Fréttablaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 08.04.2017, Blaðsíða 92
Nomad hillan er einn af þeim hlut- um sem þú getur flutt með þér frá heimili til heimilis, og hún mun alltaf passa þínum þörf- um, þótt hlutverk hennar geti breyst. Hún er hönn- uð til að vera fjölnota, og við hana er hægt að kaupa slá og króka sem hengja má í það sem hentar manni á hverjum stað. Hönnunarfyrirtækið FÓLK var stofnað á síðasta ári og er að sögn Rögnu Söru Jóns- dóttur, stofnanda fyrirtækisins, þekkingarfyrirtæki sem byggir upp þekkingu á framleiðslu og markaðssetningu hönnunarvara. „Við finnum samstarfsfleti með ólíkum hönnuðum með fjöl- breytta sérþekkingu og leggjum sjálf til þekkingu á þeim ferlum sem eru nauðsynlegir til þess að gera hugmynd að veruleika. Við leggjum mikla áherslu á að fylgja viðmiðum um sjálfbærni í öllum okkar ferlum þannig að vörurnar okkar hafi sem minnst neikvæð áhrif á umhverfið og umfram allt, styðji fólk í því að stuðla sjálft að sjálfbærni í eigin lífsstíl.“ Ragna Sara á að baki fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, bæði hér á landi og í Danmörku. Hún hefur lengi haft áhuga á hönnun en sá áhugi jókst mikið þegar hún bjó í Kaupmannahöfn um nokkurra ára skeið. „Þar fylgdist ég með því hvernig danski hönnunar- bransinn endurskilgreindi sig með hugmyndafræðinni New Nordic Design sem var verulega áhuga- vert.“ Sameinar tvö áhugasvið Hún hafði lengi starfað við ráðgjöf um hvernig fyrirtæki og stofn- anir gætu innleitt starfshætti sem gerðu þeim kleift að taka aukna ábyrgð á umhverfis- og samfélags- málum. „Mig fór að langa til að beita þeim aðferðum sem ég hafði veitt ráðgjöf um sjálf í eigin fyrir- tæki og innleiða samfélagsábyrgð á áþreifanlegan hátt. Í raun má segja að ég sameini með þessu tvö áhugasvið og ákveðna hugsjón og ekki spillir fyrir að það er mikil gróska meðal íslenskra hönnuða sem verður spennandi fyrir Fólk að starfa í samstarfi við og styðja við að skapa vörur til sölu hérlendis og erlendis.“ FÓLK tók þátt í HönnunarMars í síðasta mánuði í fyrsta sinn og segir Ragna Sara upplifun þeirra hafa verið virkilega góða. „Við tókum þátt í samsýningunni Íslensk húsgögn og hönnun í Hörpu sem Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda stóð fyrir. Við fengum mikið út úr því að taka þátt, þarna komu margir og sáu vörurnar okkar og við kynntum hugmyndafræðina að baki vöru- merkinu FÓLK. Í kjölfarið hafa svo málin þróast sjálfkrafa, fjölmiðlar og söluaðilar frá ýmsum stöðum í heiminum hafa haft samband og við erum bara að vinna úr þeim samböndum sem sköpuðust þarna.“ Fjölnota hillur Fyrirtækið er að koma með vöru- línu á markað sem heitir Urban Nomad og er unnin í samstarfi við vöruhönnuðinn Jón Helga Hólm- geirsson. Á HönnunarMars kynntu þau tvær tegundir af Nomad hillum og fylgihlutum, sem eru fyrstu vörurnar í Urban Nomad vörulínunni að sögn Rögnu Söru. „Heiti línunnar vísar í ákveðnar samfélagsbreytingar sem eru að eiga sér stað, mögulega einkum hjá yngri kynslóðinni sem á erfitt með að festa kaupa á fyrstu íbúð. Á leigumarkaðnum flytur maður mögulega oftar en mann langar, og eyðir miklum tíma í að losa sig við húsgögn sem passa ekki á nýja staðnum og að finna nýtt sem passar. Nomad hillan vísar í líf hirðingjans, sem þarf ekki mikið til að hefja nýtt líf á nýjum stað. Nomad hillan er einn af þeim hlutum sem þú getur flutt með þér frá heimili til heimilis, og hún mun alltaf passa þínum þörfum, þótt hlutverk hennar geti breyst. Hún er hönnuð til að vera fjölnota, og við hana er hægt að kaupa slá og króka sem hengja má í það sem hentar manni á hverjum stað. Það er auðvelt að setja hana upp og auðvelt að láta endurvinna hana þegar líftíma hennar lýkur. Við höfum átt frábært samstarf við Jón Helga Hólmgeirsson hönnuð vörulínunnar, og leggjum nú drög að fleiri vörum sem byggja á sömu hugsun.“ Spennandi tímar fram undan Það eru því spennandi tímar fram undan en næstu skref eru að hefja framleiðslu á Nomad hillunum og halda áfram að vinna að vöruþróun með þeim frábæru hönnuðum sem þau eru í samstarfi við. „Við erum með mörg járn í eldinum, enda veit maður aldrei þegar maður byrjar hvaða vara stendur upp úr sem frambærilegur fulltrúi í hönnunar- framleiðslu og markaðssetningu sem byggð er á sjálfbærni. Við byggjum á skýrri stefnu og eftir góðar fyrstu viðtökur tel ég að það séu spennandi uppbyggingartímar fram undan.“ Vörur FÓLKs og fyrirtækið sjálft má kynna sér á www.folkreykjavik. is og á Instagram(@folkreykjavik). Finnur góða samstarfsfleti með ólíkum hönnuðum Eftir fjölbreyttan starfsferil ákvað Ragna Sara Jónsdóttir að skipta al- gjörlega um starfsvettvang og stofnaði hönnunarfyrirtækið FÓLK. Þar sameinar hún tvö áhugasvið sín, hönnun og samfélagslega ábyrgð. Ragna Sara, stofnandi FÓLKs, vinnur að því að þróa sjálf- bærar hönnunarvörur fyrir heimilið. Efnisval, vinnsla og förgun hennar skipta miklu máli. MYND/ERNIR Nomad hillurnar koma í tveimur stærðum, ein- föld hilla og þreföld hilla. Jón Helgi Hólmgeirsson. Hægt er að bæta ýmsum fylgihlutum við Nomad hillurn- ar, t.d. tveimur tegundum af krókum. 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . A P R Í L 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 8 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 1 4 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C A 1 -F 0 C 8 1 C A 1 -E F 8 C 1 C A 1 -E E 5 0 1 C A 1 -E D 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 4 4 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.