Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Blaðsíða 28
Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 201624 Fólk Viðtal einhverjum sniðugum tilgangi. En hvernig datt Loga í hug að kaupa sér 300 þúsund króna gull- bindi? „Ég sá þetta á einhverri síðu og náði því ekki úr hausnum á mér. Hugsaði mikið um hvað þetta væri kúl. Þetta er algjörlega einstakt bindi. Það myndi líklega engum detta í hug að kaupa það, nema mér. Ég keypti það svo í einhverju hvatvísiskasti eftir miðnætti.“ Logi fór svo sjálfur út og sótti bindið en þegar heim var komið þurfti hann að sjálfsögðu að borga af því hin ýmsu gjöld og tolla, sem hann hafði ekki alveg gert ráð fyrir. „Ég hugsaði ekki alveg svo langt en mér fannst þetta sleppa, svo erfir litli guttinn þetta,“ segir hann kíminn og vís- ar þar til fimm ára sonar síns sem finnst pabbi sinn mjög svalur. Tapaði öllum peningunum En þrátt fyrir að hafa leyft sér kaup á 300 þúsund króna bindi segist Logi alls ekki vera ríkur. „Ég myndi segja að á árunum 2008 og 2009 hafi ég getað sagst eiga pening. En út af fasteignabraskinu þá hef ég þurft að vinna mig upp aftur, alveg frá núlli. Eiginlega úr mínus. Það fór allt.“ Hann viðurkennir að það sé ansi súrt að sitja eftir slyppur og snauður eftir svo mikla velgengni í atvinnumennskunni. „Ég var búinn að sjá fyrir mér að ég kæmi heim með hundruð milljóna á reikningn- um. Að ég ætti nokkrar íbúðir úti í Þýskalandi og væri vel stæður eft- ir tíu ár í viðbót í atvinnumennsk- unni. Sem ég sá fyrir mér að spila. En svo var þessu öllu kippt und- an mér. Allt gerðist á sama tíma. Ég meiðist og íbúðavesenið byrjar.“ En fátt er svo með öllu illt að það boði ekki eitthvað gott. Þegar allt virtist vera að hrynja kom óvæntur gleðivaldur inn í líf hans. Ástin bankaði á dyrnar. Hann kynntist konunni sinni sem reyndist hon- um stoð og stytta í erfiðleikunum sem fram undan voru. „Við fund- um hvort annað og stuttu síðar ákváðum við að ráðast í barneign- ir og búa til fjölskyldu. Hún er búin að standa með mér í gegnum allt saman. Þegar hún kom með mér út til Þýskalands fór ég beint í aðgerð. Ég var í raun ekki handboltamaður eftir að við kynntumst,“ segir Logi hlæjandi. „Við erum ofboðslega ólík. Eins svart og hvítt og það getur orðið. En þvílíkt jafnvægi sem það gerir. Hún er eins mikið á jörðinni og hægt er á meðan það þarf að rífa mig niður úr skýjunum.“ Mamma hvatti hann til dáða Logi er mikill fjölskyldumaður og hefur alltaf verið í góðu sambandi við fjölskyldu sína. Faðir hans, Geir Hallsteinsson, var fyrsti at- vinnumaðurinn í handbolta á Ís- landi og bæði þjálfaði soninn og hvatti til dáða. Foreldrar hans voru hans helstu klappstýrur á atvinnu- mannsferlinum og komu oft út til Þýskalands að heimsækja drenginn sinn. Mamma hans var sérstaklega dugleg að passa upp á hann og gefa honum heilræði. „Hún sagði mér alltaf að vera bara ég sjálfur. Og ekki láta neinn segja mér að ég gæti ekki eitthvað. Hún á örugglega stóran þátt í þessu mikla sjálfstrausti sem ég hef tileinkað mér og búið til með tímanum. Það fæðist nefnilega enginn með sjálfstraust. Það er eitt- hvað sem maður byggir upp, eins og viljastyrkinn. Mamma átti risa- stóran þátt í því að móta mig sem einstakling.“ Logi talar af mikilli hlýju um móður sína, sem var frá- bær listakona og teiknaði og mál- aði nokkrar myndanna sem prýða veggi heimilisins. Í orðum Loga má einnig greina söknuð, þrátt fyr- ir að móðir hans sé enn á lífi. Hún glímir hins vegar við alvarleg veik- indi og er í dag aðeins skugginn af sjálfri sér. Með sjaldgæfan heilasjúkdóm „Ofan á allt saman, þegar ljóst var að ferillinn væri búinn, og ég kom- inn heim, þá veiktist mamma. Fyrst fékk hún krabbamein og svo fékk hún sjaldgæfan heilasjúkdóm sem gerir það að verkum að hún lam- ast öll smám saman. Það eru mjög fáir með þennan sjúkdóm. Þetta er hrörnunarsjúkdómur – eigin- lega systursjúkdómur Alzheimers. Hún er komin í hjólastól, getur ekki talað eða tjáð sig með nein- um hætti. Hún er bara þarna í stól og getur ekkert gert. Það er ótrú- lega erfitt að horfa upp á það. Mað- ur veit ekki alveg hvernig maður á að vera í svona aðstæðum. Þetta er svo skrýtið. Ég veit ekki einu sinni hvort hún skilur mig,“ segir Logi einlægur. „Það breytir manni að lenda í svona áföllum á lífsleiðinni. En maður get- ur svolítið val- ið hvort það eigi að breyta manni til hins betra eða hvort maður sökkvi sér í nei- kvæðni.“ Faðir Loga er hins vegar stálhress og sinnir konunni sinni af mikilli alúð. „Þú ætt- ir að sjá hann með mömmu. Þvílíkt hjarta- lag. Hann setur hana ekki einu sinni á hjúkr- unarheimili. Kallinn er sjötugur. Hann er búinn að breyta öllu húsinu, stækka hurðirnar og flytja inn sjúkrarúm. Hann drösl- ar henni út um allt, gefur henni að borða og það er engin eftirgjöf. Það eru allir búnir að segja við hann að þetta sé algjör vitleysa, en hann er alveg staðfastur með það að hafa hana heima.“ Myndi ekki vilja tengjast liðinu í dag Þrátt fyrir að Logi hafi kúplað sig út úr handboltanum hefur hann enn- þá sínar skoðanir, eins og sést hef- ur í EM-stofunni. Það er því ekki úr vegi að lokum að spyrja aðeins út í slakt gengi íslenska liðsins á mótinu og hvað hann telji að gerist núna innan HSÍ. „Það hefur verið ofboðs- lega lítil endurnýjun í þessu lands- liði og Aroni Kristjánssyni bara mistókst sem þjálfara. Ég held að það þurfi ein- hvern nagla í þetta núna. Einhvern sem borin er mikil virðing fyrir. Besti kosturinn væri auð- vitað gaur eins og Dag- ur Sigurðs- son, en það er fullt af körlum sem geta kom- ið og tekið við þessu. Ég hef meiri áhyggjur af því sem er fram und- an, við erum svo langt á eft- ir í yngingu liðsins. Við fórum með besta liðið sem við gátum teflt fram á EM og þetta var lélegt. Punkt- ur. Þegar menn bregðast svona þá verða þeir að stíga til hliðar, eins og Aron gerði. Ég myndi ekki einu sinni treysta mér í að tengjast þessu landsliði í dag. En ég held að þessi lélegi árangur á þessu móti sé það besta sem gat komið fyrir okkur. Nú verður allt stokkað upp. Það fer allt í naflaskoðun. Það er löngu kominn tími á það.“ n „Út af fasteigna- braskinu þá hef ég þurft að vinna mig upp aftur, alveg frá núlli. Eiginlega úr mínus. Það fór allt. Niðursokkinn Logi hefur í nógu að snúast sem einkaþjálfari og námsmaður. Þá hefur hann líka verið að hanna snjallsímaforrit. Móðir hans málaði myndina á veggnum, áður en hún veiktist. Í dag getur hún ekki haldið á pensli. Talar upp sjálfstraustið Logi talar við sjálfan sig í spegl- inum á morgnana og líka áður en hann fer í sjónvarpsviðtöl. Segir sjálfum sér hvað hann sé frábær. Útsalan er hafin 30-50% afsláttur af öllum útsölufatnaði Sjáðu úrvalið á tiskuhus.is Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur Sími: 571-5464 Stærðir 38-54

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.