Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2016, Side 40
36 Menning Helgarblað 29. janúar–1. febrúar 2016 Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Fækkaðu hleðslu- tækjum á heimilinu með því að hlaða snjall- símann og stærri raftæki á einum og sama staðnum Tengill með USB Sniðug lausn fyrir hvert heimili og fyrirtæki Hafðu samband við okkur eða næsta löggilda rafverktaka Hugarvíl Önnu Fram hjá er fyrsta skáldsaga Jill Alex- ander Ess- baum, en hún er bók- mennta- prófessor. Aðalpersóna bókarinnar er Anna, heimavinnandi húsmóðir, sem á í ýmsum kynlífs- samböndum utan hjóna- bands sem færa henni enga hugarró. Nýjar bækur Lágstemmd saga Nóvella Halldóru Thoroddsen, Tvöfalt gler, fékk Fjöru- verðlaunin 2016 og þar er gamalt fólk í forgrunni. Í rökstuðningi dómnefnd- ar Fjöruverðlaunanna er sagan sögð lágstemmd og fögur. Prettir og svik Hin hollenska Ida Simons er höfund- ur skáld- sögunnar Fávís mær. Hin tólf ára gamla Gittel kynnist á milli- stríðs- árunum ættingj- um sín- um í Antwerpen og kemst einnig í kynni við pretti og svik. Bókin kom fyrst út árið 1959 en hefur verið endurútgefin og þýdd á fjölmörg tungumál. Tónlistarævintýri um öðruvísi kóng Glænýtt verk Báru Grímsdóttur frumflutt í Hörpu Æ vintýrið af Sölva og Oddi kóngi er glænýtt tónlistarævintýri eftir Báru Grímsdóttur. Verkið verður frum- flutt í Norður ljósasal Hörpu næst- komandi laugardag klukkan 12 og er dag skráin hluti af Myrkum músíkdögum. Það var Töfrahurð, tónlistar útgáfa sem hefur að mark- miði að auka framboð af tónlistar- efni fyrir börn, sem pantaði verkið af Báru. Auk þess að semja tónlistina við verkið skrifaði Bára söguna sem er byggð á íslenskum ævintýrum og þjóðsögum. Helgi Zimsen er höf- undur söngtexta. Níu manna hljóm- sveit sér um flutning og meðal hljóð- færa sem leikið er á eru saxófónn, flauta, fagott, fiðlur, lágfiðla, selló, harmon ikka og ásláttar hljóðfæri. Magnús Ragnarsson stjórnar hljómsveitinni. Verkið tekur tæpan klukkutíma í flutningi og söngkonan Margrét Eir er sögumaður. „Ég hafði Margréti í huga þegar ég var að vinna verkið, hún bæði segir söguna og syngur,“ segir Bára. „Stúlkur úr stúlknakór Neskirkju syngja með henni í viðlögum og stúlkur úr List- dansskóla Íslands sjá um dansinn sem Guðmundur Helgason samdi. Þar sem sagan sem er sögð er nokk- uð flókin ákvað ég að hafa tónlistina létta og grípandi og henni svipar að nokkru leyti til stílsins sem einkennir rímnalög, hvað varðar ritmann.“ Karlmaður og álfkona Um söguþráð verksins segir Bára: „Sagan segir frá sagnamanninum Sölva sem fær vinnu hjá Oddi kóngi. Þegar Sölvi kveður móður sína segir hún honum að hún hafi eitt sinn verið sótt til að taka á móti barni í álfheimum og fengið að launum lukkustein sem var huliðs steinn. Hún gefur syni sínum steininn sem kveðjugjöf. Sölvi fékk vinnu hjá kóngi með því skilyrði að hann verði að segja kónginum á sumardaginn fyrsta á hvaða hátt hann sé öðruvísi en aðrir. Sölvi gengur að því en fer fram á að fá að sofa í sama herbergi og kóngurinn. Á jólanótt fer Oddur út úr herberginu og Sölvi nýtir sér töfra huliðssteinsins og læðist á eftir honum. Kóngurinn fer inn í álfa- borg og Sölvi sömuleiðis. Sölvi sér þá að Oddur er ekki lengur kóngur heldur álfadrottning og það eru álfa kóngur og börn sem bíða hans. Veisla er haldin í höllinni og Sölvi heyrir á tali þeirra hjóna að mikil- vægt sé að gátan um Odd sé leyst því annars muni Oddur deyja. Sölvi hverfur á braut og er lagstur upp í rúm þegar Oddur snýr aftur í karl- mannsklæðum. Á sumardaginn fyrsta segir Sölvi við Odd að honum fari best rauði drottningarkjóllinn. Þá er álögunum létt. Allt fer því vel á að lokum. Þetta er meginsagan en inn í hana eru fléttaðar alls konar sögur. Ævin týrið um Odd kóng er til í ýmsum gerðum en það er einungis í einni þeirra sem karlmaður er álf- kona í álfheimum. Vinkona mín, Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur, hefur rannsakað sagnafólk og komist að því að líf þess endur- speglast oft í þeim ævin týrum sem það segir. Sú eða sá sem sagði frá sögunni af Oddi hefur kannski upp- lifað sig sem annað kyn og um leið varð þessi útgáfa til.“ Söng uppi á réttarvegg Bára, sem er tónmenntakennari að mennt, er tónskáld, kórstjóri og söngkona og er meðal annars þekkt fyrir flutning sinn á íslenskum þjóðlögum. Hún er formaður Kvæðamanna félagsins Iðunnar. Ævintýrið af Sölva og Oddi kóngi er fyrsta stóra verkið sem hún semur fyrir börn. Hún er spurð um áhuga barna á tónlist og segir: „Börn eru afar áhugasöm um tónlist. Þau eru auðvitað mismunandi og sum greinilega mun áhugasamari en önnur og byrja að dansa og syngja með þegar þau heyra tónlist.“ Bára var sjálf kornung þegar tónlistar- áhugi hennar kom í ljós. „Mamma sagði mér að ég hefði farið að syngja áður en ég fór að tala. Í sveitinni í Vatnsdalnum var mér snemma stillt upp á réttarvegginn og ég látin syngja fyrir fólkið og pínulítil fór ég á kirkjukórsæfingar með foreldrum mínum. Eitt sinn sat ég á gólfinu heima og hlustaði á útvarpið og fór að leika stjórnanda og þá vildi afi minn meina að ég ætti eftir að verða kórstjóri.“ – Sem hún seinna varð. Töfrahurð gefur út Ævintýrið um Sölva og Odd kóng á bók í júní með myndum eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur, en þeim myndum verður einmitt varpað á vegg á tón- leikunum í Hörpu. Geisladiskur með flutningi á verkinu mun fylgja bókinni. n Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bára Grímsdóttir „Í sveitinni í Vatns- dalnum var mér snemma stillt upp á réttarvegginn og ég látin syngja fyrir fólkið.“ Mynd ÞorMar ViGnir GunnarSSon „Þar sem sagan sem er sögð er nokkuð flókin ákvað ég að hafa tónlistina létta og grípandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.