Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Qupperneq 24
Helgarblað 26.–29. febrúar 201624 Fólk Viðtal Dalvegi 2, 201 Kópavogi Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 Í Einstökum börnum eru líka kraftaverkabörn. Blaðamaður settist niður með Dagmar Ýri Sig- urjónsdóttur, móður einnar slíkrar stúlku og fékk að heyra sögu þeirra mæðgna. „Ég var sautján ára gömul þegar ég uppgötvaði að ég væri ófrísk og þrátt fyrir að ég væri ung þá var það algjörlega velkomið,“ segir Dagmar sem eignaðist dóttur sína, Anítu Ýri Fjölnisdóttur, aðeins 18 ára gömul. Þegar hún komst að þunguninni vissi hún auðvitað ekki hvaða erfiðleik- ar voru fram undan, enda hvarflaði ekkert annað að henni en að allt yrði í lagi. Að hún myndi eignast heilbrigt barn. Dagmar hélt sínu striki í fram- haldsskólanáminu og hún og barns- faðir hennar voru á þessum tíma að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð. Gleðin og eftirvæntingin eftir barninu var mikil og því var að sjálfsögðu spennandi að fara í 20 vikna sónar og geta fengið að sjá myndir af ófæddu barninu. 14 mánaða sjúkrahúslega „Að fara í sónar og uppgötva að barnið væri með alvarlegan galla, að garnirnar væru fyrir utan kviðinn, það var mjög erfitt. Okkur var reynd- ar sagt að það væri ekki sérlega mikið mál, enda mörg börn sem hafa fæðst þannig og lifað góðu lífi. Við höfðum því í sjálfu sér ekki miklar áhyggjur á meðgöngunni. En svo fæddist Aníta fyrir tímann og í ljós kom að þar fyr- ir utan störfuðu garnirnar bara alls ekki og höfðu ekki þroskast á með- göngunni eins og eðlilegt er. Við vor- um ekki undir það búin að hún væri svona mikið lasin,“ segir Dagmar, en sjúkdómurinn sem Aníta greindist með heitir „short bowel syndrome“, sem í íslenskri þýðingu kallast stutt- ar garnir. Fyrstu viðbrögð Dagmarar við þeim fréttum báru þess merki að hún væri ung að árum og að hún áttaði sig í raun ekki strax á alvarleika veikind- anna. „Ég var auðvitað aðeins 18 ára og spurði hvort það væri ekki bara hægt að skipta um garnir í barninu.“ Hún hlær að barnaskapnum í sjálfri sér þegar hún rifjar upp þetta atvik. „En það var auðvitað ekki alveg svo einfalt. Það tók afskaplega langan tíma að reyna að þjálfa upp garnir Anítu Ýrar í þeirri von að þær myndu einhvern tíma virka. Hún gat ekki nærst eðlilega og við tóku 14 mánuðir þar sem hún fékk bara næringu í æð með tilheyrandi sjúkrahúslegu.“ Fullorðnaðist hratt Dagmar var því ekki aðeins orðin móðir 18 ára gömul heldur móð- ir alvarlega veiks barns sem glímdi við sjaldgæfan sjúkdóm og lækn- ingin ekki í sjónmáli. Henni var kippt hressilega út úr áhyggjulausu umhverfi framhaldsskólanemans og þurfti að fullorðnast ansi hratt. „Mér var kippt út úr þessu venju- lega framhaldsskólalífi sem vinkon- ur mínar lifðu. Reyndar eignuðust margar af vinkonum mínum ungar börn, þannig að það voru mörg börn í kringum okkur. Á þessum tíma eign- aðist ég líka fjölda vina á spítalan- um. Aðra foreldra í svipaðri stöðu. Og þar komu Einstök börn inn í þetta allt saman. Formaður félagsins kom og heimsótti okkur og bauð okkur á fundi. Það var afar mikill stuðningur í því. Að vita að til væru aðrar fjölskyld- ur í svipaðri stöðu – það eru nokkur börn með svipaðan sjúkdóm og Aníta en hvert tilfelli er einstakt og með- ferðir og horfur mjög misjafnar,“ út- skýrir Dagmar. Ákváðu að sofa heima Nýr Barnaspítali Hringsins var enn í byggingu þegar litla fjölskyldan bjó á spítalanum á sínum tíma, en Dag- mar segir aðstöðuna á þeim gamla ekki hafa verið upp á marga fiska fyr- ir foreldra. „Aðstaðan á nýja spítalan- um breytti miklu fyrir foreldra sem þurftu að búa þar. Þetta verður heim- ili manns en er samt sjúkrastofnun. Maður er með áhyggjur af barninu sínu og það er alltaf fólk í kringum mann. Það var ekkert næði eins og gengur og gerist inni á heimili. Það er mjög streituvaldandi fyrir foreldra að vera í þessum aðstæðum. Á gamla spítalanum deildi maður til dæm- is herbergi með annarri fjölskyldu,“ segir Dagmar sem veit þó ekki hvern- ig því er háttað á þeim nýja. Hún og barnsfaðir hennar voru hjá Anítu alla daga, en tóku strax ákvörðun um að gista ekki á spítalan- um yfir nótt, heldur fara frekar heim og reyna að fá almennilegan svefn. „Okkur var sagt að þetta yrði langt tímabil og að þetta væri spurning hve lengi við myndum tóra ef við værum alltaf á spítalanum. Við þyrftum að sofa. Þannig að við komum snemma á morgnana og fórum seint á kvöldin. Ég myndi reyndar örugglega ekki taka þá ákvörðun í dag.“ Var hvekkt af allri snertingu Það tók á Dagmar að geta ekki tengst dóttur sinni með eðlilegum hætti, eins og með því að gefa henni brjóst og fá að hafa hana í fanginu strax eft- ir að hún kom í heiminn. „Það var afskaplega erfitt að fá ekki að halda á henni og þurfa að horfa á hana í kassa,“ segir Dagmar, en um leið og Aníta fæddist var henni komið und- ir læknishendur og því lítið um eðli- lega tengslamyndun á milli móður og barns. Dagmar reyndi samt hvað hún gat til að mynda tengsl við dóttur sína á þann hátt sem mögulegt var. „Þegar hún var fjögurra mánaða þá fengum við í fyrsta skipti að fara með hana út af spítalanum og í ungbarna- Aníta Ýr er algjört kraftaverk Í félaginu Einstök börn eru um 300 börn með sjald- gæfa sjúkdóma. Mörg þeirra eru þau einu á landinu með tiltekinn sjúkdóm og sum jafnvel þau einu í heiminum. Nokkur barnanna hafa jafnvel aldrei fengið greiningu þrátt fyrir að ljóst sé að þau þjáist af alvarlegum sjúkdómi. Félagið einstök börn heldur utan um og styður þessi börn og fjölskyldur þeirra með ýmsum hætti, og berst fyrir málefnum er þenn- an hóp varðar. 29. febrúar er dagur sjaldgæfra sjúk- dóma og stendur félagið fyrir málþingi af því tilefni. Forsvarsmenn félagsins vilja stuðla að vitundarvakn- ingu, enda hópur barna sem glímir við sjaldgæfa sjúkdóma hér á landi mun stærri en marga grunar. Sum barnanna eru mikið veik á meðan önnur geta lifað tiltölulega eðlilegu lífi með sínum sjúkdómi. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Hvarflaði aldrei að mér að hún myndi gefast upp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.