Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Blaðsíða 16
16 Fréttir Helgarblað 26.–29. febrúar 2016 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! BMW 520D XDRIVE F10 nýskr. 04/2014, ekinn 31 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, lúxuspakki. TILBOÐSVERÐ AÐEINS 7.990.000 kr. Raðnr.254156 BMW 520D XDRIVE M-PACK F10 nýskr. 04/2015, ekinn 5 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. TILBOÐSVERÐ AÐEINS 8.750.000 kr. Raðnr.254416 M.BENZ E 200CDI T BLUETEC AVANTGARDE nýskr. 11/2014, ekinn 28 Þ.km, dísel, sjálfskiptur 7 gíra. TILBOÐSVERÐ AÐEINS 6.990.000 kr. Raðnr.254418 M.BENZ C 220 BLUETEC AVANTGARDE nýskr.10/2014, ekinn 9 Þ.km, dísel, sjálfskiptur 7 gíra, mjög vel búinn! TILBOÐSVERÐ AÐEINS 6.990.000 kr. Raðnr.254705 TIL BO Ð TIL BO Ð TIL BO Ð TIL BO Ð TIL BO Ð M.BENZ E 200CDI T BLUETEC AVANTGARDE nýskr. 11/2014, ekinn 25 Þ.km, dísel, sjálfskiptur 7 gíra. TILBOÐSVERÐ AÐEINS 6.990.000 kr. Raðnr.254758 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Gætu þurft að skjóta 200 ljón n Umfjöllun um drápið á Cecil fælir frá forríka veiðimenn n Offjölgun í ljónahjörðum D rápið á einu ástsælasta ljóni Afríku, Cecil, í Simbabve í fyrrasumar, hefur dregið dilk á eftir sér. Neikvæð um- fjöllun um bandaríska tann- lækninn Walter Palmer, sem drap ljónið, varð til þess að fæla veiði- menn frá þessu stærsta verndar- svæði Simbabve. Afleiðingin er sú að ljónum fjölgar nú um of á svæðinu, sem áður var einn stærsti búgarður álfunnar. Svæðið er í Bubey Valley, eða Bubey-dalnum. Á svæðinu eru nú fleiri en 500 ljón en um er að ræða það svæði í landinu þar sem ljónin eru flest. Bubey Valley Conservancy, samtök sem berjast gegn drápi á villtum dýr- um, segja að svo gæti farið að fella þyrfti 200 ljón vegna „Cecil-áhrif- anna“ svokölluðu. Samtök- in kalla eftir því að önnur náttúruverndarsvæði eða friðlönd taki við einhverj- um hluta ljónanna. Náttúruverndarsinnar áætla að um helmingur villtra dýra í Simbabve hafi horfið síðan Robert Mugabe forseti hóf að taka landsvæði sem voru í eigu hvítra manna eignarnámi um aldamótin. Bubey hefur staðið af sér allt slíkt fyrir tilstilli forríkra veiði- manna sem borga háar fjárhæðir fyrir veiðileyfi og uppihald. Peningarnir eru notaðir til að styrkja starfið og halda uppi stífu eftirliti. Færri kúnnar skapa vandamál En drápið á Cecil síðasta sumar, og umræðan í kjölfarið, hefur haft slæm áhrif á svæðið. Cecil, sem var viðfang vísindarannsóknar, var lokkaður með beitu út af verndarsvæði í þjóð- garði í Simbabve. Hann var skotinn með ör af boga og eltur uppi þangað til hann var skotinn 40 klukkustund- um síðar. Tannlæknirinn sem felldi Cecil hefur vart borið sitt barr síðan. „Trophy“-veiðar eru nú víða mjög illa séðar og Bandaríkja- menn áforma að banna innflutning uppstopp- aðra dýra eftir slíkar veiðar. Þá hefur hríðfallandi olíuverð leitt til þess að olíubarónar frá Texas í Bandaríkjunum og öðrum sambærilegum svæðum, hafa dregið mjög úr ferðum sínum, en þeir voru tíðir gestir áður. Fjölgun ljóna hefur leitt til þess að antilópur, sebrahestar, gíraffar og aðrir villtir stofnar eiga mjög undir högg að sækja. Þá hafa miklir þurrkar ekki hjálpað til en þeir hafa hamlað vexti gróðurs og af þeim sökum hafa smærri dýr ekki getað falið sig eins og venjulega, og verða ljónunum auðveld bráð. Leitað að nýju svæði „Ég vildi að við gætum gefið um 200 ljón frá okkur, til að bregðast við offjölguninni,“ hefur Daily Tele graph eftir Blondie Leathem, framkvæmdastjóra Bubey Valley Conservancy. „Ef einhver veitt um gott búsvæði fyrir þau, þar sem þau lenda ekki í árekstrum við menn, eða verða ekki drepin af ráðandi ljóna- hjörðum sem fyrir eru, þá megið þið fyrir alla muni láta okkur vita – og hjálpa okkur að safna peningum fyrir flutningnum.“ Hún segir fækkun nauðsynlega til að stuðla að sjálf- bærni villtra dýra á svæðinu. Á fimmta áratugnum er áætlað að um 450 þúsund ljón hafi gengið á jörðinni. Núna eru stofnarnir í hættu og dýrin eru talin vera um 20 þúsund talsins. Óttast er að helmingur þeirra drepist á næstu tveimur áratugum, verði ekkert gert til að vernda þau; sér- staklega í mið- og vestanverðri Afríku. Afgirt dýraverndunarsvæði, svo sem í Bubey og sums staðar í nágrannaríkj- um Simbabve, þar sem eftir lit er mjög stíft, eru þó undantekningar frá þessu. Þar eru hjarðir sem blómstra og ljónin fjölga sér hratt. Girtu af gríðarstórt svæði En það gerist ekki af sjálfu sér. Bubey- dalurinn var girtur af fyrir mörgum árum með gríðarlegum tilkostnaði. Um er að ræða 5.200 ferkílómetra stórt svæði, sem er tæplega helm- ingur stærðar Vatnajökulsþjóðgarðs. Eigandi svæðisins er Dubai World, sem er er í eigu fjárfestingasjóðs ríkis- stjórnar Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna. Áður átti Charles Davy svæðið, en þegar hann keypti það fyrir 22 árum, þreifst ekkert villt dýra- líf þar. Rafmagnsgirðingu var komið upp og hundruð manns voru ráðin til að passa upp á villt dýr sem flutt voru inn á svæðið. Bubey styður einnig við skóla og læknisþjónustu á svæðinu og sér íbúum í grenndinni fyrir kjöti í hverjum mánuði. Á svæðinu þrífst nú einnig þriðji stærsti stofn svartra nas- hyrninga í Afríku. Peter Kay, stjórnandi bresku góð- gerðasamtakanna Lion Aid, segir í samtali við Daily Telegraph að nú sé orðið of seint að sprauta ljónin með getnaðarvörn. Ástandið sé orðið of slæmt. „Ekkert svæði í Afríku myndi þola þennan fjölda ljóna,“ segir hann en fullorðið ljón étur að meðaltali um fimm kíló af kjöti á dag. n Hjörð Ljónin á svæðinu eru orðin 500 talsins. Mynd 123rF.coM cecil allur Ljónið var þekkt fyrir stærð sína og fallegan makka. Mikil reiði blossaði upp þegar fréttist af drápi þess. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is „Ég vildi að við gætum gefið um 200 ljón frá okkur, til að bregðast við offjölguninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.