Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.04.2017, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 08.04.2017, Qupperneq 18
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Örlög heims- ins virðast nú í höndum manna sem fátt bendir til að hafi jafnaðargeð til að bera. Í ár eru 140 ár síðan Millicent nokkur Fawcett lenti í því merkilega atviki að veskinu hennar var ekki stolið. Jú, þjófur hrifsaði veskið af henni þar sem hún spókaði sig um á Waterloo lestarstöðinni í London. Jú, maður var ákærður fyrir þjófnað. Öfugmælin felast hins vegar í því að veski Millicent Fawcett var ekki veski Millicent Fawcett. Þótt Millicent hafi verið vinsæll rithöfundur, hafi keypt veskið sjálf og unnið fyrir peningunum sem í því voru var veskið samkvæmt lögum eign eiginmanns hennar. Þjófurinn var sakfelldur fyrir að hafa stolið eign herra Henry Fawcett. „Mér leið eins og ég hefði sjálf verið ákærð fyrir þjófnað,“ sagði Millicent í kjölfarið. Í vikunni var tilkynnt um að reisa ætti í fyrsta sinn styttu af konu á Parliament Square í London. Fyrir eru þar ellefu styttur af þekktum körlum úr stjórnmálasögunni. Styttan verður af fyrrnefndri Millicent Fawcett, baráttu- konu fyrir jafnrétti kynjanna sem lék lykilhlutverk í að tryggja konum í Bretlandi kosningarétt árið 1928. En á sama tíma og tilkynnt var um að heiðra ætti eina konu fyrir að endurheimta pyngju sína var pyngjan hrifsuð af annarri. Kunnuglegt gól Á mánudag bárust fréttir af því að þingmaður Pírata, Jón Þór Ólafsson, byggi á stúdentagörðum. Samstundis hóf heykvíslakórinn kunnuglegt gól sitt: Hvernig dirfðist þingmaður með meira en milljón á mánuði að nýta sér þann hagkvæma kost? Þessi siðlausa elíta, þessir hræsnisfullu þingmenn. En eins og oft vill verða hurfu aðalatriði málsins í hávaðanum. Umrædda íbúð leigir kona þingmannsins. Þar býr hún ásamt Jóni Þór og tveimur börnum þeirra. Kona þingmannsins er nemandi við Háskóla Íslands og er það réttur hennar sem slíkur að sækja um á stúdentagörðum. Þegar ákveðið er hverjir fá úthlutað stúdentaíbúð eru tekjur maka ekki teknar með í reikninginn. Þó má geta þess að þegar kona Jóns Þórs komst inn á stúdentagarð- ana vann maður hennar við malbikun. Til hamingju Ísland Þegar veski Millicent Fawcett var stolið blasti við henni hið augljósa: Efnahagslegt sjálfstæði kvenna er lykillinn að frelsi þeirra. Kona sem er efnahagslega háð eiginmanni sínum er ekki frjáls. Þetta fékk Millicent að reyna aftur á eigin skinni þegar eiginmaður hennar lést. Til að tryggja henni höfundarrétt eigin bóka varð Henry að ánafna Millicent réttinum í erfðaskrá sinni. Íslenska heykvíslakórnum tókst með skrílslátum að snúa við aldalangri þróun. Vegna þess að maður ákvað að gefa kost á sér til þingsetu í fjögur ár hefur kona þurft að gefa upp á bátinn húsnæði sitt. Jón Þór, kona hans og börn hyggjast flytja út af stúdentagörðunum. Kona þingmannsins er nú háð manni sínum um húsa- skjól. Pyngja konunnar er pyngja manns hennar. Til hamingju Ísland! Kæri heykvíslakór Heykvíslakórinn telur sig vafalaust með söng sínum berjast gegn óréttlæti. En að þessu sinni missti hann algjörlega marks. „Þetta er hennar réttur og í raun partur af stærri umræðu,“ sagði Jón Þór þegar hann tilkynnti um brotthvarf fjölskyldunnar af stúdentagörðunum. „Eiga réttindi fólks að tengjast eða skerðast út af maka þínum? Fólk verður að geta verið sjálfstætt þótt það eigi maka.“ Í stað þess að hvetja til þess að einstaklingar séu sviptir efnahagslegu sjálfstæði sínu ættum við að krefjast þess að fleirum sé það tryggt. Sem dæmi má nefna búa ellilífeyrisþegar og öryrkjar við töluverðar tekjuskerðingar vegna sambúðar. Hvernig er að vera öryrki sem þarf að biðja maka um „vasapening“? Hvernig er að vera kona sem treystir sér ekki til að yfirgefa ofbeldissamband því hún er fjár- hagslega háð eiginmanni sínum? Hvernig er að verða sextíu og sjö ára og verða allt í einu byrði á öðrum? Kæri heykvíslakór, væri ekki nær að syngja um það? Pyngja konunnar er pyngja manns hennar Bandaríkjamenn hófu í vikunni eld-flaugaárásir á herstöðvar Sýrlandshers. Árásirnar komu í kjölfar þess að upplýst var um skelfilega efnavopnaárás sýr-lenska stjórnarhersins í bænum Khan Sheikhun þar sem fjölmargir óbreyttir borgarar létu lífið. Myndir af árásinni vöktu óhug meðal heimsbyggðarinnar og virðast hafa orðið til þess að Trump forseti lét til skarar skríða. Loftárásir Bandaríkjamanna marka þáttaskil í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi en hingað til hefur þátttaka þeirra einskorðast við tilraunir til að útrýma hryðjuverkasamtökunum ISIS. Ekki er langt liðið síðan Trump sjálfur sagði enga ástæðu fyrir Banda- ríkin til að beita sér fyrir því að Bashar al-Assad for- seta yrði steypt af stóli. Eins og fyrirsjáanlegt var hafa Rússar fordæmt árásirnar af hörku og sagt þær brot á alþjóðalögum og hreinan stríðsglæp. Aðrar stórþjóðir virðast styðja framtak Trumps frekar en hitt. Frakkar, Bretar, Kanadamenn og Þjóðverjar hafa lýst því yfir að árásirnar hafi verið réttlætanlegar enda beint gegn hernaðarskotmörkum. Ekki einu sinni Kínverjar hafa hreyft mótbárum. Alþjóðasamfélagið, að Rússum og fylgitunglum þeirra undanskildum, virðist því á þeirri skoðun að Assad sé skaðvaldur sem þurfi að koma frá völdum. Hvort þessi samstaða muni leiða til frekari inngripa af hálfu Bandaríkjamanna og annarra verður tíminn að leiða í ljós. Hvað sem því líður er hins vegar erfitt að fagna því þegar gripið er til hernaðaraðgerða. Þegar hafa borist tíðindi af mannfalli meðal óbreyttra borgara. Spurningin er því sem endranær hvort misindisverk réttlæti misindisverk. Það sem helst vekur áhyggjur í þessu ferli öllu saman er kannski hversu stuttur kveikiþráðurinn er í Bandaríkjaforseta. Stutt er síðan hann taldi enga hættu stafa af Assad. Það er líka stutt síðan hann kepptist við að mæra Rússlandsforseta og að talið var ólíklegt að hann myndi bjóða honum birginn svo opinskátt. Nú er öldin önnur. Ekki má heldur gleyma því að Trump ýjaði svo eftirminnilega að því í kosningabaráttu sinni að hernaðaraðgerðir væru tilvalin leið til að hífa upp vinsældir forseta, sem ætti á brattann að sækja. Nú rifjast það upp. Vel má vera að hægt sé að réttlæta aðgerðir Banda- ríkjamanna í Sýrlandi. Það verður ekki reynt á þessum vettvangi. Hins vegar er full ástæða til að staldra við og draga andann. Örlög heimsins virðast nú í höndum manna sem fátt bendir til að hafi jafnaðargeð til að bera. Árásir á innsoginu Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 • Fálkagötu 18 PREN TU N .IS ....................................... www.bjornsbakari.is TILBOÐ Í APRÍL ÖLL BRAUÐ Á 500 KR. 8 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T a B l a ð i ð SKOÐUN 0 8 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 1 4 4 s _ P 1 4 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 2 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A 1 -8 9 1 8 1 C A 1 -8 7 D C 1 C A 1 -8 6 A 0 1 C A 1 -8 5 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 4 4 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.