Fréttablaðið - 08.04.2017, Síða 65
Hlutverk Póst- og fjarskiptastofnunar er að tryggja hagkvæm, örugg og aðgengileg fjarskipti og
póstþjónustu og efla virka samkeppni á markaði. Meginþungi starfseminnar eru fjarskipti og tengd
mál. Hjá PFS starfa 23 starfsmenn, aðallega sérfræðingar við úrlausn tæknilegra, viðskiptalegra og
lagalegra verkefna er tengjast hlutverki stofnunarinnar. Sjá nánari upplýsingar á www.pfs.is
Póst-og fjarskiptastofnun óskar eftir að ráða í stöðu sérfræðings í netöryggissveit PFS. Netöryggissveitin hefur það hlutverk að fyrirbyggja, draga úr og bregðast við hættu vegna netárása
eða hliðstæðra öryggisatvika í þeim tölvukerfum sem falla undir starfssvið hennar. Sveitin leitast við að greina atvik af þessu tagi, takmarka útbreiðslu þeirra og tjón af þeirra völdum.
Þá tekur netöryggissveitin þátt í því að tryggja virkni almennra fjarskiptaneta, vernd, virkni og gæði IP fjarskiptaþjónustu og vernd upplýsinga í almennum fjarskiptanetum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Greining á spilliforritum og viðbrögð við öryggisatvikum
• Atvika-, veikleika- og búnaðargreining, ásamt því að dreifa upplýsingum um atvik og
berskjölduð tölvu- og fjarskiptakerfi
• Upplýsingaskipti við þjónustuhóp og aðra ytri aðila
• Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi um öryggi Internetsins
• Ráðgjöf og upplýsingar varðandi öryggismál á netinu
• Aðstoð við uppbyggingu þekkingar í meðhöndlun öryggisatvika hjá innlendum netöryggishópum
• Eftirlit með reglum um net- og upplýsingaöryggi
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf í verk-, tækni- eða tölvunarfræði eða á öðrum sviðum ef viðkomandi hefur
haldgóða reynslu á sviði netöryggis.
• Sérmenntun eða starfsreynsla á sviði hugbúnaðargerðar og/eða öryggisgreininga,
ásamt þekkingu á fjarskiptamarkaðnum, er æskileg. Þekking á fjármálageiranum og/eða
orkugeiranum og öryggismálum þeirra er kostur.
• Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með að starfa sjálfstætt sem og í hópi og jafnframt búa
yfir þeim sveigjanleika og festu sem nauðsynleg er til að ná árangri í starfi.
• Gerð er krafa um mikla greiningarhæfni, öguð og skipulögð vinnubrögð.
• Búa yfir skilningi á internettækni ásamt færni til að meta upplýsingar um áhættu og áhrif
• Geta til að miðla tæknilegum upplýsingum til annarra.
• Góð íslensku og enskukunnátta, bæði töluð og rituð, er áskilin
• Umsækjendur þurfa að geta unnið undir álagi og hafa tamið sér skipulag í vinnubrögðum
Sérfræðingur í netöryggissveit PFS (CERT-ÍS)
PFS hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um störf hjá stofnuninni.
Umsjón með starfinu hefur Þorleifur Jónasson forstöðumaður tæknideildar.
Umsóknir óskast fylltar út á heimasíðu PFS www.pfs.is
Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl nk.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Krafist er sakavottorðs.
Umsækjandi þarf að gangast undir og standast bakgrunnsskoðun og öryggisvottun Ríkislögreglustjóra.
Hæfni og menntun
» Háskólamenntun í tölvunar-
fræði eða sambærileg menntun
» Sterkur bakgrunnur í C# .NET
og SQL
» Hæfni í samantekt á kröfum
og hönnun á lausnum
» Frumkvæði, fagmennska
og færni í mannlegum sam-
skiptum
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veita Óskar
Sigurgeirsson, deildarstjóri
Hugbúnaðarlausna í síma 410
7075 og Berglind Ingvarsdóttir,
mannauðsráðgjafi í síma 410 7914.
Landsbankinn leitar að öflugum forritara til starfa í hóp reyndra sérfræðinga
í Hugbúnaðarlausnum hjá Landsbankanum. Bankinn hefur sett sér
metnaðarfulla stefnu um stafræna tækni með það að markmiði að gera
bankaviðskipti aðgengilegri í rafrænum dreifileiðum. Þetta er tækifæri fyrir
lausnamiðaðan einstakling sem hefur áhuga á að taka þátt í athyglisverðum
breytingum á bankaumhverfinu og takast á við krefjandi þróunarverkefni.
Hugbúnaðar-
sérfræðingur
Helstu verkefni
» Nýsmíði, umbóta- og
samþættingarverkefni
» Þróun lausna í takt við stefnu
bankans
» Greining og hönnun verkefna
í samstarfi við hagsmunaaðila
Umsókn merkt Hugbúnaðarsérfræðingur fyllist út á vef bankans, landsbankinn.is.
Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl nk.
0
8
-0
4
-2
0
1
7
0
4
:4
8
F
B
1
4
4
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
4
4
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
A
2
-2
2
2
8
1
C
A
2
-2
0
E
C
1
C
A
2
-1
F
B
0
1
C
A
2
-1
E
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
4
4
s
_
7
_
4
_
2
0
1
7
C
M
Y
K