Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 10
10 Fréttir Helgarblað 8.–11. janúar 2016 Aukagjöldin sem er dýrt að taka ekki með í reikninginn n En fjarskiptafyrirtækin gera það n Þú greiðir tugþúsundum meira en auglýst tilboðsverð M unað getur tugþúsundum og jafnvel á annað hundrað þúsund krónum á ári á auglýstu verði á áskriftarpökkum fjar- skiptafyrirtækja og því verði sem viðskiptavinir greiða í raun. Ýmis aukagjöld sem innheimt eru auk verðs áskriftarpakka geta auðveld- lega orðið hærri en sem nemur verði grunnpakkanna sjálfra. Aðgangs- gjöld, línugjöld, leiga á búnaði og greiðslur fyrir viðbótargagnamagn og mínútur, sem oft er naumt skammt- að í pökkunum sjálfum, eru fljótar að telja og þjónusta sem viðskiptavin- ir töldu að væri innifalin getur þegar upp er staðið reynst þeim dýrkeypt. DV ákvað að skoða tvo vinsæla áskriftarpakka hjá tveimur af stærstu fjarskiptafyrirtækjum landsins, 365 og Símanum. Bæði fyrirtækin bjóða upp á pakka sem innihalda net, heimasíma, sjónvarpsáskriftir og, í tilfelli 365, farsímaáskriftir líka. Fljótt á litið virðist viðskiptavinurinn vera að fá mikið fyrir tiltölulega hagstætt verð, en þegar betur er að gáð leynast þar margvísleg aukagjöld sem leggj- ast á hið hagstæða auglýsta verð. Þær upphæðir geta numið mörg þúsund krónum á mánuði, tugþúsundum á ári. Óumflýjanleg aukagjöld Sérstaklega er þetta áberandi hjá 365, sem býður meðal annars upp á Skemmtipakkann. Þar er boðið upp á sjónvarpsáskrift að Stöð 2 og systurrásum, net, heimasíma og allt að fjórar GSM-áskriftir á samtals 9.290 krónur á mánuði. Í auglýsing- um og á heimasíðu 365 er enginn fyrirvari um að verðið sé „frá“ 9.290 krónum á mánuði, sem væri í raun réttara orðalag þegar smáa letrið er lesið og hin nánast óumflýjanlegu aukagjöld bætast við. Tökum dæmi um hjón sem ákveða að skrá sig fyrir Skemmti- pakkanum. Þau skrá farsíma sína tvo í pakkann og velja þá leið að fá 60 mínútur frítt í alla GSM og heimasíma á Íslandi og 10 GB af gagnamagni frítt með. Ef annað hvort þeirra talar lengur en 60 mínútur í símann á mánuði, sem getur gerst ansi fljótt á mörgum heimilum, kostar það 2.990 krón- ur. Ef bæði fara yfir 60 mínútna markið, gera það alls 5.980 krónur fyrir farsímanotkun á mánuði sem leggst ofan á verð Skemmtipakk- ans. Flestir þurfa meira gagnamagn Nettenging fylgir pakkanum þar sem fyrstu 20 GB af netnotkun eru ókeypis. Á nútímaheimilum hrekkur slíkt gagnamagn skammt. Sérstaklega þar sem 365, líkt og mörg önnur fjarskiptafyrirtæki en ekki öll, er farið að innheimta fyrir innlenda netnotkun, sem og allt upp- og niðurhal. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, sagði í um- fjöllun DV um mælingu á gagna- magni í fyrra að aðeins 38 prósent viðskiptavina 365 noti minna en þessi 20 GB og fái því netið frítt. 90 prósent viðskiptavina noti 170 GB eða minna á mánuði. Þannig að þegar að þessi 20 GB, sem innifalin eru, klárast kostar það 1.990 krón- ur á mánuði að bæta við 150 GB gagnamagni til viðbótar sem leggj- ast, líkt og farsímanotkunin, ofan á verð Skemmtipakkans. En ekki nóg með það. Fleiri þætt- ir eru nauðsynlegir til að nýta sér þá þjónustu sem pakkanum fylgir. Greiða þarf mánaðarlegt aðgangs- gjald (oft kallað línugjald) til Mílu sem nemur 2.580 krónum. Hægt er að leigja beini (e. router) hjá 365 á 590 krónur og þá kostar aðgangur að Sjónvarpi 365, 1.690 krónur á mánuði. Síðastnefndi þátturinn er nauðsynlegur til að eiga möguleika á áskrift að öllum íslenskum og er- lendum stöðvum, aðgang að opnu íslensku sjónvarpsstöðvunum, tímaflakkinu og aðgang að Skjá- Bíó svo eitthvað sé nefnt. Er þá ekki tekið með gjald fyrir myndlykil, sem fólk getur verið með ýmist frá Símanum eða Vodafone. Getur munað heilmiklu Þegar allt þetta er talið saman, Skemmtipakkinn og áðurnefnd aukagjöld, kostar mánuðurinn hjónin í dæminu alls 19.540 krónur. Mismunurinn á því og aug- lýstu verði Skemmtipakkans er því 10.250 krónur á mánuði, sem þýð- ir að hjónin greiða 123.000 krón- um meira á ári fyrir Skemmtipakk- ann en ætla mætti út frá auglýsta verðinu. Jafnvel þó að þau haldi sig inn- an gagnamagns á netinu og fari ekki yfir innifalda farsímanotkun í mánuði þá kostar Skemmtipakkinn þau 14.150 krónur, með öllu öðru framangreindu. Ekki 9.290 eins og slegið er upp í auglýsingum. Þess ber þó að geta að þegar til- boðið er skoðað nánar á heimasíðu 365 eru þessi aukagjöld tilgreind. Upplýsingar DV eru fengnar bæði þar og úr reikningi frá viðskiptavini 365 fyrir desembermánuð. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Síminn – Heimilispakkinn Dæmi um áskrift hjóna: n Netið: Allt að 100 Mb/s nettenging, 75 GB gagnamagn og netbeinir fylgir með. n SkjárEinn hjá Símanum: Aðgangur að Frelsi og Tímaflakki SkjásEins. n Sjónvarp Símans: Sjónvarpsþjónusta Símans. n Sjónvarp Símans appið: n 9 Erlendar stöðvar n Spotify Premium: Frítt í 6 mánuði en 1.490 kr. á mánuði þar á eftir. n Endalaus heimasími: 0 kr. í alla síma innan- lands, óháð kerfi. n SkjárKrakkar eða Skjárþættir: Valið hvort fylgi með pakkanum. Auglýst verð samtals: 12.000 krónur á mánuði. Mánaðarleg aukagjöld n línugjald Símans: 2.390 kr. Samtals Heimilispakki og aukagjöld, haldi hjónin sig innan gagnamagns: 14.390 kr. Mismunur á auglýstu verði og raunverði: 2.390 kr. á mánuði, eða 28.680 kr. á ári. Ef þau halda sig ekki innan uppgefins gagnamagns bætist við: n Aukið gagnamagn 150GB: 1.000 kr. á mánuði. Sparnaður? Loforð 365 um tugþúsunda sparnað á ári á kannski við sam- anborið við önnur fjarskiptafyrirtæki, en Skemmtipakkinn er engu að síður tugþúsundum dýrari á ári en gefið er upp í auglýsingu. MyNd SKJá- SKot aF vEF 365.iS Línugjaldið ekki með Í Heimilispakka Símans er leiga á beini innifalin en línugjaldi er haldið fyrir utan verðið vegna þess að það getur verið mismunandi eftir staðsetningu. Hjá Símanum er gjaldið 2.390 krónur sem leggst á auglýst verð. MyNd SKJáSKot aF vEF SíMaNS TOYOTA AVENSIS SOL ← Fyrsta skráning 12/2010. Ekinn 87 þús. km. Sjálf- skiptur. Álfelgur. Handfrjáls búnaður. 2ja svæða tölvustýrð miðstöð og fullt af lúxus. Tveir eigendur frá upphafi. Ekki fyrrverandi bílaleigubíll. Minnst ekni og ódýrasti bíllinn á markaðinum í dag. Okkar verð: 2.840.000 KR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.