Fréttablaðið - 08.04.2017, Page 107

Fréttablaðið - 08.04.2017, Page 107
Fjölmiðlaverðlaun götunnar voru af- hent í fyrsta sinn við formlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þann 23. febrúar síðastliðinn en þá veitti Pepp Ísland, grasrótarhreyfing fólks með reynslu af fátækt, blaða- frétta- og dagskrár- gerðarfólki, alls ellefu manns, viður- kenningu fyrir framlög sín til málefna- legrar umfjöllunar um fátækt á Íslandi á árinu 2016. Alda Lóa Leifsdóttir hlaut heiðursverð- launin fyrir ljósmyndir í umfjöllunum Fréttatímans um fátækt á árinu 2016 ásamt því að fá viðurkenningu fyrir greinina „Vildi að ég gæti boðið börn- unum í mat”, sem var að mati dóm- nefndar bæði jákvæð og uppbyggileg. Verðlaunagripir voru saltstaukar en dómnefnd fannst við hæfi að gefa verðlaunahöfum „salt í grautinn”. Alda Lóa fékk saltstauk sem situr á lista- verki úr hraunmola sem Sign í Hafnar- firði hannaði. Áslaug Karen Jónsdóttir, blaðamaður á Stundinni, hlaut verð- laun fyrir „Fátæku börnin”, sem var að mati dómnefndar besta blaðagreinin. Kristjana Guðbrandsdóttir, blaðamað- ur á Fréttablaðinu, hlaut verðlaun fyr- ir bestu fyrirsögnina, „Fátækt deyr þegar draumar fá líf” og fjórði salt- staukurinn féll í hlut Gunnars Smára Egilssonar fyrir greinina „Efna- hagslegt hrun ungs fólks” í Fréttatím- anum. Eftirfarandi fjölmiðlafólk fékk viður- kenningu fyrir tilnefndar umfjallanir: Lísa Pálsdóttir fyrir vandaða umfjöllun í útvarpi fyrir „Andstyggilegt að vera heimilislaus” (Rás 1), Þóra Kristín Ás- geirsdóttir fyrir tvær blaðagreinar: „Svikinn sem barn – 35 ár á stofnunum” og „Ég var bara óheppin” (Fréttatím- inn) og Viktoría Hermannsdóttir fyrir vandaðan fréttaflutning í „Hundruð barna í Reykjavík alin upp við fátækt” (RÚV). Grein Erlu Sigurlaugar Sigurðar- dóttur „Stundar fjögur störf til að lifa” var einnig tilnefnd.Kristín Sigurðar- dóttir frá fréttastofu Ríkissjónvarps- ins, Markús Þórhallsson frá Útvarpi Sögu og Þórhildur Guðrún Ólafsdóttir frá Rás 1 fengu að auki sérstaka viður- kenningu fyrir að sýna málstaðnum áhuga og virðingu. Fjölmiðlaverðlaun götunnar eru unnin að fyrirmynd systursamtaka Pepp Ís- land í Austurríki og eru samstarfsverk- efni svipaðra hreyfinga í nokkrum Evrópuríkjum. Markmiðið er að efla faglega og metnaðarfulla fjölmiðlaum- fjöllun um fátækt sem samtökin telja að skili sér í auknum skilningi samfélags- ins á þeim aðstæðum sem efnaminna fólk býr við, enda sé aukinn skilningur eina leiðin til úrbóta. ”Saman getum við, fólkið sem býr við fátækt og fjöl- miðlafólk, þrýst á stjórnvöld að grípa til aðgerða“, sagði Ásta Dís Guðjóns- dóttir, talskona Pepp Ísland við verð- launaafhendinguna. Fjölskyldumiðstöðin í Gerðubergi, Hjálparstarf kirkjunnar, Fella- og Hóla- kirkja og Pepp Ísland, grasrótarhreyf- ing fólks sem berst fyrir réttindum fólks og eflir fólk til sjálfshjálpar hafa opnað Breiðholtsbrúna til að sameina fólk úr ólíkum áttum og einnig til að ná til fólks sem býr á einhvern hátt við fé- lagslega einangrun. Breiðholtsbrúin er opin í Fella- og Hólakirkju fyrsta og þriðja mánudag í mánuði klukkan 11:30 –14:00. Breiðholtsbrúin er fyrir fólk á öllum aldri og án tillits til starfs, fjölskyldu- stöðu, þjóðernis eða annars. Brúin býður fólki sem finnst það vera félags- lega einangrað eða ekki í miklum sam- skiptum við ættingja eða vini kjörið tækifæri til þess að blanda geði við aðra og til þess að kynnast nágrönnum sínum og samferðafólki. Hildur Oddsdóttir er sjálfboðaliði á Breiðholtsbrúnni. Hún segir að þar sé boðið upp á hádegismat sem sjálfboða- liðar elda en fólki bjóðist að koma með sínar eigin mataruppskriftir, taka þátt í eldamennskunni og bjóða öðrum að bragða á rétti sínum. Það gefi fólki kost á að kynnast – ekki bara mismunandi matarmenningu, heldur og ekki síður hvert öðru. Unglingar á Íslandi safna fyrir húsum fyrir munaðarlaus börn í Úganda Breiðholtsbrúin er opin! Alda Lóa Leifsdóttir fyrst til að hljóta fjölmiðlaverðlaun götunnar Fjölmiðlafólk sem hlaut viðurkenningu frá Pepp Ísland fyrir málefnalega umfjöllun um fátækt á árinu 2016. Alda Lóa Leifsdóttir sem hlaut heiðursverðlaunin „Salt í grautinn“ á hraunmola er önnur frá hægri. Hildur Oddsdóttir (önnur frá hægri) í góðum félagsskap á Breiðholtsbrúnni síðastliðinn mánudag. Margt smátt ... – 9 0 8 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 1 4 4 s _ P 1 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C A 1 -9 2 F 8 1 C A 1 -9 1 B C 1 C A 1 -9 0 8 0 1 C A 1 -8 F 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 4 4 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.