Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 27
Helgarblað 8–11. janúar 2016 Kynningarblað - Leikur að læra 9 R etor Fræðsla var stofn- uð árið 2008 og hefur sérhæft sig í íslensku- kennslu fyrir innflytj- endur auk þess að bjóða innflytjendum ýmsa fræðslu á móðurmáli þeirra um land og þjóð. Tungumálakunnátta er lykilatriði í aðlögun innflytj- enda að nýju samfélagi og má fullyrða að félagið veiti nýj- um Íslendingum þjónustu sem er bæði þeim og samfélaginu mjög mikilvæg. Retor Fræðsla lítur svo á að með skipulagðri, skilvirkri og markvissri íslenskukennslu sé stuðlað að því að innflytjendur geti verið virkir þátttakendur í vel upplýstu fjölmenningar- samfélagi. Telur félagið gríðar- lega mikilvægt að fjárfesta í þeim mannauð sem fólginn er í þessum fjölbreytta hópi. Undanfarin ár hefur Retor Fræðsla unnið að þróun sérhæfðs námsefnis fyrir Vinnumálastofn- un sem ætlað er innflytjendum í at- vinnuleit. Helstu úrræði sem þróuð hafa verið fyrir innflutta atvinnuleit- endur eru: Atvinnuleit, Námstækni, Sjálfstyrking, Samfélagsfræðsla, Þjónustulund og Fyrirtækjarekstur ásamt íslenskukennslu á stigum 1–6. Skólastjóri og annar eigenda Retor Fræðslu er Aneta M. Matu- szewska, en hún flutti til Íslands frá Póllandi árið 2001. Hún þekk- ir af eigin raun hvernig er að vera innflytjandi á Íslandi en hún tók strax þá ákvörðun að læra íslensku. Þremur árum síðar var hún byrj- uð að kenna Pólverjum íslensku. Árið 2008 stofnaði hún síðan Retor Fræðslu. Aneta segir að Ísland bjóði upp á fjölbreytt tækifæri fyrir duglegt og eljusamt fólk, sérstaklega fyrir þá sem ná góðum tökum á íslenskri tungu. Innflytjendum, sem tileinka sér lág- marks íslenskukunnáttu, vegnar bet- ur í samfélaginu og aðlögun að ís- lensku samfélagi gengur betur. „Innflytjendur eiga að læra ís- lensku,“ segir Aneta en þjónusta Retor takmarkast þó ekki við ís- lenskukennslu: „Við erum ekki einungis með tungumálakennslu heldur læt- ur Retor sig einnig varða íslenska menningu og siði. Retor hefur verið að þjónusta mjög fjölbreyttan hóp af fólki og við erum mjög ánægð með útkomuna. Nýjustu nám- skeiðin okkar eru íslenska á stigi 6 sem er undirbúningsnám fyrir fólk sem hyggst sækja um íslenskan rík- isborgararétt og svo erum við að undirbúa hagnýtt pólskunám fyr- ir Íslendinga vegna mikillar eftir- spurnar.“ Aneta telur að innflytjendum eigi eftir að fjölga mjög mikið hingað til lands á næstunni samfara þenslu á vinnumarkaði hér. Henni finnst mikilvægt að við drögum lærdóm af innflytjendaskotinu á árunum 2000–2008 hvað varðar íslensku- kennslu fyrir fullorðna innflytjend- ur. Þegar kreppan skall á enduðu of margir mállausir á bótakerfinu. Vinnumálastofnun vann krafta- verk varðandi hversu mörgum heil- brigðum einstaklingum hún skilaði frá sér út á vinnumarkað að nýju. Retor tók þátt í því mikilvæga starfi og þróaði íslenskukennslu í bland við virkniúrræði fyrir Vinnumála- stofnun. Nánari upplýsingar um Retor Fræðslu má finna á heimasíðu fé- lagsins. n Retor Fræðsla: Innflytjendur eiga að læra íslensku myndir Þormar Vignir gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.