Fréttablaðið - 08.04.2017, Page 40
Framkvæmdastjóri og upplýs-
ingafulltrúi Hjálparstarfs kirkj-
unnar fóru í vettvangsferð til
flóttamannabyggða í Moyohér-
aði í Norður-Úganda í mars síð-
astliðnum en þar samhæfir
Lútherska heimssambandið að-
stoð mannúðarsamtaka við
flóttafólk frá Suður-Súdan og
hefur til þess umboð frá Flótta-
mannastofnun Sameinuðu
þjóðanna. Í flóttamanna-
byggðunum í Palorinya í
Moyohéraði sem á landamæri
að Suður-Súdan koma nú dag-
lega um 1500 flóttamenn en
alls hafa um 60.000 manns sest
að meðal heimamanna í hér-
aðinu síðan í júlí á síðasta ári.
Aðstoðin felst fyrst og fremst í
því að tryggja að grunnþörfum
fólks sé mætt en síðan tekur við
uppbyggingarstarf og að
hjálpa fólkinu að aðlagast líf-
inu meðal heimamanna.
Fulltrúar Hjálparstarfsins
fylgdust með því þegar flótta-
fólk kom á fyrsta viðkomustað
eftir að hafa flúið yfir landa-
mærin frá Suður-Súdan. Tekið
er á móti fólkinu og það fær
orkubita og vatn. Því næst fer
það í sjúkraskýli þar sem læknir
hlúir að þeim sem þurfa aðstoð.
Eftir læknisskoðun sest fólkið
hjá fulltrúa Lútherska heims-
sambandsins sem skráir það
bráðabirgðaskráningu. Rúta
bíður svo fólksins og keyrir það
á móttökusvæði þar sem það
fær heitan mat einu sinni á dag
og hefur aðgengi að vatni. Fólk-
ið fær efni til að reisa sér
bráðabirgðaskýli þar til það
flytur á svæði þar sem hægt er
að reisa hefðbundin hús. Börn-
in geta þá tekið þátt í skóla-
starfi og fólkið fær aðstoð við
að aðlagast lífinu á nýjum stað
í sátt og samlyndi við heima-
menn. Þangað til uppskera
fæst fær fólkið mánaðarlega
skammta af hráefni til matar-
gerðar.
Að byrja upp á
nýtt í Palorinya
„Við getum séð um okkur
sjálf, við þurfum bara að
fá tækifæri til þess ...“
... sagði maður í hjólastól við verkefnisstjóra mannúðaraðstoðar Lútherska heimssambandsins í flóttamanna-
byggðunum í Palorinya. Flóttafólk á svæðinu sem býr við fötlun fær nú grunnþörfum sínum mætt en er orðið
óþreyjufullt að geta haldið áfram og fá lifað eðlilegu lífi með því að vinna fyrir sér.
Börn finna sér alltaf eitthvað til að
leika sér með. Þannig getur tóm
plastflaska auveldlega breyst í bíl
sem hægt er að draga á eftir sér.
Þótt þessi ungi kaupsýslumaður sé
nýkominn yfir landamærin er hann
farinn að selja samferðafólki
varning. Á bak við hann sést hvar
fólkið bíður í röð eftir heitri máltíð.
Innan nokkurra vikna frá komu til
landsins hefur flóttfólkið reist sér
hefðbundin hús eins og hér sjást og
börnin sækja sveitaskólann.
Vatn er af skornum skammti. Enn sem komið er flytja tankbílar hreinsað
vatn úr Hvítu Níl í tanka sem fólkið sækir vatnið í. Áætlað er að grafa fyrir
vatni og leggja leiðslur til flóttamannabyggðanna enda er það mun
ódýrari kostur til lengri tíma litið.
Þegar fólk hefur fengið úthlutað segldúk, dýnum og teppum,
finnur það sér trjágreinar til að reisa sér bráðabirgðasskýli.
„Sjáðu, hún er að taka af okkur mynd,“ gæti hún verið að segja við barnið
sitt konan sem situr fyrir framan aleigu sína og bíður eftir að fá úthlutað
segldúk til að reisa bráðabirgðaskýli.
6 – Margt smátt ...
0
8
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:4
8
F
B
1
4
4
s
_
P
1
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
1
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
A
1
-7
F
3
8
1
C
A
1
-7
D
F
C
1
C
A
1
-7
C
C
0
1
C
A
1
-7
B
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
4
4
s
_
7
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K