Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 16
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 16 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Helgarblað 8.–11. janúar 2016 Ég pældi varla í þessu Við erum öðruvísi Ég mun ekki skipta um skoðun Ruglað í heimilum Hilmu Pedersen datt ekki í hug að hún væri með krabbamein. – dv.is Ágústa Kolbrún Roberts segir ljósverur ekki passa inn í samfélagið. – DVGunnar Bragi ætlar ekki að hætta þátttöku í refsiaðgerðum gegn Rússlandi. – Morgunútvarpið Þ að virðist vera eitthvert nátt­ úrulögmál að reikningar frá fjarskiptafyrirtækjum eru óskiljanlegir. Hvernig stendur á þessu? Reikningarnir eru jafn­ vel svo flóknir að starfsfólk þessara sömu fyrirtækja skilur þá ekki þegar útskýringa er leitað. DV skoðar í blaði dagsins dæmigerð tilboð frá stóru fjar­ skiptafyrirtækj­ unum og sjón­ varpsveitunum 365 og Símanum. Þar kemur þessi vitleysa greini­ lega í ljós. Við skulum gefa okk­ ur að þessi fyrir­ tæki séu ekki að blekkja viðskiptavini sína. Þau séu ekki vísvitandi að setja fram villandi upplýsingar. Engu að síður leiðir út­ tekt DV í ljós að það tilboðsverð sem kynnt er stenst engan veginn. Þarna munar tugum þúsunda fyr­ ir fjölskyldu á ári. Gjöldin sem bætast við eftir að tilboði hefur verið tek­ ið eru mýmörg og heita alls konar nöfnum. Tengigjald, að­ gangsgjald, leiga á búnaði og þar fram eftir götum. Flest okkar vilja borga það sem okkur ber fyrir vöru eða þjónustu, en gerum á móti kröfu um að við vitum hvaða þjón­ ustu við fáum fyrir vikið. Þegar horft er til framsetn­ ingar á tilboðum stóru fjarskipta­ fyrirtækjanna má líkja þessu við að einstaklingur fari út að borða. Hann fær matseðil og pantar sér rétt af honum. Rétturinn kostar 2.890 krónur samkvæmt matseðlinum. En við bætast margvísleg gjöld. Leiga á hnífapörum, stólagjald og dúka­ álag. Þegar upp er staðið greiðir við­ skiptavinurinn rúmar fimm þúsund krónur fyrir máltíðina. Auðvitað væri viðskiptavini í sjálfsvald sett að koma með eigin hnífapör og stól. Ábyrgð fjarskiptafyrirtækjanna er mikil í þessu sambandi. Sífellt hærra hlutfall af tekjum heimila fer í þann kostnað sem fella má undir fjarskipti. Snjallsímar, netið, sjón­ varpsstöðvar og margs konar af­ þreying er komin í einn pakka og þá er mikilvægt að fyrirtækin freist­ ist ekki til þess að auka tekjur sínar í þeirri þoku sem umlykur allt þetta tæknidót. Hvernig væri nú að þessi fyrirtæki settu fram tilboðsverð sem stenst og á við um það sem í boði er án þess að læðast í veskið okkar í gegnum smáa letrið? Og hvað segja eftirlitsstofnanir um þetta? Jú, þetta ku vera í lagi. Guði sé lof og þá væntanlega flokk­ ast þessi leiðari bara sem óþarfa nöldur. n Guðni í forsetaframboð? Fram til þessa hafa fáir af hægri væng stórnmálanna verið orð­ aðir við forsetaframboð. Þeir málsmetandi einstaklingar sem fram til þessa hafa verið orðað­ ir við framboð eiga það sammerkt að vera fulltrúar vinstri elítunnar, samanber Andra Snæ Magnason, Katrínu Jakobsdóttur, Stefán Jón Hafstein og að hluta til Jón Gnarr. Hægri menn munu vafalaust leita að sínum frambjóðanda og ekki ólíklegt að þeir staldri við nafn Guðna Ágústssonar. Guðni hefur möguleika á að sópa upp lands­ byggðinni eins og hún leggur sig, auk þess að sækja í fylgi þjóð­ hollra íhaldsmanna og annarra fylgismanna ríkisstjórnarinnar í borginni. Með Guðna yrði sömuleiðis lítil breyting á stefnu Ólafs Ragnars Grímssonar sem ætti að vera hægri mönnum mjög að skapi. Launaðir listamenn Nú liggur fyrir hverjir fá lista­ mannalaun frá skattgreiðend­ um þetta árið. Þarna getur að líta áhuga­ verðan lista fólks sem hef­ ur lagt þung lóð á vogarskálar listagyðjunnar. Einnig eru þarna margir sem hafa haft sig mjög í frammi allt frá hruni í andstöðu við ákveðin stjórnmálaöfl. Það er því óhætt að halda því fram að listagyðjan sé blind ólíkt þeirri gyðju sem kennd er við réttvísina. Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is „Tilboðsverð sem kynnt eru stand- ast engan veginn. Þarna munar tugum þúsunda fyrir fjölskyldu á ári. Fréttir 11 10 Fréttir Helgarblað 8.–11. janúar 2016 Helgarblað 8.–11. janúar 2016 Aukagjöldin sem er dýrt að taka ekki með í reikninginn n En fjarskiptafyrirtækin gera það n Þú greiðir tugþúsundum meira en auglýst tilboðsverð n Ekki villandi að tilgreina ekki aukagjöld við auglýst verð M unað getur tugþúsundum og jafnvel á annað hundrað þúsund krónum á ári á auglýstu verði á áskriftarpökkum fjar- skiptafyrirtækja og því verði sem viðskiptavinir greiða í raun. Ýmis aukagjöld sem innheimt eru auk verðs áskriftarpakka geta auðveld- lega orðið hærri en sem nemur verði grunnpakkanna sjálfra. Aðgangs- gjöld, línugjöld, leiga á búnaði og greiðslur fyrir viðbótargagnamagn og mínútur, sem oft er naumt skammt- að í pökkunum sjálfum, eru fljótar að telja og þjónusta sem viðskiptavin- ir töldu að væri innifalin getur þegar upp er staðið reynst þeim dýrkeypt. DV ákvað að skoða tvo vinsæla áskriftarpakka hjá tveimur af stærstu fjarskiptafyrirtækjum landsins, 365 og Símanum. Bæði fyrirtækin bjóða upp á pakka sem innihalda net, heimasíma, sjónvarpsáskriftir og, í tilfelli 365, farsímaáskriftir líka. Fljótt á litið virðist viðskiptavinurinn vera að fá mikið fyrir tiltölulega hagstætt verð, en þegar betur er að gáð leynast þar margvísleg aukagjöld sem leggj- ast á hið hagstæða auglýsta verð. Þær upphæðir geta numið mörg þúsund krónum á mánuði, tugþúsundum á ári. Óumflýjanleg aukagjöld Sérstaklega er þetta áberandi hjá 365, sem býður meðal annars upp á Skemmtipakkann. Þar er boðið upp á sjónvarpsáskrift að Stöð 2 og systurrásum, net, heimasíma og allt að fjórar GSM-áskriftir á samtals 9.290 krónur á mánuði. Í auglýsing- um og á heimasíðu 365 er enginn fyrirvari um að verðið sé „frá“ 9.290 krónum á mánuði, sem væri í raun réttara orðalag þegar smáa letrið er lesið og hin nánast óumflýjanlegu aukagjöld bætast við. Tökum dæmi um hjón sem ákveða að skrá sig fyrir Skemmti- pakkanum. Þau skrá farsíma sína tvo í pakkann og velja þá leið að fá 60 mínútur frítt í alla GSM og heimasíma á Íslandi og 10 GB af gagnamagni frítt með. Ef annað hvort þeirra talar lengur en 60 mínútur í símann á mánuði, sem getur gerst ansi fljótt á mörgum heimilum, kostar það 2.990 krón- ur. Ef bæði fara yfir 60 mínútna markið, gera það alls 5.980 krónur fyrir farsímanotkun á mánuði sem leggst ofan á verð Skemmtipakk- ans. Flestir þurfa meira gagnamagn Nettenging fylgir pakkanum þar sem fyrstu 20 GB af netnotkun eru ókeypis. Á nútímaheimilum hrekkur slíkt gagnamagn skammt. Sérstaklega þar sem 365, líkt og mörg önnur fjarskiptafyrirtæki en ekki öll, er farið að innheimta fyrir innlenda netnotkun, sem og allt upp- og niðurhal. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, sagði í um- fjöllun DV um mælingu á gagna- magni í fyrra að aðeins 38 prósent viðskiptavina 365 noti minna en þessi 20 GB og fái því netið frítt. 90 prósent viðskiptavina noti 170 GB eða minna á mánuði. Þannig að þegar að þessi 20 GB, sem innifalin eru, klárast kostar það 1.990 krón- ur á mánuði að bæta við 150 GB gagnamagni til viðbótar sem leggj- ast, líkt og farsímanotkunin, ofan á verð Skemmtipakkans. En ekki nóg með það. Fleiri þætt- ir eru nauðsynlegir til að nýta sér þá þjónustu sem pakkanum fylgir. Greiða þarf mánaðarlegt aðgangs- gjald (oft kallað línugjald) til Mílu sem nemur 2.580 krónum. Hægt er að leigja beini (e. router) hjá 365 á 590 krónur og þá kostar aðgangur að Sjónvarpi 365, 1.690 krónur á mánuði. Síðastnefndi þátturinn er nauðsynlegur til að eiga möguleika á áskrift að öllum íslenskum og er- lendum stöðvum, aðgang að opnu íslensku sjónvarpsstöðvunum, tímaflakkinu og aðgang að Skjá- Bíó svo eitthvað sé nefnt. Er þá ekki tekið með gjald fyrir myndlykil, sem fólk getur verið með ýmist frá Símanum eða Vodafone. Getur munað heilmiklu Þegar allt þetta er talið saman, Skemmtipakkinn og áðurnefnd aukagjöld, kostar mánuðurinn hjónin í dæminu alls 19.540 krónur. Mismunurinn á því og aug- lýstu verði Skemmtipakkans er því 10.250 krónur á mánuði, sem þýð- ir að hjónin greiða 123.000 krón- um meira á ári fyrir Skemmtipakk- ann en ætla mætti út frá auglýsta verðinu. Jafnvel þó að þau haldi sig inn- an gagnamagns á netinu og fari ekki yfir innifalda farsímanotkun í mánuði þá kostar Skemmtipakkinn þau 14.150 krónur, með öllu öðru framangreindu. Ekki 9.290 eins og slegið er upp í auglýsingum. Þess ber þó að geta að þegar til- boðið er skoðað nánar á heimasíðu 365 eru þessi aukagjöld tilgreind. Upplýsingar DV eru fengnar bæði þar og úr reikningi frá viðskiptavini 365 fyrir desembermánuð. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is 12 þúsund krónur verða 15 Síminn aftur á móti býður upp á Heimilispakkann, sem auglýstur er rækilega á 12 þúsund krónur á mánuði. Í honum fá viðskiptavinir aðgang að frelsi og tímaflakki Skjá- sEins, sjónvarpi Símans, erlendum stöðum, tónlistarveitunni Spotify Premium, frítt í sex mánuði, ókeypis heimasímanotkun innanlands og óháð kerfi svo eitthvað sé nefnt. Auk háhraðanettengingar þar sem inni- falin eru 75 GB af gagnamagni. Einn veigamesti munurinn á pökkum Símans og 365 er að farsíma- áskrift er ekki innifalin í Heimili- spakka Símans. Ef hjónin í dæmi okkar hér að framan vildu bæta inn tveimur sambærilegum farsíma- áskriftum og eru í tilboði 365 gætu þau til dæmis valið áskriftarleiðina Sveigjanlegur – Bestur og fengið 120 mínútur á mánuði, 10 GB í gagna- magn á 3.990 krónur fyrir hvorn síma. Alls 7.980 krónur fyrir hjónin á mánuði sem leggjast myndu ofan á verð Heimilispakkans. Á móti kemur hins vegar að þar fylgir netbeinir þannig að enginn aukakostnaður leggst á vegna hans. En það sem þó leggst við verð Heim- ilispakkans er línugjald, sem getur verið mismunandi milli þjónustuað- ila, en er hjá Símanum 2.390 krónur á mánuði. Annað verð er síðan í Hvalfjarðarsveit, hjá Tengi á Akureyri og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Við töldum því réttast að láta gjaldið standa utan við pakkann svo við gæt- um auglýst þetta hagstæða verð á pakkanum og haft framsetninguna eins skýra og hægt er,“ segir Gunn- hildur Arna Gunnarsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Símans. Ef línugjald Símans leggst á 12 þúsund króna pakkann kostar hann 14.390 krónur á mánuði í raun. Eða 28.680 krónum meira á ári, en en áætla mætti út frá auglýstu verði. Í áðurnefndri umfjöllun DV um mælingar fjarskiptafyrirtækja á gagnamagni í fyrra kom fram í svari Símans að 75 prósent viðskiptavina Símans noti undir 75 GB á mánuði. Þannig liggur fyrir að heldur minni líkur eru á að hefðbundnir notendur klári innifalið gagnamagn í Heimili- spakka Símans en til að mynda þau 20 GB sem innifalin eru hjá 365. En fari svo er hægt að bæta við auka 150 GB við Heimilispakkann fyrir 1.000 krónur á mánuði. Þá kostar pakkinn 15.390 krónur á mánuði. Ef við gefum okkur að hjónin í dæmi okkar vilji halda öllum sínum fjarskiptaviðskiptum á einum og sama stað, og bæta við farsíma- áskriftum sínum líka getur fjar- skiptareikningur heimilisins því auðveldlega numið á bilinu 22.370 til 23.370 krónum á mánuði eftir því hvort þau velji aukið gagnamagn fyrir netið eður ei. Þurfa ekki að tilgreina heildarkostnaðinn En hvernig komast fjarskiptafyrir- tæki upp með að auglýsa verð á þjón- ustuleiðum, án þess að tilgreindir séu mikilvægir kostnaðarliðir sem geta hafa umtalsverð áhrif á endan- legt verð þjónustunnar? Í lok maí 2012 kvað Neytendastofa upp úrskurð í máli Nova gegn samkeppnisaðilanum Símanum þar sem Nova hafði kvartað undan auglýsingu Símans á mánaðar verði ADSL þjónustuleiða fyrirtækisins. Vildu forsvarsmenn Nova meina að auglýsingarnar væru villandi, einmitt vegna þess að þar væri ekki greint frá mikilvægum kostnað- arliðum. Í viðbrögðum Símans við kvörtun Nova segir meðal annars: „Það væri ekki með skynsamleg- um hætti hægt að halda því fram að þau fyrirtæki sem bjóði upp á ADSL þjónustu þurfi að tiltaka allt það sem viðskiptavinurinn þurfi að gera til þess að geta notað þjónustuna enda verði að ætla að neytendum sé al- mennt kunnugt um í hverju ADSL þjónusta felist.“ Niðurstaðan varð að Neytenda- stofa taldi Símann ekki hafa farið rangt með mánaðarverð ADSL þjón- ustuleiðanna þar sem neytendur gætu ýmist komist hjá því að greiða þá kostnaðarliði sem Nova tilgreindi í kvörtun sinni eða keypt búnað, eins og netbeini, hjá öðrum en Símanum. Taldi Neytendastofa Símann einnig hafa gert fullnægjandi ráðstafanir til að gera upplýsingar um kostnaðar- liðina aðgengilega á heimasíðu Símans. Af þessu má því ráða að fjar- skiptafyrirtæki þurfa ekki að til- greina heildarkostnað áskriftarleiða, þjónustuleiða eða tilboða varðandi aukabúnað sem telja má nauðsyn- legan til að nýta sér áðurnefnda þjónustu. Einfaldlega vegna þess að hægt sé að nálgast eða eignast þann búnað með öðrum leiðum eða vegna þess að upplýst er um þann auka- kostnað í smáa letri þjónustunnar á heimasíðum fyrirtækjanna. n 365 – Skemmtipakkinn Dæmi um áskrift hjóna: n 6 sjónvarpsstöðvar: Stöð 2, Stöð 3, Bíóstöðin, Krakkastöðin, Gullstöðin, Bravó. n Maraþon: Hægt að nálgast nýjar og eldri þáttaraðir sem sýndar eru á Stöð 2. n Ljóshraðanet: Allt að 100mb/s nettenging og 20 GB af gagnamagni. n Heimasími: 100 mínútur í íslenska heimasíma. n 365 GSM þrep: 60 mínútur í alla síma innanlands og 10 GB af gagnamagni á 0 kr. f ylgja. Ef þú ferð umfram 60 mínútur og upp í allt að 365 mínútur greiðir þú 2.990 krónur. Auglýst verð samtals: 9.290 krónur á mánuði Mánaðarleg aukagjöld n Aðgangsgjald Míla: 2.580 kr. n Leiga á ZyXEL beini: 590 kr. n Sjónvarp 365: 1.690 kr. Samtals Skemmtipakki og aukagjöld, haldi hjónin sig innan uppgefins gagnamagn s og mínútna: 14.150 kr. á mánuði. Mismunur á auglýstu verði og raunverði: 4.860 kr. á mánuði, eða 58.320 kr. á ári . Ef þau halda sig ekki innan uppgefins lágmarks bætist við: n Aukið gagnamagn 150 GB: 1.990 kr. n Tveir GSM-símar fara yfir 60 mín. í notkun: 5.980 kr. Samtals Skemmtipakki og aukagjöld: 19.540 kr. á mánuði. Mismunur á auglýstu verði og raunverði: 10.250 kr. á mánuði, eða 123.000 kr. á á ri. Síminn – Heimilispakkinn Dæmi um áskrift hjóna: n Netið: Allt að 100 Mb/s nettenging, 75 GB gagnamagn og netbeinir fylgir með. n SkjárEinn hjá Símanum: Aðgangur að Frelsi og Tímaflakki SkjásEins. n Sjónvarp Símans: Sjónvarpsþjónusta Símans. n Sjónvarp Símans appið: n 9 Erlendar stöðvar n Spotify Premium: Frítt í 6 mánuði en 1.490 kr. á mánuði þar á eftir. n Endalaus heimasími: 0 kr. í alla síma innan- lands, óháð kerfi. n SkjárKrakkar eða Skjárþættir: Valið hvort fylgi með pakkanum. Auglýst verð samtals: 12.000 krónur á mánuði. Mánaðarleg aukagjöld n línugjald Símans: 2.390 kr. Samtals Heimilispakki og aukagjöld, haldi hjónin sig innan gagnamagns: 14.390 k r. Mismunur á auglýstu verði og raunverði: 2.390 kr. á mánuði, eða 28.680 kr. á ári . Ef þau halda sig ekki innan uppgefins gagnamagns bætist við: n Aukið gagnamagn 150GB: 1.000 kr. á mánuði. Sparnaður? Loforð 365 um tugþúsunda sparnað á ári á kannski við sam- anborið við önnur fjarskiptafyrirtæki, en Skemmtipakkinn er engu að síður tugþúsundum dýrari á ári en gefið er upp í auglýsingu. MyNd SKJá- SKot aF vEF 365.iS Línugjaldið ekki með Í Heimilispakka Símans er leiga á beini innifalin en línugjaldi er haldið fyrir utan verðið vegna þess að það getur verið mismunandi eftir staðsetningu. Hjá Símanum er gjaldið 2.390 krónur sem leggst á auglýst verð. MyNd SKJáSKot aF vEF SíMaNS TOYOTA AVENSIS SOL ← Fyrsta skráning 12/2010. Ekinn 87 þús. km. Sjálf- skiptur. Álfelgur. Handfrjáls búnaður. 2ja svæða tölvustýrð miðstöð og fullt af lúxus. Tveir eigendur frá upphafi. Ekki fyrrverandi bílaleigubíll. Minnst ekni og ódýrasti bíllinn á markaðinum í dag. Okkar verð: 2.840.000 KR. Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is Sérfræðingar í prenthylkjum Bleksprautuprentari: 16.900 kr. 5 hylkja sett: 3.900 kr. Mono Laserprentari: 24.900 kr. Tónerhylki í P1102W prentara: 6.590 kr. Hagstæðar prentlausnir fyrir heimili og allar stærðir fyrirtækja - kíktu til okkar og við finnum réttu lausnina fyrir þig. Þ að er flestum ljóst að ástandið á leigumarkaði á höfuð­ borgarsvæðinu er ekki eins og við viljum hafa það og jafn­ framt er staðreyndin sú að víða um landið, jafnt í minnstu samfé­ lögunum sem þeim stærri, er veru legur skortur á íbúðum til langtímaleigu. Eitt af stærri verkefnum komandi vorþings er að halda áfram vinnu að úrbótum í húsnæðismálum, til að bæta umhverfi leigumarkaðarins, og nú þegar hefur félags­ og húsnæðis­ málaráðherra lagt fram fjögur frum­ vörp um það efni. Þessi frumvörp byggja m.a. á yfir­ lýsingu ríkisstjórnar Íslands í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, frá maí 2015, og vinnu verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála. Þá hafa frumvörp­ in verið unnin í samvinnu við hags­ munaaðila, í gegnum samráðsnefnd um húsnæðismál. Frumvörpin sem nú eru komin fram eiga það sameiginlegt að vera ætlað að auka jöfnuð og öryggi á húsnæðismarkaði, þannig að allir hafi raunverulegt val um búsetuform og eigi aðgang að húsnæði á viðráðan­ legu verði. Fyrst má nefna frumvarp um al­ mennar íbúðir, sem fjallar um stofn­ framlög til húsnæðis á vegum leigufé­ laga en umgjörðinni svipar til þess sem við höfum til þessa þekkt sem félagslegt leiguhúsnæði. Lögð er til ný umgjörð um svokallaðar almennar leiguíbúðir og kveðið á um að þessar íbúðir verði að hluta fjármagnaðar með stofnfram­ lögum úr ríkissjóði og frá sveitarfélög­ um. Stofnframlögunum er ætlað að lækka fjármagnskostnað sem eins og margir vita hefur orðið baggi á sumum fyrri verkefnum af þessu tagi. Almennu íbúðafélögin munu annast kaup eða byggingu, eignarhald, rekstur og út­ hlutun íbúðanna. Félögin geta verið í eigu ólíkra aðila svo sem sveitarfélaga, stúdentafélaga, hagsmunafélaga eða íbúafélaga. Sýnt hefur verið fram á að möguleiki er á að lækka leiguverð um allt að 18% með þessu fyrirkomulagi. Áhersla verður lögð á íbúðir af hóf­ legri stærð og að tryggð verði félags­ leg blöndun í leiguíbúðunum. Stefnt er að því að íbúar verði í lægstu tveim­ ur tekjufimmtungum þegar flutt er inn í húsnæðið. Þannig verði tekjulágum fjölskyldum sem hingað til hafa ekki átt kost á íbúðum í félagslegu kerfi sveitar­ félaganna veittur aðgangur að ódýru og öruggu leiguhúsnæði. Jafnframt er horft til þess að þetta fyrirkomulag standi til lengri tíma og geti tryggt við­ varandi uppbyggingu og endurnýjun leiguhúsnæðis. Frumvarpi um húsnæðisbætur er ætlað að lækka húsnæðiskostnað efna­ minni leigjenda með greiðslu húsnæð­ isbóta vegna leigu á íbúðarhúsnæði. Þannig verði stuðningurinn við leigj­ endur jafnari stuðningi við kaupendur íbúðarhúsnæðis innan vaxtabótakerf­ isins. Frumvarpið er liður í að jafna hús­ næðisstuðning hins opinbera við ólík búsetuform. Helstu breytingar yrðu að grunnfjárhæðir taki mið af fjölda heimilismanna óháð aldri. Þá verður það félags­ og húsnæðismálaráðherra sem fer með yfirstjórn húsnæðisbóta til leigjenda og Tryggingastofnun ríkis­ ins fer með framkvæmdina. Þannig flyst stjórnsýsla og umsýsla með al­ mennum húsaleigubótum frá sveitar­ félögum til ríkisins. Fram hafa komið nokkrar áhyggjur af því að leiguverð muni hækka samhliða breytingum á húsnæðisbótum. Til mótvægis var samþykkt á Alþingi í desember síðast liðnum að lækka fjármagnstekjuskatt af leigutekjum. Frumvarpi til húsaleigulaga er ætl­ að að auka réttaröryggi leigjenda og koma á meiri festu í samskiptum leigj­ enda og leigusala svo að draga megi úr líkum á ágreiningi. Sett eru fram skýrari fyrirmæli en áður um hvern­ ig samskiptum leigusala og leigjanda skuli háttað. Lögð eru til ákvæði um fullnægjandi brunavarnir og ástand leiguhúsnæðis. Stuðlað er að gerð ótímabundinna leigusamninga. Lögð eru til ítarlegri ákvæði en áður um eftirlit ráðherra með starfsemi leigu­ miðlara. Frumvarpi um húsnæðissam­ vinnufélög er ætlað að auðvelda star­ frækslu slíkra félaga á Íslandi, að auka vernd búseturéttarhafa, skýra og styrkja réttarstöðu þeirra, jafnframt að skýra réttarstöðu annarra félags­ manna sem og húsnæðissamvinnu­ félaganna sjálfra. Einnig er frumvarp­ inu ætlað að stuðla að sjálfbærum rekstri slíkra félaga. Lagt er til að ná­ kvæmari ákvæði verði í samþykktum um fjármál þeirra og að óheimilt verði að kveða á um kaupskyldu á búsetu­ rétti. Nú þegar eru öll þessi frum­ vörp komin í umsagnarferli á vegum velferðarnefndar Alþingis. Í næstu viku koma umsagnaraðilar á fund nefndarinnar og stefnt er að því að afgreiða þessi húsnæðismál sem lög frá Alþingi sem allra fyrst. Óhætt er að segja að mikið samráð hefur verið haft við vinnuna. Þannig þekkja þeir sem starfa á þessum markaði vel til væntanlegra breytinga og því má ætla að þegar frumvörpin verða að lögum, skili umbætur á húsnæðismarkaði sér fljótt og vel. n Hvað er að breytast í húsnæðismálum? Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.isEF LI R a lm an na te ng s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ön nu n Hringdu í síma 581 3730 Nánari upplýsingar á jsb.is Staðurinn - Ræktin G i l d i r t i l 2 1 . m a í 2 0 1 6 39.900 kr.er komið! Vetrarkortið Mótun BM, Fit Form 60+, TT, Fjölþjálfun og Hlýtt Yoga Innritun stendur yfir á eftirtalin námskeið: Líneik Anna Sævarsdóttir Alþingismaður Framsóknarflokks Kjallari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.