Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 8
8 Neytendur Helgarblað 26.–29. febrúar 2016
Tveggja vikna linsur seldar
sem mánaðarlinsur
n Eigandi Optical Studio segist fyrst og fremst vera að gæta hagsmuna viðskiptavina
E
igendur Optical Studio, sem
rekur þrjár gleraugnaversl-
anir hérlendis, eru með um-
boð fyrir linsur frá John-
son & Johnson. Fyrirtækið
selur tegundina Acuvue Oasys sem
mánaðarlinsur en samkvæmt upp-
lýsingum á heimasíðu Johnson &
Johnson er ráðlagður notkunartími
aðeins tvær vikur. Augnlæknir segir
að ýmsar hættur geti skapast vegna
ofnotkunar á linsum, meðal annars
svæsnar augnsýkingar auk þess
sem sá tími sem notendur geta not-
að linsur styttist. Að sögn Kjartans
Braga Kristjánssonar, aðaleiganda
Optical Studio, eru hagsmunir not-
enda hafðir að leiðarljósi hjá fyrir-
tækinu. Linsurnar dugi mun lengur
en framleiðandi heldur fram.
34% verðmunur
Blaðamaður DV fór í verslun Optical
Studio í Smáralind og óskaði eftir
mánaðarlinsum að ákveðnum styrk-
leika. Án nokkurra ráðlegginga
var blaðamanni afhentur pakki af
Acuvue Oasys. Á pakkanum sjálfum
kemur ekkert fram varðandi ráðlagð-
an notkunartíma, þær upplýsingar
eru aðeins aðgengilegar á heima-
síðu Johnson & Johnson. Pakki af
Acuvue Oasys kostar 7.000 krónur
hjá Optical Studio og eru sex linsur
í hverjum pakka. Auðvelt er að skrá
sig í netklúbb fyrirtækisins þar sem
viðskiptavinir fá 20% afslátt af vör-
unni. Endanlegt verð yrði þá 5.600
krónur á hvern pakka. Til saman-
burðar kosta sambærilegar linsur
Air Optix Aqua um 10.000 krónur
hjá samkeppnisaðilum. Hver pakki
af þeirri tegund inniheldur einnig
sex linsur. Þær verslanir sem DV
hringdi í bjóða upp á 25% afslátt
gegn skráningu í netklúbb og því er
endan legt verð 7.500 krónur. Verð-
munurinn er 34% á þessum tveimur
tegundum og því má ætla að það sé
talsvert samkeppnisforskot sem felst
í því að selja tveggja vikna linsur sem
mánaðarlinsur.
Nokkur alvarleg tilvik á ári
Sjóntækjafræðingar sem DV ræddi
við eru almennt á einu máli um að
linsur séu framleiddar þannig að
þær dugi lengur en auglýst er. Ástæð-
an er sú að fæstir muna eftir því að
skipta um sett af linsum upp á dag.
Þess vegna er ekki mjög alvarlegt þó
að mánaðarlinsa sé notuð nokkrum
vikum eftir að ráðlagðan endingar-
tíma. Því ætti ekki að vera mikil
hætta á ferðum þó að tveggja vikna
linsa, eins og Acuvue, sé notuð í
mánuð en öðru gegnir ef slík linsa er
notuð í 6–8 vikur. „Ég hef ekki upp-
lýsingar um að einhver tilvik tengist
þessari linsutegund sérstaklega.
Hins vegar koma upp nokkur tilvik
á ári þar sem við fáum inn á borð til
okkar alvarleg tilvik sem eru tilkom-
in vegna rangrar notkunar á linsum.
Í sumum tilvikum er skaðinn óaftur-
kræfur,“ segir Sigríður Þórarinsdóttir,
augnlæknir á Augndeild Landspítala
Háskólasjúkrahúss.
Sigríður segir það helgast af því
að hornhimna augans getur ekki
endurnýjað sig án þess að eftir standi
ör. „Röng notkun á linsum getur gert
augað berskjaldaðra fyrir sýkingum.
Það segir sig sjálft að eftir því sem
linsan er notuð lengur þá er lík-
legra að á hana setjist óhreinindi og
að hún rifni. Það getur gert rispur
á hornhimnuna sem leiðir til bakt-
eríusýkinga,“ segir Sigríður. Röng
notkun getur einnig leitt til þess að
einstaklingar myndi smátt og smátt
óþol fyrir linsunni. „Þá fá þeir strax
óþægindi þegar að þeir setja linsuna
í augað,“ segir Sigríður.
Duga lengur en
framleiðandi segir
„Þú getur rétt ímyndað þér að ég væri
til í að selja helmingi meira magn af
Acuvue-linsum. Við erum hins vegar
fyrst og fremst að gæta að hagsmun-
um viðskiptavina og það er okkar mat
að ef viðskiptavinir hlýta ráðlegging-
um okkar um að sofa ekki með
linsurnar þá dugi þær mun lengur
en Johnson & Johnson heldur fram,“
segir Kjartan Bragi Kristjánsson. Að-
spurður af hverju Johnson & Johnson
mæli aðeins með tveggja vikna notk-
un segir Kjartan: „Framleiðandinn er
að stuðla að aukinni sölu hjá sér með
því að hvetja viðskiptavini til þess
að skipta örar um linsur. Johnson &
Johnson hefur legið undir gagnrýni
fyrir að ráðleggja neytendum að sofa
með linsurnar (e. extended use) og
hefur dregið talsvert í land undan-
farið um hversu lengi linsurnar duga
með slíkri notkun.“
Deilir á landlæknisembættið
Kjartan gefur lítið fyrir mögulegar af-
leiðingar rangrar notkunar á linsum.
„Þetta er rökræða fram og til baka.
Við höfum átt gott spjall við augn-
lækna og teljum að ef notandinn sef-
ur ekki með linsurnar þá sé hann í
góðum málum,“ segir Kjartan. Hann
segir hins vegar að nauðsynlegt sé að
taka á því vandamáli að ófaglærðir
séu að selja linsur án nauðsynlegrar
sérfræðiráðgjafar. „Sjóntæknifræð-
ingar eru lögverndað starfsheiti en
það er alltof algengt að ófaglærðir
einstaklingar séu að selja linsur hér-
lendis. Landlæknisembættið á að
hafa eftirlit með slíku en það hefur
alveg brugðist sínu hlutverki,“ segir
Kjartan. n
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Sigríður Þórarinsdóttir augnlæknir
Segir nokkur alvarleg tilvik á ári hverju þar
sem einstaklingar verði fyrir óafturkræfum
skaða vegna rangrar notkunar á linsum.
Acuvue Oasys
Linsurnar eru
seldar í verslunum
Optical Studio sem
mánaðarlinsur en
framleiðandinn
mælir með því að
þær séu aðeins
notaðar í tvær
vikur.
MyND 123rf.cOM
FermingargjöFin í ár!
kemur í allar verslanir n1 þann 1. mars nk.
Þráðlausu Touch heyrnartólin eru seld á N1 um allt land.
Hægt að tengja við síma, ipad og öll bluetooth tæki.
Einnig er hægt að svara í símann með þeim.