Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Síða 11
Helgarblað 26.–29. febrúar 2016 Fréttir 11 Hærri laun eftir fimm ár í frosti n Árslaun Friðriks Sophussonar í Íslandsbanka hækkuðu um 1,5 milljónir n Allt að 22% hækkun L aun Friðriks Sophussonar, stjórnarformanns Íslands­ banka, hækkuðu um 20 pró­ sent í fyrra frá árinu áður, en samþykkt var á síðasta aðal­ fundi bankans að hækka verulega laun stjórnarmanna þar sem þau hefðu staðið í stað árin þar á undan. Hækkanirnar sem samþykktar voru skila sér í því að stjórnarformaður­ inn fær einni og hálfri milljón meira á ári í þóknun fyrir stjórnarsetu sína og störf í undirnefndum stjórnar. Aðrir stjórnarmenn hækka margir sömuleiðis um tugi prósenta. Tilefni til hækkunar DV greindi frá því í mars í fyrra að samþykkt hefði verið á aðalfundi Ís­ landsbanka að hækka fasta þóknun stjórnarmanna bankans um 14,3 prósent á mánuði og þóknun fyr­ ir setu í undirnefndum stjórnar um 25 prósent. Það var ISB Holding, dótturfélag Glitnis, sem þá hélt utan um 95% hlut slitabúsins í Ís­ landsbanka þar til nýlega, sem lagði fram tillögu um hækkun stjórnar­ launa fyrir aðalfundinn sem fram fór 25. mars í fyrra. Stjórnarformað­ ur ISB Holding sagði í samtali við DV þá að talið hafi verið tímabært að endurskoða greiðslur til stjórn­ armanna, sem höfðu þá ekki hækk­ að í fimm ár. Þessar hækkanir gerðu það að verkum að heildarlaun stjórnar­ manna hækkuðu á bilinu 15 til 22 prósent í fyrra frá fyrra ári eins og þau birtast í ársreikningi Íslands­ banka sem birtur var þriðjudaginn síðastliðinn. Ágætis búbót Friðrik Sophusson er bæði formað­ ur stjórnar Íslandsbanka og situr í í tveimur undirnefndum stjórn­ arinnar. Þar af er hann formaður í einni þeirra og fær því 50 þúsund króna álag á mánuði af þeim sök­ um. Heildarmánaðarlaun Friðriks hækka úr 625 þúsund krónum í 750 þúsund krónur, eða um 125 þús­ und krónur á mánuði milli ára. All­ ir sjö stjórnarmenn bankans sitja í tveimur undirnefndum, en fjór­ ir þeirra eru að auki formenn við­ komandi nefnda. Hækka mest Laun Marianne Økland, varafor­ manns stjórnar, og Neil Graeme Brown hækka mest eða 22,2 prósent milli ára. Á mánuði fá Marianne og Neil hækkun um 100 þúsund krón­ ur á mánuði, hækka úr 450 þúsund krónum í heildarlaunum á mánuði í 550 þúsund krónur. Samkvæmt ársreikningi námu heildargreiðsl­ ur til stjórnar, fyrrverandi stjórn­ armanna og varamanna alls 47,2 milljónum króna á síðasta ári. Eins og greint var frá á dv.is á þriðjudag skilaði Íslandsbanki 20,6 milljarða króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári. Íslandsbanki er í dag að fullu í ríkiseigu eftir að Glitnir af­ henti íslenska ríkinu bankann sem hluta af stöðugleikaframlagi sínu. n Svona breyttust stjórnarlaunin Stjórn Íslandsbanka Árslaun 2014 Árslaun 2015 Hækkun milli ára Friðrik Sophusson formaður 7,5 9,0 20% Marianne Økland varaformaður 5,4 6,6 22,2% Árni Tómasson 5,4 6,2 14,8% Gunnar Fjalar Helgason Sat ekki í stjórn 1,2 - Helga Valfells 5,8 6,2 6,9% Neil Graeme Brown 5,4 6,6 22,2% Eva Cederbalk Sat ekki í stjórn 5,2 - Upphæðir í milljónum króna. Um heildarlaun er að ræða sem skiptast í fasta þóknun fyrir stjórnarsetu og þóknun fyrir störf í undirnefndum stjórnar. Breytingar milli ára: Marianne Økland tók við sem varaformaður af John E. Mack. Laun Evu Cederbalk og Gunnars Fjalars Helgasonar eru lægri þar sem þau komu ný inn í stjórnina á árinu 2015 í stað Mack og Þórönnu Jónsdóttur. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Neil Graeme Brown Helga Valfells Gunnar Fjalar Helgason Eva Cederbalk Friðrik Sophusson Stjórnarformaður Marianne Økland Varaformaður stjórnar Árni Tómasson MyNdir ÍSlaNdSBaNki M onica Caneman, stjórnar formaður Arion banka, er enn lang­ launahæsti stjórnar­ maður íslensku bank­ anna en hún fékk 20,7 milljónir króna í árslaun í fyrra. Heildarlaun hennar hækka um fjögur prósent milli ára. Á aðalfundi Arion banka 19. mars í fyrra var samþykkt tillaga um breytingar á launum stjórnar en þær fela í sér um 2,75 prósenta meðaltalshækkun á annars vegar föstum launum fyrir stjórnarsetu og laun fyrir setu og formennsku í undirnefndum stjórnar. Tvöfalt hærri vegna búsetu Há laun Monicu Caneman, miðað við aðra stjórnarmenn bankanna, helgast af því að á aðalfundi Arion banka árið 2014 var ákveðið að laun stjórnarmanna yrðu tvöfölduð ef viðkomandi væri búsettur erlend­ is. Monica er búsett í Svíþjóð. Þessi ákvörðun hefur þótt umdeild og lagðist Bankasýsla ríkisins, sem fer með hlut íslenska ríkisins í bank­ anum, meðal annars gegn því fyr­ irkomulagi að mismuna stjórnar­ mönnum á grundvelli búsetu. Stjórnarmaðurinn Måns Höglund er búsettur í Portúgal og fær því einnig tvöföld laun. Þannig fær stjórnarformaður í stað 770 þús­ unda króna á mánuði, 1.540 þús­ und á mánuði og stjórnar maður í stað 385 þúsunda króna á mánuði, 770 þúsund krónur fyrir það eitt að vera búsettur erlendis. Fær meira en Friðrik Guðrún Johnsen, varaformaður stjórnar Arion banka, er eftir sem áður langlaunahæsti íslenski stjórnarmaðurinn í íslensku bönk­ unum með 11,6 milljónir í heildar­ laun á síðasta ári. Heildarlaun hennar lækka hins vegar um rúm 3 prósent milli ár því hún hætti í lánanefnd bankans í apríl og var því í tveimur í stað þriggja undir­ nefnda stjórnar. Til samanburðar þá er hún með 2,6 milljónum meira á ári en Friðrik Sophusson, stjórnar formaður Íslandsbanka. rúm 1,1 milljón á stjórnarfund Fram kemur í ársreikningi Arion banka, sem birtur var á miðviku­ dag, að haldnir voru 16 stjórnar­ fundir í bankanum á síðasta ári, fimm fundum fleiri en árið áður en svipaður fjöldi funda í undir­ nefndum stjórnar og árið áður. Heildargreiðslur til stjórnarmanna og varamanna í stjórn á árinu 2015 námu í heildina 75,4 milljónum króna sem er tæpum þremur millj­ ónum meira en árið áður. Miðað við 16 stjórnarfundi á árinu og föst laun Monicu Caneman, aðeins fyrir stjórnarsetu sem námu 18,4 millj­ ónum, má sjá að hún fékk um 1.150 þúsund krónur fyrir hvern stjórnar­ fund á síðasta ári. n Rúm milljón á hvern fund Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Svona breyttust stjórnarlaunin Stjórn arion banka 2014 laun 2014* laun 2015* Hækkun milli ára Monica Caneman formaður 19,9 20,7 4% Guðrún Johnsen varaformaður 12,0 11,6 -3,3% Benedikt Olgeirsson 5,8 6,4 10,3% Måns Höglund 12,9 13,5 4,6% Þóra Hallgrímsdóttir 8,0 8,3 3,75% Brynjólfur Bjarnason (+) 0,6 6,0 - Kristín Þ. Flygering (++) 4,8 6,4 - Upphæðir í milljónum króna. Um heildarlaun er að ræða sem skiptast í fasta þóknun fyrir stjórnarsetu og þóknun fyrir störf í undirnefndum stjórnar. (+) Brynjólfur kom inn í stjórn 20.11. 2014 sem skýrir lægri upphæð fyrir það ár. (++) Kristín kom inn í stjórn frá 20.03. 2014 sem skýrir lægri upphæð fyrir það ár. Stjórnarformaður Arion banka með 20,7 milljónir í árslaun í fyrra Monica Caneman Er langlaunahæsti stjórnarmaður íslensku bankanna vegna samþykktar um að stjórnarmenn fái tvöföld laun ef þeir eru búsettir erlendis. Hún fékk um 1.150 þúsund krónur fyrir hvern af þeim 16 stjórnarfundum sem haldnir voru í fyrra. MyNd arioN BaNki Skákar Friðriki Guðrún Johnsen, varaformaður stjórnar Arion banka, er með 2,6 milljónum hærri árslaun en stjórnarfor- maður Íslandsbanka, Friðrik Sophusson. MyNd arioN BaNki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.