Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 30
Helgarblað 8–11. janúar 201612 Leikur að læra - Kynningarblað Tækniskólinn: Vefþróun og Margmiðlunarskólinn T ækniskólinn er regnhlíf yfir fjölbreytt nám á hin- um ýmsu sviðum og undir Tækniakademíu skólans er meðal annars að finna tvær eftirsóttar og framsæknar brautir, Vefþróun og Margmiðlunarskólann. Eftirsóttir starfskraftar útskrif- ast frá Vefþróun Tækniskólans Vefþróun er glæný námsbraut und- ir Tækniakademíu Tækniskólans sem tók til starfa síðastliðið haust. Á þessari braut útskrifast nemendur með menntun og þekkingu sem mik- il þörf er fyrir í atvinnulífinu, enda er vefiðnaðurinn sívaxandi hér á landi sem og annars staðar í heiminum. Jónatan Arnar Örlygsson er verk- efnastjóri yfir námi í vefþróun: “Nemendur fá kennslu á breiðu sviði, allt sem kemur að þróun vef- lausna. Nemendur fá kennslu í vefforritun og er áhersla lögð á framendaforritun, öllu því sem er sýnilegt notendum. Við erum t.d. með kúrsa í vefhönnun, notenda- upplifun, frumkvöðlafræði og ver- kefnastjórnun. Allt gagnast þetta við gerð vefsíðna, vef-appa og hvers konar útgáfur af því sem við eig- um í gagnvirkum tengslum við á internetinu í dag. Við förum djúpt í þessa þætti á meðan tölvunarfræðin í Háskólum hér á landi tæklar stærra svið, við erum sérhæfðari á þessu sviði. Við útskrifum góða framenda- forritara sem hafa gott auga fyrir út- liti,“ segir Jónatan. SP: Þetta hljómar sem mjög hagnýtt nám? „Já, við erum að útskrifa fólk sem mikil þörf er fyrir á vinnumarkaðn- um. Það átti sér líka stað heilmik- il samvinna við atvinnulífið þegar verið var að þróa þessa námsbraut og semja námskrána og þetta er lag- að mjög að þörfum atvinnulífsins. Auk þess eru nokkrar af stærstu vef- stofum landsins í nánu samstarfi, reynsluboltar í faginu taka þátt í náminu með kennslu og áhugaverð- um fyrirlestrum. Námið er fjórar annir eða tvö ár og geta góðir nem- endur sem útskrifast héðan geng- ið beint inn í fjölbreytt störf. Engu að síður gefst þeim einnig kostur á frekara námi þar sem við erum í samstarfi við mjög góðan skóla í Kaupmannahöfn, þangað geta nem- endur frá okkur farið, bætt við sig einu og hálfu ári og fengið fullgilda háskólagráðu, Bachelor.“ Aðsókn á haustönnina var mjög góð og komust færri að en vildu. Jónatan segir að ein sérstaða þessa náms sé einnig sú að kennt sé í litl- um hópum: „Það er náin samvinna í þessum hópum og nemendur hafa mjög gott aðgengi að kennurum sem sinna hverjum og einum mjög vel.“ Stúdentspróf er almennt inn- tökuskilyrði inn í Vefþróun en þó eru gerðar undantekningar ef mik- il reynsla í faginu er til staðar. Opn- að verður fyrir umsóknir á haustönn fyrir lok marsmánaðar. Nánari upp- lýsingar um námið og umsóknir eru á vefnum vefskoli.is. Nemendur hafa starfað við kvikmyndir Baltasars Kormáks og hjá leikjafyrirtækinu CCP Nám í Margmiðlunarskólanum hentar þeim sem hafa áhuga á þrí- víddarvinnslu, tæknibrellum fyr- ir kvikmyndir, tölvuleikjagerð og teiknimyndagerð. Allt þetta er hluti náms í margmiðlun. Í náminu er lögð mikil áhersla á hugmyndavinnu, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Skólinn leggur áherslu á að útskrifa nemendur með frjóa hugsun og vilja til að fara nýjar leiðir. „Við förum síðan almennt mjög djúpt í alla þrívíddargerð en það er þekking sem nýtist í mjög margt annað en kvikmyndir og leiki, til dæmis í arkitektúr,“ segir Halldór Bragason, verkefnastjóri Margmið- lunarskólans. Dæmi um starfssvið nemenda sem útskrifast úr Marg- miðlunarskólanum eru tæknibrellur í kvikmyndum eins og Gravity, Ever- est og Guardians of the Galaxy. Flest leikjafyrirtæki á landinu hafa á sín- um snærum útskrifaða nemendur úr Margmiðlunarskólanum, fyrirtæki eins og CCP og Sólfar. „Senur úr kvikmyndunum Two Guns og Djúpinu voru líka tekn- ar upp í Green Screen-stúdíóinu hérna. Veggirnir eru í neongrænum lit sem er síaður út fyrir þann bak- grunn sem leikararnir eru settir í en hann getur verið hvort sem er tölvu- gerður eða myndskeið,“ segir Hall- dór Nám í Margmiðlunarskólanum tekur tvö ár og útskrifast nemend- ur með diplóma. Möguleiki er á að taka viðbótarár við erlenda háskóla til BA-gráðu. „Fyrsta önnin er grunnur en eft- ir það þróum við þannig umhverfi að nemandinn geti tamið sér sjálf- stæð vinnubrögð. Þetta er heimur þar sem er afskaplega hröð þróun og krefst stöðugrar símenntunar og við þjálfum nemendur í því að temja sér þann hugsunarhátt að halda sí- fellt áfram að læra.“ Margmiðlunarskólinn er ein af mörgum áhugaverðum námsbraut- um og skólum sem eru undir regn- hlíf Tækniskólans. Skólinn á sér hins vegar dýpri rætur en hann var stofnaður fyrir aldamótin síðustu og var einkaskóli fyrst um sinn. Nám í Margmiðlunarskólanum fer núna fram í gamla Sjómannaskólahús- inu, húsi Tækniskólans á Háteigs- vegi. Nánari upplýsingar um námið og umsóknir er að finna á vefsvæði skólans og hjá Ragnhildi Guðjóns- dóttur í síma 514 9601 eða í gegnum netfangið rag@tskoli.is. n Spennandi og hagnýtt nám í Tækniakademíu Tækniskólans Hagnýtt nám Gestakennari frá KEA í Kaupmannahöfn ásamt nemendum í vefþróun. Green Screen-herbergið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.