Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2016, Blaðsíða 36
Helgarblað 8.–11. janúar 201624 Sport Glerhreinsir • Gólfsápa • WC hreinsir Rykmoppur og sápuþykkni frá Pioneer Eclipse sem eru hágæða amerískar hreinsi- vörur. Teppahreinsivörur frá HOST Hágæða hreinsivörur – hagaeda.is og marpol.is – Sími: 660 1942 Frábærar þýskar ryksugur frá SEBO Decitex er merki með allar hugsanlegar moppur og klúta í þrifin. UNGER gluggaþvottavörur, allt sem þarf í gluggaþvottErum einnig með: Marpól er með mikið úrval af litlum frábærum gólfþvottavélum Tilboð fyrir hótel og gistiheimili í apríl/maí! Þjálfarinn: Lars Lagerbäck Lið: Ísland Einfaldleikinn er stundum bestur, í það minnsta fyrir Lagerbäck. Hann þurfti engan her aðstoðarmanna til að koma Íslandi á EM – á kostnað Hollendinga. Lagði grunninn að árangrinum 2014 en fylgdi honum eftir með því að stýra liðinu til sigurs gegn Tékkum og Hollendingum árið 2015. Aðstoðarþjálfarinn: Åge Hareide Lið: Danmörk Lék lykilhlutverk í því að koma Malmö í Meistaradeildina á nýjan leik, eftir miklar mannabreytingar. Hann gerði liðið að meistara á nýjan leik og var valinn þjálfari ársins í Svíþjóð. Eftir umspilsleikina í haust hætti Morten Olsen en Hareide tekur við Dönum í mars. Bekkurinn: n Hannes Þór Halldórsson (NEC og Ísland) n Andreas Granqvist (Krasnodar og Svíþjóð) n Kim Källström (Grasshopper og Svíþjóð) n Alexander Tettey (Norwich og Noregur) n Birkir Bjarnason (Basel og Ísland) n Michael Krohn-Dehli (Sevilla og Danmörk) n Kolbeinn Sigþórsson (Nantes og Ísland) T veir Íslendingar eru í liði ársins í Skandinavíu, sam- kvæmt útnefningu norska dagblaðsins Verdens Gang. Liðið er nú valið í sjötta sinn. Svíar eiga fjóra í byrjunarliðinu en Zlatan Ibrahimovic hefur verið í liði ársins öll árin. Einn Norðmaður er í liðinu, einn Finni og tveir Danir. Þá er Lars Lagerbäck besti þjálfarinn, að mati VG. Gylfi Sigurðsson hefur verið í liðinu í öll skiptin nema eitt. n n VG velur lið ársins í Skandinavíu n Tveir Íslendingar eru í byrjunarliðinu en fjórir Svíar Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Lið ársins á Norðurlöndum K. Schmeichel Aldur: 29 ára Land: Danmörk Lið: Leicester Schmeichel yngri hefur þroskast og tekið framför- um á undanförnum árum. Hann spilaði í fjórðu efstu deild fyrir Notts County 2009–2010 en hefur síðan leikið með Leeds í Champ- ionship og Leicester, sem er spútniklið úrvalsdeildar- innar. Einn besti leikmaður Danmerkur. Martin Olsson Aldur: 27 ára Land: Svíþjóð Lið: Norwich Olsson er fljótur, sterkur og spilar af full- um krafti. Hann líður svolítið fyrir skort á tækni og leikskilningi. Oscar Wendt hjá Borussia Mönchengladbach er flinkari með boltann en Erik Hamren landsliðsþjálfari tekur Olsson fram yfir hann – Wendt til mikillar gremju. Ragnar Sigurðsson Aldur: 29 ára Land: Ísland Lið: Krasnodar Ragnar er fastamaður í einu besta liði Rúss- lands. Í undankeppn- inni reyndist liðum erfitt að skora hjá Íslandi. Svíinn Andreas Granqvist er samherji hans hjá Krasnodar en hefur ekki leikið jafn vel fyrir sænska liðið og Ragnar hefur gert fyrir það íslenska, þó að hann hafi verið góður í umspilsleikjunum við Dani. Simon Kjær Aldur: 26 ára Land: Danmörk Lið: Fenerbahce Kjær á að baki tvö mjög góð ár hjá Lille í Frakklandi en er nú kominn til Fenerbache, sem leikur í Evrópudeildinni. Kjær er miðvörður með góðan leikskilning. Hann nagar sig enn í handarbökin fyrir að hafa ekki passað betur upp á Zlatan í fyrra markinu sem hann skoraði í síðari umspilsleik Dana og Svía – á Parken. Omar Elabdellaoui Aldur: 24 ára Land: Noregur Lið: Olympiakos Draumar Elabdellaoui um riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og Evrópumótið í knattspyrnu urðu að engu í lok árs, þegar liðin hans misstu af sætunum sem voru í boði. Fram að því hafði árið verið gott hjá varnarmanninum. Hann var til að mynda á vellinum í frægum útisigri Olympiakos á Emirates. Oscar Lewicki Aldur: 23 ára Land: Svíþjóð Lið: Malmö Lewicki er gjörsamlega þindarlaus. Hann er kannski ekki mest áberandi leikmaðurinn á vellinum en var í lykilhlutverki þegar Svíar unnu Evrópumót U21-árs liða í sumar. Hann var á síðasta ári einn besti leikmaður Svíþjóðarmeistara Malmö og hefur tryggt sér byrjunarliðssæti í sænska landsliðinu. Albin Ekdal Aldur: 26 ára Land: Svíþjóð Lið: Hamburg Fantagóður leikmaður sem er bæði góður í vörn og sókn. Þýskir stuðningsmenn völdu kaupin á leikmanninum þau bestu í sumar en hann lék áður í Serie A á Ítalíu. Var fjarri góðu gamni vegna meiðsla í haust þegar umspilsleikirnir fóru fram. Christian Eriksen Aldur: 23 ára Land: Danmörk Lið: Tottenham Erkisen er ekki eins iðinn við kolann fyr- ir framan markið og á síðustu leiktíð en er engu að síður leikmaður sem býr yfir miklum gæðum. Á eftir að sanna sig með landsliðinu og féll í skugga Zlatans í einvíginu í haust. Roman Eremenko Aldur: 28 ára Land: Finn- land Lið: CSKA Moskva Leikmenn eins og Eremenko vaxa ekki á trjánum. Finninn, fæddur í Moskvu, gekk í raðir CSKA eftir að hafa leikið með Rubin Kazan í fyrra. Stýrir leiknum eins og herforingi og er bæði flinkur sendingamaður og markaskorari. Var valinn leikmaður ársins í Rússlandi 2014–2015. Ekkert hefur gengið hjá CSKA eftir að Eremenko meiddist. Liðið hefur tapað þremur af síðustu fimm deildarleikjum. Gylfi Þór Sigurðsson Aldur: 26 ára Land: Ísland Lið: Swansea Var sjóðheitur á síðustu leiktíð, bæði hjá Swansea og landsliðinu, en hefur verið síðri í haust, þó að hann hafi skorað um síðustu helgi. Óhemju duglegur og flinkur leikmaður. Framlag hans reið baggamuninum á móti Hollandi í haust og raun í allri undankeppn- inni, þar sem hann skoraði sex mörk. Zlatan Ibrahimovic Aldur: 34 ára Land: Svíþjóð Lið: PSG Í sérklassa þegar kemur að leikmönnum frá Skandinavíu, enda einn sá albesti í heimi. Sá eini sem hefur verið í draumaliði VG á hverju ári síðan 2010. Sigraði Dani nær einn síns liðs í umspilinu, þar sem hann átti draumakvöld í heimabænum Malmö. Zlatan er langbesti leikmaður Norðurlandanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.