sína til að opna sig fyrir yfirboðara sínum. Málverkið Játning eftir Giuseppe Molteni frá 1938. Erfitt líf Karl Ove Knausgaard gaf út sex binda sjálfsævisögu sína á árunum 2009 til 2011 og nefndi hana Baráttan mín. ATN Zebra 16 Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin • Diesel • Vinnuhæð: 16,4m • Pallhæð: 14,4m • Lágrétt útskot: 9,3m • Lyftigeta: 230kg • Aukabúnaður: Rafmagns- og lofttenglar í körfu. • Til afgreiðslu strax Ýmsar aðrar ATN spjót- og skæralyftur til afgreiðslu með stuttum fyrirvara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.