Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 8
8 Fréttir Þ að er í sjálfu sér allt opið í því en við erum að funda með bankastofnunum, olíufélög- um, nokkrum veitingaaðil- um og fleirum og fjármögn- unin er í undirbúningi,“ segir Skúli Þ. Skúlason, stjórnarformaður Kaupfé- lags Suðurnesja, aðspurður hvort til greina komi að leita til íslenskra líf- eyrissjóða eða fasteignafélaga vegna fjármögnunar verslunarkjarnans Rósaselstorgs sem félagið ætlar að byggja skammt frá Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar við Keflavíkurflugvöll. „Miðað við þær forsendur sem við erum með í dag liggur kostnaður- inn nánast fyrir en eins og við hugs- um þetta þá munu kjölfestuleigu- takar sem koma að þessu með okkur fá færi á að hafa áhrif á hönnunina. Við eigum því eftir að klára hönnun mannvirkjanna og fyrr vitum við ekki nákvæmlega hvert byggingamagnið verður eða endanlegur kostnaður,“ segir Skúli. Tæpur milljarður Áform kaupfélagsins um að byggja verslunarkjarnann, á 20 þúsund fer- metra lóð við síðasta hringtorgið áður en komið er að Leifsstöð, voru kynnt á mánudag. Samkvæmt þeim verður rekin Nettó-matvöruverslun í kjarnanum, veitinga- og kaffihús og bensínstöð. Framkvæmdir eiga að hefjast næsta vor og á að vera lok- ið snemma á næsta ári. Skúli segir ljóst að heildarkostnaður verkefnis- ins verði ekki undir 600 milljónum króna og að öllum líkindum nærri einum milljarði króna. „Umfangið mun skýrast betur á næstu tveimur mánuðum. Kaup- félagið leggur í þessa vegferð fyrst og fremst sem hreyfiafl framfara. Þarna er tækifæri til að auka þjón- ustu við sveitarfélögin á Suðurnesj- um þannig að þau geti fengið aukinn skerf af þessum aukna ferðamanna- straumi hingað til lands,“ segir Skúli. Skuldir afskrifaðar Kaupfélagið fór í gegnum fjárhags- lega endurskipulagningu á árunum 2012 til 2014 og tókust þá samningar við lánardrottna sem fólu í sér veru- lega lækkun skulda og greiðslubyrði lána. Höfuðstóll skulda félagsins var til að mynda færður niður um tæpa 1,5 milljarða árið 2012. Samkvæmt nýjasta ársreikningi kaupfélagsins var bókfærð eiginfjárstaða þess já- kvæð í árslok 2014 í fyrsta skipti síð- an á árunum fyrir hrun. Eignir sam- stæðunnar, það er kaupfélagsins og dótturfélaga þess, námu þá rétt tæpum ellefu milljörðum króna en skuldirnar 9,8 milljörðum. Samstæðan var rekin með 2,4 milljarða króna hagnaði 2014 sam- anborið við 131 milljónar hagn- að árið á undan. Aukningin skýrist meðal annars af ákvörðun stjórnar Urtusteins ehf., dótturfélags kaup- félagsins, um að færa til baka 1.024 milljóna króna virðisrýrnun á skrif- stofuhúsnæði þess við Krossmóa í Reykjanesbæ. „Það er ekki endilega markmið hjá kaupfélaginu að eiga meirihluta í verkefninu heldur koma því af stað. Kaupfélagið sem slíkt er, eins og þú bendir á, tiltölulega nýkomið úr fjár- hagslegri endurskipulagningu, eins og mörg önnur félög, en það fjár- magnar þetta ekki eitt og sér,“ segir Skúli. n Helgarblað 8.–11. janúar 2016 Trúlofunarhringar - okkar hönnun og smíði jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Ræða við olíufélög og banka um fjármögnun n Kaupfélag Suðurnesja gæti leitað til lífeyrissjóða um fjármögnun verslunarkjarna Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Rekur Samkaup og Nettó Samkaup hf. er stærsta félag innan samstæðu Kaupfélags Suðurnesja en það rekur um fimmtíu smásöluverslanir víða um landið undir merkjum Sam- kaupa, Nettó og Kaskó. Dótturfélagið var rekið með 1.267 milljóna hagnaði árið 2014 og munar þar mestu um sölu á Búr ehf. sem fór á 962 milljónir króna. Kaupfélagið á 53% hlut í Sam- kaupum og 69% í fasteignafélaginu Urtusteini ehf. sem á 33 fasteignir víða um landið. Félagið byggði skömmu fyrir hrun skrifstofuhúsnæði við Krossmóa 4 í Reykjanesbæ þar sem höfuðstöðvar Samkaupa eru til húsa. Stjórn þess ákvað eins og áður segir að færa til baka ákvörðun frá 2009 um 1.024 milljóna virðisrýrnun fasteignarinnar. Var það gert sama ár og fjárhagslegri endur- skipulagningu Kaupfélags Suðurnesja lauk og í ljósi þess að tekist hafði að koma húsinu að fullu í útleigu. Rósaselstorg Hugmynd Kaupfélags Suðurnesja gengur út á að þrjár byggingar verði reistar á 20 þúsund fermetra lóð skammt frá Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Stjórnarformaðurinn Skúli Þ. Skúlason. „Kaupfélagið sem slíkt er eins og þú bendir á tiltölulega ný- komið úr fjárhagslegri endurskipulagningu, eins og mörg önnur félög, en það fjármagnar þetta ekki eitt og sér. ÚRVAL FÆÐUBÓTAREFNA Glæsibæ & Holtagörðum Netverslun: www.sportlif.is Sterkustu brennslu- töflur í Evrópu bensínstöð bensínstöð veitingar/verslun Ga rðu r / RN B Leifsstö ð Sandgerði RNB / Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.