Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Page 17
Helgarblað 26.–29. febrúar 2016 Fréttir 17
Minnistöflur
www.birkiaska.is
Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem
er undir álagi og fæst við flókin verkefni.
Hentar vel eldri borgurum, lesblindum og
nemendum í prófum. Dregur úr streitu,
eykur ró og bætir skap.
Netlu-, túnfífla- og birkilaufs töflur örva
brennslu og meltingu og eru bjúglosandi.
Sérstaklega er mælt með vörunni til að
hreinsa líkamann.
Colonic Plus
Kehonpuhdistaja
Bodyflex
Strong
Bodyflex Strong mýkir liðamót og dregur
úr verkjum í þeim og styrkir heilbrigði
burðarvefja líkamans. Inniheldur hvorki
laktósa, ger, glúten né sætuefni.
Birkilaufstöflur
Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á vökva-
jafnvægi bæði líkama og húðar og örvar
starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar
efnaskiptum, losar vatn úr líkamanum og
dregur úr bólgum.
Evonia færir hárrótinni næringu og styrk
til þess að efla hárvöxt. Evonia er hlaðin
bætiefnum sem næra hárið og gera það
gróskumeira.
Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.
Evonia
Var að glíma við
andleg veikindi
Bowe Bergdahl gekk í burtu af herstöð og var handsamaður af talíbönum
H
ermaðurinn Bowe
Bergdahl hefur verið
greindur með geðklofa-
líka persónuleikaröskun
(e. schizotypal personality
disorder) og mun hafa verið að
glíma við einkenni hennar þegar
hann vék frá stöðu sinni sem her-
maður í Afganistan árið 2009.
Bergdahl er fyrsti bandaríski her-
maðurinn sem talíbanar hand-
sömuðu og var fangi þeirra í fimm
ár. Hann var látinn laus í maí 2014
í fangaskiptasamningi, en hans
hafði þá verið leitað með miklum
tilkostnaði allan tímann.
Bíður dóms
Bergdahl bíður nú herréttarhalda,
sem eiga að úrskurða um hvort
hann hafi brotið af sér í starfi þegar
hann gekk í burtu frá herstöðinni í
Afganistan í júní 2009. Hann fór án
þess að vera með farangur eða byssu
og sagðist, eftir að hann kom heim
til Bandaríkjanna aftur, hafa viljað
mótmæla meðferð yfirmanns síns
á herdeildinni. Hann taldi viðkom-
andi stefna lífi sínu og annarra her-
manna í mikla hættu og taldi líklegt
að hann myndi senda þá í aðstæð-
ur þar sem þeirra biði bráður bani.
Berghdal var hins vegar handsam-
aður fljótlega af talíbönum og var
fangi þeirra. Hann mátti þola mikl-
ar pyntingar og erfiðleika og fengu
bandarísk stjórnvöld og fjölskylda
Bergdahl litlar upplýsingar um hagi
hans. Miklu var til kostað við leitina
í fyrstu, en fljótlega fór að draga úr
viðbúnaði hersins vegna málsins.
Það hefur sætt mikilli gagnrýni.
Mikil umfjöllun
Bandarískir fjölmiðlar hafa mikið
fjallað um Bergdahl og nú hefur út-
varpsþátturinn og podcastið Serial
gert sérstaka þáttaröð um Bergdahl
og sögu hans.
Í þætti í síðustu viku kom fram
að Bergdahl hefði glímt við andleg
veikindi, eitthvað sem áður hafði
ekki verið staðfest.
Þá var einnig greint frá því að
hann hafði, áður en hann gekk til
liðs við herinn, reynt að komast í
raðir bandarískra varnaraðila. Þá
vildi hann verða starfsmaður land-
helgisgæslunnar, en var ekki talinn
geta sinnt starfinu. Það hefði því
að líkindum ekki átt að leyfa hon-
um að ganga í herinn síðar meir en
þar sem mikil áhersla var lögð á að
fá nýja aðila til að ganga í herinn
árið 2008 þegar hann hóf störf var
ákveðið að hleypa Bergdahl inn,
þrátt fyrir veikindi og líkur á því að
hann ætti erfitt með að aðlagast.
Getur breytt miklu
Washington Post greinir frá því að
þessi greining á veikindum hans
geti haft mikil áhrif á væntanleg
réttarhöld. Bergdahl hefur verið
ákærður fyrir liðhlaup og slæma
hegðun. Margir segja að vistin hjá
talíbönunum ætti að hafa verið
næg refsing og mun þessi greining
eflaust vera vatn á myllu þeirra.
Aðrir telja að hann hafi sýnt af sér
vítavert gáleysi sem beri að refsa,
án undantekn-
inga.
Það var sál-
fræðingur hjá
hernum sem
greindi Bergdahl
og segir að fyr-
ir vikið hafi hon-
um ekki ver-
ið sjálfrátt.
Veikindin líkast
geðklofa, en einkennin vara ekki
eins lengi og endurtaka sig ekki
eins oft og eru ekki eins alvarleg
og geðklofi. Þeir sem greinast með
sjúkdóminn geta oftar en ekki gert
greinarmun á raunveruleika og
þeim ranghugmyndum sem veik-
indunum fylgja, ólíkt þeim sem
eru með geðklofa.
Gekk í burtu
Liðsforingi hjá hernum sem yfir-
heyrði Bergdahl segir að æska hans
hafi orðið til þess að hann á erfitt
með að setja sig í spor annarra,
dæmir aðra harkalega og sér hluti
í fari annarra sem aðrir sjá ekki.
Bergdahl ólst upp í smábæ í Idaho í
Bandaríkjunum og átti erfiða æsku.
Hann var meira og minna á eigin
fótum frá 14 ára aldri. Hann var
einfari og á erfitt með að tengjast
öðru fólki.
Hafi Bergdahl verið veikur þegar
hann gekk í burtu frá herstöðinni
útskýrir það án efa hvers vegna
hann óttaðist að hans biði bráð-
ur bani, en aðrir hermenn eru ekki
sammála því að yfirmaður þeirra
hafi viljað gera þeim mein.
Réttarhöldin fara fram í ágúst,
en Serial heldur áfram að fjalla um
málið, aðra hverja viku. n
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Með forsetanum
Bowe er hér með
forseta Bandaríkjanna,
nokkru eftir að hann
var látinn laus úr haldi
talíbana. Mynd EPA
Bíður dóms Bowe
glímdi við andleg
veikindi. Mynd EPA