Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 25
Helgarblað 8–11. janúar 2016 Kynningarblað - Leikur að læra 7
Söngskólinn Í Reykjavík býður upp á nám fyrir alla, jafnt áhugafólk sem verðandi einsöngvara
Einn af miðpunktum
tónlistarlífs í landinu
H
ér getur fólk tekið fram-
haldspróf – sem er í raun
stúdentspróf í tónlist, og
haldið svo áfram í háskóla-
deild. Margir ljúka þá burt-
fararprófi og fara í tónlistarháskóla
erlendis til frekara náms, en við eig-
um flesta af þeim einsöngvurum
sem eru að troða upp hérna og erum
auðvitað mjög hreykin af því. Síðan
bætir líka hluti nemendanna við sig
söngkennaraprófi og söngkennar-
ar frá okkur eru starfandi úti um allt
land, við söngkennslu, skólastjórn
og tónlistarstörf.“
Þetta segir Ásrún Davíðsdótt-
ir hjá Söngskólanum í Reykjavík, en
óhætt er að segja að skólinn sé mjög
miðlægur í tónlistarlífinu og hann
hefur verið starfandi frá árinu 1973.
„Við höfum alla tíð verið í sam-
bandi við alþjóðlegu samtökin
The Associated Board of The Royal
Schools of Music, sem er með að-
alstöðvar í London, og tvisvar á ári
fáum við prófdómara frá þeim, sem
dæma öll próf. Þar með eru þetta al-
þjóðlega viðurkennd próf og síðan er
líka gott að fá utanaðkomandi dóm-
ara sem þekkja ekki þá sem þreyta
prófin og hafa engin önnur viðmið
en frammistöðuna í prófinu sjálfu.“
Kennsla á vorönn er nú að hefj-
ast en jafnframt er verið að taka inn
nýja nemendur í pláss sem hafa
losnað. Þeir sem hafa áhuga á að
þreyta inntökupróf og komast inn í
Söngskólann núna geta hringt í síma
552-7366 en upplýsingar um þetta er
einnig að finna á heimasíðu Söng-
skólans.
Söngnámskeið fyrir alla
Þetta er þó bara hluti af starfsemi
Söngskólans, því einnig er í boði
nám fyrir unglinga og börn niður í
10 ára aldur. Þar er annars vegar um
einstaklingskennslu að ræða en hins
vegar mynda krakkarnir hóp og setja
upp söngleiki og fleiri slík verkefni.
„Sumir af þessum krökkum í ung-
lingadeildinni halda síðan áfram,
fara alla leiðina í gegn og klára héðan
einsöngvarapróf eða söngkennara-
próf.“
Auk þess er Söngskólinn með sjö
vikna söngnámskeið fyrir allan ald-
ur, þar eru einu inntökuskilyrðin
áhugi og löngun.
„Það er algengt að yngra fólkið fari
inn í almennt söngnám í skólanum í
framhaldi af svona námskeiði. En
það er líka margt eldra fólk sem ger-
ir sér þetta bara til ánægju og yndis-
auka og mætir á hvert námskeiðið á
fætur öðru. Margt af því fólki syng-
ur í kórum og þarna fær það undir-
stöðuþjálfun í að lesa nótur og beita
röddinni rétt,“ segir Ásrún, en Söng-
skólinn í Reykjavík býður líka upp á
helgarnámskeið fyrir kóra. Margir
kórar nýta sér þann möguleika að
æfa og læra í Söngskólanum yfir
helgi þar sem meðal annars er í boði
raddþjálfun og þjálfun í nótnalestri.
Helginni lýkur síðan á litlum tónleik-
um sem kórinn heldur.
Nemendaóperan
Myndirnar sem fylgja þessari grein
eru frá æfingum á Nemendaóperu
Söngskólans. Lengra komnir nem-
endur eru í Nemendaóperunni og
er hún yfirleitt með tvær uppfær-
slur á ári. Hópurinn undirbýr nú
sýningu á verkinu L'Enfant et les
Sortileges, eftir franska tónskáldið
Ravel, sem ber heitið Töfraheim-
ur prakkarans. Tveir af kennur-
um skólans stjórna sýningunni;
Sibylle Köll er leikstjóri og Hrönn
Þráinsdóttir tónlistarstjóri. Frum-
sýning verður í Hörpu í fyrstu viku
febrúar. n
myNdir Þormar VigNir guNNarSSoN