Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 24
Helgarblað 8–11. janúar 20166 Leikur að læra - Kynningarblað H ringsjá náms- og starfsendurhæfing er með fjölda námskeiða sem eru sniðin fyrir einstaklinga sem hafa verið frá vinnu- markaði eða námi vegna slysa, veikinda, félagslegra erfiðleika eða annarra áfalla. Í boði er mikið úr- val af öðruvísi og spennandi nám- skeiðum sem hafa hjálpað mörg- um að komast aftur af stað eða í fyrsta sinn til meiri virkni, betri lífsgæða, í frekara nám og út á vinnumarkaðinn. Helga Eysteinsdóttir, forstöðu- maður Hringsjár, hvetur fólk til að skoða heimasíðu skólans til að kynna sér námskeiðin sem eru í boði. Einnig er hægt að panta tíma hjá náms- og starfsráðgjafa til að fá nánari kynningu á námskeið- um og einnig á þriggja anna nám- inu sem er á framhaldsskólastigi. „Starfsemin er alltaf að eflast og aukast í takt við breyttar áherslur í starfsendurhæfingu. Við erum sem dæmi, búin að bæta við heilsu- tengdum fögum í náminu á borð við sundleikfimi, jóga og æfing- um í tækjasal undir eftirliti íþrótta- fræðinga,“ segir Helga. Markmið og sérstaða Hringsjár Markmið Hringsjár er að veita náms- og starfsendurhæfingu fyr- ir einstaklinga, 18 ára og eldri sem vegna sjúkdóma, slysa, fötlunar eða annarra áfalla þurfa á endur- hæfingu að halda til að takast á við nám og/eða að stunda atvinnu á almennum vinnumarkaði. Námið hentar einnig þeim sem hafa litla grunnmenntun eða sértæka náms- erfiðleika. Stefnt er að því að þeir sem útskrifast frá Hringsjá séu fær- ir um að takast á við nám í almenn- um framhaldsskólum og finna störf við hæfi á almennum vinnu- markaði. Endurhæfingin felst í einstaklingsmiðuðu námi í formi styttri námskeiða eða þriggja anna einingarbæru námi með sérhæfðri ráðgjöf og stuðningi. „Sérstaða okkar felst í að bjóða upp á einstaklingsmiðað nám þar sem nemendum býðst samhliða kennslu að nýta sér sérfræðilega ráðgjöf og í ákveðnum tilvikum einstaklingsmiðaða einkakennslu. Í Hringsjá er fyrir hendi mik- il reynsla og þekking á fullorðins- fræðslu. Hér starfar sérmennt- að starfsfólk með víðtæka reynslu úr skólastarfi, atvinnulífi, listum og félagsstarfi sem hefur óbilandi trú á möguleikum hvers og eins til þess að ná árangri,“ segir Helga. Hröð þróun „Skólinn var stofnaður árið 1987 og hefur orðið mikil framþróun í starfsendurhæfingunni sem fer fram í Hringsjá,“ segir Helga. „Til að byrja með var aðeins boðið upp á tölvunámskeið en í dag eru nám- skeiðin orðin ótal mörg og því úr mörgu að velja. Vinsældir skólans hafa aukist í gegnum árin og hefur hann aðstoðað marga við að koma sér aftur af stað hvort sem það er eftir veikindi, áföll eða atvinnu- missi svo dæmi séu nefnd,“ bæt- ir Helga við. Allar upplýsingar um umsóknarferli má finna á heima- síðu skólans. n Skráning í námskeið Hringsjár hafin fyrir vorönn 2016 Myndir ÞorMar Vignir gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.