Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Side 21
Helgarblað 26.–29. febrúar 2016 Umræða 21 Samfylkingin lætur ekki deigan síga Þingmenn Samfylkingarinnar hafa verið nokkuð duglegir í ræðustól Alþingis það sem af er vetri. Sem stendur vermir Össur Skarphéðinsson annað sætið yfir þá sem mest hafa talað, tæpar 17 klukkustundir. Enginn þingmaður Samfylkingarinnar hefur talað skemur en 8 klukkustundir ef undan er skilin Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, sem hefur talað í 5 klukkustundir og 24 mínútur. Hún rekur lestina af Samfylkingarþingmönnum hvað ræðutíma varðar en það verður að skoðast í ljósi þess að hún var ekki aðal- maður þegar þing hófst heldur kom inn á þing eftir að Guðbjartur Hannesson féll frá í október síðastliðnum. Aðrir þingmenn Sam- fylkingar hafa verið nokkuð iðnir við kolann, hafa flestir lagt fram þingsályktunartillögur eða frumvörp, nema hvort tveggja sé. Þá hafa þeir flestir lagt fram fjölda fyrirspurna. Píratar iðnir við kolann Píratar hafa verið áberandi á þingvetrinum og ekki er hægt að draga neinn þar út sem hefur verið ósýnileg- ur. Helgi Hrafn Gunnarsson, kapteinn Pírata, er inni á topp tíu lista þeirra þingmanna sem lengst hafa talað, í rúmar 12 klukkustundir í 314 ræðum. Sömu sögu má segja af Birgittu Jónsdóttur og Ástu Guðrúnu Helgadóttur. Auk þess að hafa verið tíðir gestir í ræðustól hafa Píratar lagt fram þingsályktunartillögur, frumvörp og fjölda fyrirspurna. Bjarkey vermir toppsætið Vinstri græn hafa einnig verið mjög áberandi það sem af er þingvetri. Af sjö þingmönnum flokksins raða sex sér á topp tíu listann yfir þá sem lengst hafa talað og sá sjöundi, Svandís Svavarsdóttir, er í 12. sæti. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir hefur talað þing- manna mest, í rúmar 17 klukkustundir og 30 mínútur. Svandís hefur talað í tæpar 10 klukkustundir og 30 mínútur. Allir þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsálykt- unartillögur, sumir margar, og allir nema tveir hafa lagt fram lagafrumvörp. Þá hafa þingmenn Vinstri grænna borið upp fjölda fyrirspurna til skriflegra svara, óundirbúinna fyrirspurna og óskað eftir skýrslum. Björt framtíð í meðaltalinu Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa verið í meðaltalinu það sem af er vetri. Ræðutími þingmanna Bjartrar framtíðar er á bilinu 4 klukkustundir og 30 mínútur og upp í rúmar 7 klukkustundir. Björt Ólafsdóttir er þó undantekningin frá þessu en hún hefur talað í 1 klukkustund og 7 mínútur. Á því er þó sú skýring að Björt kom til baka úr fæðingarorlofi 1. desember síðastliðinn og hefur hún verið býsna lífleg síðan þá. Þá hafa flestir þingmenn Bjartrar framtíðar lagt fram þingsályktunartillögur, frumvörp og fjölda fyrirspurna og beiðna um skýrslur. Þórunn Egilsdóttir Framsóknarflokkur Hefur talað í rúmar 33 mínútur og hefur tekið 38 sinnum til máls. Ellefu varaþingmenn hafa talað lengur en Þórunn á yfirstandandi þingi. Hún kom ný á þing eftir kosningarnar 2013. Þórunn er 2. varaforseti Alþingis, situr í atvinnuveganefnd og er formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins. Þórunn hefur ekki lagt fram neina þingsályktunartillögu sem fyrsti flutningsmaður en verið meðflutningsmaður að fimm slíkum. Hún hefur ekki lagt fram neitt frumvarp, hvorki sem 1. flutningsmaður né sem meðflutningsmaður. Hún hefur lagt fram eina skýrslu, ásamt öðrum. Þá hefur Þórunn verið meðflutningsmaður að beiðni um eina skýrslu. Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokkur Hefur talað í rúmar 50 mínútur og tekið 25 sinnum til máls. Líneik Anna kom ný inn á þing eftir kosningarnar 2013. Hún er 2. varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar, situr einnig í efnahags- og viðskiptanefnd og er varaformaður Íslandsdeildar þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál. Líneik Anna hefur ekki lagt fram neina þingsályktunar- tillögu, hvorki sem 1. flutningsmaður né sem meðflutnings- maður. Hún hefur verið meðflutningsmaður að tíu frumvörpum. Líneik Anna hefur lagt fram eina óundirbúna fyrirspurn og fjórar fyrirspurnir til skriflegs svars. Hún hefur, ásamt öðrum, lagt fram tvær skýrslur og er meðflutningsmaður að beiðni um eina skýrslu. Valgerður Gunnarsdóttir Sjálfstæðisflokkur Hefur talað í tæpa 51 mínútu og tekið 41 sinni til máls. Valgerður kom ný inn á þing eftir kosningarnar 2013. Hún er 3. varaforseti Alþingis, situr í fjárlaganefnd og er varaformaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Valgerður hefur ekki lagt fram neina þingsályktunartillögu, hvorki sem 1. flutningsmaður eða sem meðflutningsmaður. Hún hefur verið meðflutningsmaður að fimm frumvörpum, meðflutningsmaður að beiðni um eina skýrslu og hefur sjálf lagt fram, ásamt öðrum, eina skýrslu. Haraldur Einarsson Framsóknarflokkur Hefur talað í rúma 51 mínútu og haldið 14 ræður. Hann hefur setið á þingi frá því eftir kosningarnar 2013. Haraldur er 2. varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og situr ekki í öðrum nefndum. Haraldur hefur enga þingsályktunartillögu lagt fram, hvorki sem 1. flutningsmaður né sem meðflutningsmaður. Hann hefur verið meðflutningsmaður að sex frumvörpum en hefur ekki lagt fram frumvarp í eigin nafni. Þá er hann meðflutningsmaður að beiðnum um tvær skýrslur. Haraldur hefur lagt fram tvær fyrirspurnir til skriflegs svars. Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokkur Hefur talað í 1 klukkustund og 7 mínútur og til þess hefur hann tekið 23 sinnum til máls. Birgir hefur setið á þingi síðan 2003. Hann er 1. varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, situr í umhverfis- og samgöngunefnd, þingskapanefnd og Íslandsdeild NATO-þingsins. Í ljósi mikillar þingreynslu Birgis, en hann er meðal reynslu- mestu þingmanna, kemur á óvart hversu lítið hefur borið á honum. Hann hefur ekki lagt fram neina þingsályktunartillögu, hvorki sem 1. flutnings- maður eða meðflutningsmaður. Þá hefur Birgir heldur ekki lagt fram neitt frumvarp, hvorki sem 1. flutningsmaður eða meðflutningsmaður. Hann hefur, ásamt öðrum, lagt fram eina skýrslu. Haraldur Benediktsson Sjálfstæðisflokkur Hefur talað í um 1 klukkustund og 18 mínútur. Til þess hefur hann komið upp í ræðustól 24 sinnum. Haraldur kom nýr inn á þing eftir kosningarnar 2013. Hann er 2. varaformaður atvinnu- veganefndar og situr í fjárlaganefnd. Haraldur hefur enga þingsályktunartillögu flutt sem 1. flutn- ingsmaður en er meðflutningsmaður að fimm slíkum. Hann hefur þá ekkert frumvarp lagt fram. Haraldur hefur lagt fram eina fyrirspurn til skriflegs svars og er meðflutningsmaður að beiðni um eina skýrslu. Höskuldur Þórhallsson Framsóknarflokkur Hefur talað í um 1 klukkustund og 25 mínútur. Hann hefur tekið 41 sinni til máls. Höskuldur hefur setið á þingi frá árinu 2007, er formaður umhverfis- og samgöngunefndar, situr í stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd, þingskapanefnd og er formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Nokkuð bar á Höskuldi í fjölmiðlum í kringum síðasta Norðurlandaráðsþing, í október síðastliðnum. Höskuldur hefur ekki lagt fram neina þingsályktunartillögu, hvorki sem 1. flutnings- maður né sem meðflutningsmaður. Hann hefur hins vegar lagt fram eitt frumvarp, skipulags- og mannvirkjamál millilandaflugvalla. Það gerði hann í síðustu viku en um er að ræða sama frumvarp og Höskuldur lagði fram á síðasta þingi. Þá hefur hann lagt fram eina skýrslu, ásamt öðrum. Hanna Birna Kristjánsdóttir Sjálfstæðisflokkur Hefur talað í 1 klukkustund og 25 mínútur og tekið 31 sinni til máls. Hanna Birna kom inn á þing 2013 og var innanríkisráð- herra 2013–2104. Hún er formaður utanríkisnefndar og situr í þingmannanefnd Íslands og Evrópusambandsins. Segja má að Hanna Birna hafi læðst með veggjum á þessu þingi en afar lítið hefur borið á henni. Á þessu þingi hefur Hanna Birna enga þingsályktunartillögu lagt fram, hvorki sem 1. flutningsmaður eða sem meðflutningsmaður, ekkert frumvarp lagt fram og enga fyrirspurn, hvorki óundirbúna eða til skriflegs svars. menn eru bara einhverjar 30 til 40 mínútur í ræðustól yfir þingvetur- inn. En alla jafna finnst mér þetta vera svolítið yfirborðskenndur mæli- kvarði, mínútufjöldi í ræðustól. Ræðumenn geta líka verið skýrir og skorinorðir og koma frá sér kjarna máls á stuttum tíma, meðan aðrir þurfa meiri tíma til þess. […] Þing- mannsstarfið er oft vanmetið og þingmenn sjálfir eiga ekki að tala það niður. Þetta er gefandi vinnu- staður og gott fólk í öllum flokkum. Ég myndi segja að á þessum fjórtán árum sem ég var á þingi fannst mér 99 prósent þingmanna vera að sinna vinnunni sinni af kostgæfni. Sem betur fer eru þetta 63 ólík- ir einstaklingar, sumir eru betri í því að fara út í umhverfið, sitja fundi og ræða mál þar, reyna að miðla þekk- ingu sinni og afla sér nýrrar þekk- ingar. Aðrir eru góðir í að semja þing- mál og fá fólk með sér á þingmál. Það er bara hið besta mál,“ segir Þor- gerður og nefnir Pétur heitinn Blön- dal sem dæmi um slíkan þingmann. Hann hafi verið óhemju duglegur og vinnusamur í þessum efnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.