Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Síða 14
Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 201614 Fréttir Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is M.BENZ C 180 CDI 07/2014, ekinn 39 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. OKKAR BESTA VERÐ 5.490.000 kr. Raðnr.254586 BMW 520D XDRIVE M-PACK F10 04/2015, ekinn 5 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. OKKAR BESTA VERÐ 8.750.000 kr. Raðnr.254416 AUDI A6 2.0 TDI S-LINE 08/2014, ekinn 16 Þ.km, disel, sjálfskiptur, gríðarlega vel búinn! Verð: 7.980.000 kr. Raðnr.254356 M.BENZ E 200CDI T BLUETEC AVANTGARDE 11/2014, ekinn 28 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur. Verð: 6.990.000 kr. Raðnr.254418 AUDI A6 2.0 TDI 05/2012, ekinn 50 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. OKKAR BESTA VERÐ 6.290.000 kr. Raðnr.254089 framtíðarfyrirkomulag deildar­ innar. Það gerir hún áfram og kannski gengur það nú hraðar fyrir sig. Þessar breytingar eru komn­ ar á eftir áætlun, miðað við þann tímaramma sem við erum að vinna með. Hún er áfram aðstoðaryfir­ lögregluþjónn, með sama kaup, sömu kjör. Ef fólk er að velta því fyrir sér hvort þetta tengist heim­ sókn hennar til innanríkisráðherra, þá gerir það það alls ekki.“ Verkefnið er þá endurskipulagning þessarar deildar lögreglunnar? „Eitt af því sem var ákveðið í sumar, í skipulagsbreytingun­ um, var að breyta þessari ein­ ingu. Þetta var áður þannig að við vorum með þrjár miðlægar deildir. Það var fjármunabrota­ deild, skipulagða brotastarfsemi [Fíknó, eins og hún er betur þekkt í daglegu tali, innsk. blm.] og of­ beldisbrotadeild þar sem rann­ sökuð voru m.a. kynferðis brot. Nú verða þetta tvær deildir. Kynferðis­ brotadeildin verður önnur þeirra og mun einungis fara með verk­ efni tengd þeim málaflokki. Síðan verður deild sem heitir skipulögð brotastarfsemi. Þar verður milli­ stjórnendum fjölgað og verkefni þeirra sérhæfð. Þeir verða fagleg­ ir stjórnendur. Þá verður mansal og vændi til dæmis gert að sér­ stökum þætti. Uppröðuninni verður breytt og málaflokkarnir verða byggðir á áhersluatriðum Europol,“ segir Sigríður og segist vonast til að þessari innleiðingu verði fljótlega lokið. Skilur áhugann Eins og þú lýsir því sjálf, er lög- reglan stofnun almennings. Er óeðlilegt að það sé mikill áhugi á málefnum hennar? „Ég skil þennan áhuga. Það eru tvö mál til rannsóknar sem tengj­ ast þessari tilteknu deild. Það hefur tekið sinn toll. Við verðum að njóta trausts. Ég held að það hafi verið mjög gott að fá utanaðkomandi, hlutlausan aðila, sem tengist ekki þeim óróleika sem hefur verið við­ loðandi deildina um talsvert skeið, til að byggja upp.“ Er aðkallandi að stofna ytra eftirlit með lögreglunni? „Við höfum verið tilbúin til þess lengi og höfum kallað eftir því. Hvernig slíkt eftirlit yrði útfært er svo önnur saga. Það þarf að horfa á nágrannalöndin, hvað hefur gefið bestan árangur þar. Þetta er líka lögreglunnar að hafa trú á að það sé sanngjarnt og eðlilegt kerfi. Við þurfum að hafa eftirlitskerfi sem virðir trúnaðarskylduna. Við getum illa varið okkur út á við vegna hennar. Mál eru oft flutt í fjölmiðlum og þá getur verið erfitt fyrir okkur að svara fyrir þau. Þá erum við að brjóta trúnað og/eða fórna rannsóknarhagsmunum. En ytra eftirlit væri mjög skynsamlegt.“ Vaxtarverkir Verkefni sem Sigríður Björk hefur meðal annars lagt áherslu á er að koma á verklagsreglum í tengslum við útköll lögreglunnar í heimilis­ ofbeldismálum. Það hefur gefið góða raun, en á sama tíma hefur verk efnaálagið í málaflokknum auk­ ist umtalsvert með tilheyrandi vaxt­ arverkjum. „Það er góð­ ur grunnur hjá embættinu og þar er unnið mjög gott starf í öllum deildum. Við höfum unnið að því að færa embættið nær almenningi og notkun á samfélags­ miðlum hefur verið skref í þá átt. Mínar áherslur hafa verið, eins og ég sagði strax í upphafi, að reyna að mæta þolendum meira en gert hefur verið. Heimilisofbeldismálum sem rata inn á borð lögreglunnar fjölgaði úr 20 í 50 mál á mánuði. Ég lít á það með jákvæðum huga, mér finnst það góð tilhugs­ un að 400 fleiri heimili hafi fengið aðstoð, þó að það sé sorglegt á sama tíma. En þetta er ekki bara refsistefna, það er komið inn á heimilið til þess að styðja við þolendur og börn og bjóða gerend­ um aðstoð. Það er líka verið að refsa í þessum málum eins og öllum öðr­ um ofbeldismálum. Ég held að við uppskerum ekki endilega úr þessu verkefni fyrr en eftir einn til tvo ára­ tugi, en það verður bara að hafa sinn gang.“ Miðað er að því að ná til einstak­ linga, og breyta lífi barna og ung­ menna og gera líf þeirra betra. Hug­ myndin er að með því að ná til þeirra snemma þá sé hægt að breyta fram­ tíð þeirra. Koma í veg fyrir áhættu­ hegðun og að þau falli í sama farið. Með því er markmiðið að hægt sé að draga úr afbrotatíðninni í framtíð­ inni. Annað verkefni, sem einnig var innleitt á höfuðborgarsvæðinu, er að sinna ungmennum á glapstigum, sem láta sig hverfa frá heimili sínu – eru eins og það er kallað „í stroki“. „Verkefnið var fyrst sett af stað að frumkvæði ríkislögreglustjóra sem fannst það óviðunandi í hvaða farvegi málefni þessara ungmenna væru. Við ákváðum í sameiningu að finna mann sem við treystum fyrir verkefninu, Guðmund Fylkis son, og í kjölfarið ákvað velferðar­ ráðuneytið að styrkja verk­ efnið fjárhagslega. Við héld­ um að við myndum þurfa að laga verkferlana, en það sem við lærðum í leiðinni er að það skiptir miklu máli hvaða persóna er í samskiptum við krakkana. Þetta eru persónuleg sam­ skipti og persónu­ legt traust.“ Það er þá vænt- anlega eitthvað sem má heim- færa á fleiri málaflokka? „Já. Þetta er hugmyndin í heimilisof­ beldismálun­ um. Að það séu sömu lögreglu­ mennirnir sem stýra út­ kallinu og fari í eftirfylgni á heimilið viku seinna (innan viku frá atburði). Það hefur reynst erfitt í framkvæmd hjá okkur á höfuð­ borgarsvæðinu, en var auðveldara á Suðurnesjum. Það er vegna þess valkvæða vinnutíma sem lögreglu­ menn hafa hér. Það er ekki víst að fólk nái því. Rannsóknarlögreglu­ menn fara í eftirfylgniviðtöl en mál­ in eru mörg á sumum stöðvum og oft á tíðum erfitt að finna sameigin­ legan tíma með barnavernd og fé­ lagsþjónustu. Við erum að skoða hvernig við getum komið til móts við þær ábendingar og finna leið til að samþætta betur félagsþjónustuna og lögregluna. Við þurfum að slípa verklagið, því þetta eru svo miklu fleiri mál en búist var við.“ Samkvæmt nýju skipuriti verður sjónum einnig beint að kynferðis­ brotadeildinni og skipulagðri brota­ starfsemi. Sigríður bendir á að birtingarmynd þess síðarnefnda breytist hratt. „Við megum ekki vera föst í ákveðnum hólfum. Netglæp­ ir eru til dæmis vaxandi málaflokk­ ur í öllum löndum núna. Við erum að skoða hvernig má gera betur hér á landi. Það þýðir ekki að hrósa sér fyrir það að innbrotum á heimili eða í fyrirtæki sé að fækka, ef netinn­ brotum fjölgar. Kröfurnar eru aðr­ ar á lögreglumennina, þeir þurfa að kunna að tryggja rafrænan vettvang glæps eins og aðra.“ Er lögreglan í stakk búin til að takast á við þessi mál? „Við erum að styrkja þennan þátt, tækni­ og tölvuþekkinguna. Við viljum nýta það sem við höfum betur og horfa til framtíðar, meðal annars með því að auka samstarf á milli stofnana.“ Fólk grípur mikið til eigin ráða, til að ná fram einhvers konar félagslegu réttlæti sem það telur sig ekki geta sótt annað. Hvernig hyggst lögreglan mæta því? „Við skiljum það og ég held að við eigum að hlusta. Lögreglan er hér til þess að þjóna fólkinu. Við erum þjónustustofnun sem er fjár­ mögnuð af skattfé. Við megum ekki gleyma því. Við eigum ekki að snúast um okkur sjálf, heldur fólkið sem við erum að þjóna. Við eigum að endur­ skoða starf okkar, sjá hvað við getum gert betur. En það er ekki þar með sagt að það sé allt ómögulegt sem við erum að gera. Þvert á móti er til stað­ ar góður grunnur sem er alltaf hægt að byggja ofan á. Við erum með gott og fært fólk. Ég dáist að starfsmönn­ um lögreglu, þeir koma inn í erfið­ ar aðstæður og þeirra við­ mót og fagmennska breytir mjög miklu til hins betra.“ n „Það tekur nærri sér að heyra og lesa að allt logi í illdeilum, því það sé sannarlega ekki þeirra upplifun Erfiðar ákvarðanir „Það er verið að taka erfiðar ákvarðanir,“ segir Sigríður Björk. Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.