Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2016, Side 36
Helgarblað 26.–29. febrúar 201628 Fólk Viðtal Þ að eru 300 börn í félaginu okkar en það eru alveg ör- ugglega börn þarna úti sem eru án greiningar eða ekki í félaginu, þrátt fyrir að vera með sjaldgæfa sjúkdóma. Þetta fólk veit kannski ekki endilega hvar það á að vera,“ segir Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður Einstakra barna. Hrafnhildur, dóttir Guðmundar, var með hrörnunarsjúkdóminn Batt- en/Spilmayer Vogt, en hún lést fyrir rúmum tveimur árum, þá tvítug að aldri. Þegar hún fékk sína greiningu var hún sú fjórða hér á landi með sjúkdóminn, en í dag er ein stúlka á lífi með sjúkdóminn. „Það liðu fjögur eða fimm ár frá því að við áttuðum okkur á að eitt- hvað var að og þar til greining kom. Það er mjög erfitt að vera í þeim spor- um, en nú eru greiningar oftar en ekki að koma fyrr. Auðvitað er alltaf erfitt að fá greiningu, en það er ekki síður erfitt að lifa í óvissunni,“ seg- ir Guðmundur en dóttir hans var 11 ára þegar hún fékk sína greiningu. Þrátt fyrir að Hrafnhildur sé látin hef- ur Guðmundur ekki vílað fyrir sér að sinna áfram trúnaðarstörfum fyr- ir félagið. Mörg baráttumálanna eru honum mjög hugleikin eftir að hann hafði rekist á ýmsa veggi í kerfinu með dóttur sinni. Vilja sjá landsáætlun Líkt og nafn félagsins gefur til kynna þá glíma öll börnin þar við sjaldgæfa sjúkdóma. Alþjóðleg skilgreining á hugtakinu sjaldgæfur sjúkdómur er hins vegar ekki til. „Það er mis- jafnt eftir því hvar maður í heimin- um hvaða sjúkdómar eru flokkaðir sem sjaldgæfir. Ísland hefur ekki sett sér formleg viðmið í þessum efnum, en Noregur er til dæmis með eitt við- mið á meðan Evrópusambandið er með annað viðmið. Við höfum kall- að eftir stefnumótun varðandi þetta á Íslandi, en það hefur ekki gengið eft- ir.“ Guðmundur segir því ekki liggja fyrir hve margir hér á landi glíma við sjaldgæfa sjúkdóma. Kallað hafi ver- ið eftir slíkri kortlagningu á Alþingi, án árangurs. Baráttumál Einstakra barna eru mörg en einna helst er lögð áhersla á að stjórnvöld setji sér landsáætlun í tengslum við sjaldgæfa sjúkdóma, enda séu nánast öll lönd í Evrópu komin með slíka áætlun. En skrán- ing sjúkdóma gæti verið hluti af slíkri áætlun, sem og ýmsir aðrir þætt- ir. „Þetta snýst um það hvernig á að bregðast við og hver á að gera hvað. Hvenær hlutir eiga að fara fram- kvæmd og fleira. Okkar hugmynd er að setja niður einhverja tíu punkta sem stjórnvöld, sveitarfélög og sam- tök koma að í tengslum við sjaldgæfa sjúkdóma,“ útskýrir Guðmundur. Hann bendir á að þjónusta í tengslum við sjaldgæfa sjúkdóma snúi ekki bara að veiku börnunum heldur líka fjölskyldum þeirra. „Það hefur kannski svolítið gleymst hjá hinu opinbera. Við sjáum stundum foreldra sem eru bara búnir á því og það er ekki ódýrt fyrir samfélagið, að missa fólk af vinnumarkaði eða jafn- vel í langvarandi veikindi út af álagi.“ Þarf að auka samstarf Guðmundur segir áhugavert að fylgj- ast með landsáætlunum í löndun- um í kring og hvernig málum er hrint í framkvæmd og fylgt eftir. Ein af þeim hugmyndum sem hrint hef- ur verið í framkvæmd á hinum Norð- urlöndunum er að koma á fót þekk- ingarmiðstöðvum þar sem hægt að leita sér þekkingar tengda alls konar greiningum og sjúkdómum í börn- um. „Við höfum þrýst á að þessu verði líka hrint í framkvæmd af fullri alvöru hérna heima. Auðvitað er vís- ir að þessu í greiningarstöðinni. Þar er mikil fagþekking og reynsla. En þetta þyrfti að efla og það kostar bæði fjármagn og aukinn mannskap til að sinna því. Svona miðstöð er ekki bara mikilvæg fyrir fjölskyldur, heldur líka það fagfólk sem kemur að umönnun langveikra barna. Í gegnum svona miðstöð væri líka hægt að koma á tengslum við aðrar þjónustumið- stöðvar á hinum Norðurlöndunum, enda getum við á Íslandi aldrei ver- ið sérfræðingar í öllu. Við erum bara það fá að við verðum að vera opin fyrir því að leita samstarfs hjá sér- fræðingum erlendis.“ Guðmundur segir að það þurfi að vera hægt að leiðbeina fólki sem þarf frekari upplýsingar eða aðstoð vegna sjaldgæfra sjúkdóma með auðveld- um hætti í réttan farveg. Eins og staðan er í dag sé það tæplega hægt. Einstök börn hafa reynt að leggja sitt af mörkum til að reyna að bæta þetta. Til dæmis með því að koma á er- lendum tengingum. Nýlega hófu þau samstarf við bandarískan lækni og hefur sú tenging þegar skilað árangri. „Við sendum út upplýsingar um barn sem hafði fengið greiningu, en sér- fræðingar hér á landi vissu í sjálfu sér ekki hver næstu skref væru varðandi upplýsingar og annað. Þessi lækn- ir gat bent okkur á upplýsingar til að taka næstu skref og þær upplýsingar voru sendar til læknis barnsins sem vann úr þeim.“ Fá ekki styrk til að fara til útlanda Foreldrar barna með sjaldgæfa sjúk- dóma þurfa oft að vera hálfgerðir lyf- jafræðingar, hjúkrunarfræðingar og læknar, að sögn Guðmundar. Þeir þurfa sjálfir að halda utan um allar upplýsingar um sjúkdóminn og geta fylgst með framgöngu hans. Það mál sem fjölskyldurnar sjálfar ræða mik- ið innan félagsins er skortur á tengsl- um á milli þjónustuaðila. „Þessi tengsl eru ekki nógu skýr eða í föst- um skorðum. Það vantar brú á milli sérfræðinga þannig að þjónustan sem börnin og fjölskyldurnar fá verði nógu heildstæð. Foreldrarnir þurfa oft að vera mestu sérfræðingarnir og þeir vilja held ég ekki firra sig þeirri ábyrgð, en þeir vilja auðvitað að þeir sem eru sterkastir á hverju sviði fyrir sig leiði faglegt starf.“ Guðmundur segir það einmitt tengjast öðru baráttumáli félagsins sem skipti marga félagsmenn máli. „Foreldrar hafa óskað eftir því að sækja viðtöl eða að hitta sérfræðinga í þessum ákveðnu sjaldgæfu sjúk- dómum erlendis til að fá mat á stöðu barnanna sinna, en það hefur ekki fengist greitt af Sjúkratryggingum. Ég veit um foreldra sem hafa farið í slíka ferð á eigin vegum og það var gríðar- lega mikil þekking og tengslanet sem byggðist upp við að fara á fund með lækni. Það hafði þá ekki eingöngu áhrif á fjölskylduna heldur mynduð- ust tengsl á milli sérfræðingsins úti og hérna heima.“ Guðmundur segir að bundnar hafi verið vonir við frum- varp um heilbrigðisþjónustu yfir landamæri sem lagt hefur verið fyrir á Alþingi, en þrátt fyrir athugasemd- ir félagsins mun það líklega ekki ná yfir svona tilfelli. „Það gengi auð- vitað aldrei upp óheft að foreldrar færu hvert sem er með börnin sín og sendu svo reikninginn,“ segir hann en bendir jafnframt á að tilfellin væru líklega ekki það mörg, enda börnin sem um ræðir oft þau einu sem eru með sjúkdómana hér á landi. „Aðgengi að sérfræðingum í heil- brigðiskerfinu hefur líka minnk- að. Ég segi ekki að það sé flótti sér- fræðinga frá landinu en læknar hafa farið úr landi, fyrst kannski í stuttan tíma en svo eru dagarnir orðnir fleiri í útlöndum en hérna heima. Þetta ger- ir fjölskyldum erfitt fyrir að hitta sér- fræðingana. Í ákveðnum sérgreinum eru læknar svo komnir nærri starfs- lokum og ekki er fyrirséð með arf- taka. Það er auðvitað bara áhyggju- efni fyrir okkur sem samfélag, ekki bara okkur í Einstökum börnum. Þess vegna er enn mikilvægara að fjölskyldur geti komið á tengslum við þjónustumiðstöðvar í löndunum í kring, þó það væri ekki nema bara til að fá ráðgjöf.“ Enginn styrktur til breytinga á húsnæði Guðmundur bendir á að börn með sjaldgæfa sjúkdóma búi um allt landi og það reynist fjölskyldum oft erfitt að sækja sérhæfða þjónustu til Reykjavíkur. Sérstaklega hvað varð- ar vinnutap og kostnað. „Þetta eru hlutir sem þarf að ná skýrari um- ræðu um, hvernig á að koma til móts við foreldra á landsbyggðinni. Foreldrar þurfa jafnvel að vera frá vinnu vikum eða mánuðum saman vegna barnanna og margir eru lenda í miklum fjárhagserfiðleikum út af vinnutapi. Auðvitað sýna margir vinnuveitendur þessu skilning en það gengur ekki árum saman.“ Félagið berst líka ötullega fyrir því að börn geti fengið að búa heima hjá sér með góðu móti. „Það fylgir hrörn- unarsjúkdómum að færni barnanna þverr þegar þau eldast og þau þurfa að notast við hjálpartæki. Sum þurfa jafnvel sérhæfða aðstöðu inni á bað- herbergi. Til þess að það sé hægt þarf fólk oft að ráðast í kostnaðarsamar breytingar á húsnæði sínu en hið op- inbera kemur ekkert til móts við það. Fólki býðst hins vegar, ef það stenst greiðslumat, að taka svokallað sér- þarfalán hjá Íbúðalánasjóði á húsnæði sitt. En ef fólk er jafnvel ekki í vinnu þá er mjög hæpið að slíkt gangi upp. Ég held að Akureyri sé eina sveitarfélag- ið sem veitir örlítinn styrk til að mæta fjölskyldum í þessari stöðu. En sum- ir hafa einfaldlega bara ekki tök á því að gera þær breytingar sem þarf til að barnið geti búið heima hjá sér.“ Á Norðurlöndunum er þessu öðruvísi háttað, en þar er hvert tilfelli metið fyr- ir sig og sveitarfélagin koma að mál- inu, að sögn Guðmundar. Hann hefur sjálfur persónulega sótt fund tveggja velferðarráðherra til að ýta á eftir úr- ræðum, en ekkert hefur verið að gert. Síðast en ekki síst bendir Guð- mundur á það að sum langveik börn verði fullorðin og þurfa áfram á einhvers konar þjónustu að halda. „Það verður jafnvel þjónusturof þegar börn verða 18 ára. Ég veit ekki hvort menn halda að sjúkdómur- inn hverfi þá bara. En þetta upplifa margir foreldra sem högg. Það er eins og það hafi gleymst að gera ráð fyrir því að þjónustuna þarf áfram þó að kennitalan segir að viðkom- andi sé orðinn fullorðinn. Það þarf jafnvel aukna þjónustu. Það þarf að vera ábyrgðaraðli sem heldur áfram utan um mál fjölskyldunnar eftir að barnið verður fullorðið.“ Einstök börn hafa síðustu ár reynt að koma degi sjaldgæfra sjúk- dóma, 29. febrúrar, á kortið með vit- undarvakningu. Stefnt er á að setja heimsmet um helgina þar sem á að faðma fyrir sjaldgæfa sjúkdóma eða „hug for rare“. Fólk er þá myndað að faðmast með merki félagsins. En fólk á vegum félagsins verður til dæmis í Kringlunni alla helgina. n Foreldrar stundum búnir á því Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður Einstakra barna, segir margt þurfa að bæta í þjón- ustu við fjölskyldur barna með sjaldgæfa sjúkdóma. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Baráttumaður Guðmundur missti dóttur sína, Hrafnhildi, úr hrörnunarsjúkdómi fyrir rúmum tveimur árum. Hann berst þó áfram fyrir málefnum einstakra barna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.