Fréttablaðið - 08.04.2017, Síða 126

Fréttablaðið - 08.04.2017, Síða 126
Kórstjóri Ertu glaðlyndur og geðþekkur söngstjóri með reynslu af kórstjórn? Þekktur, starfandi og reynslumikill karlakór á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða söngstjóra. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist til box@frett.is fyrir 1. maí nk. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. 365.is Sími 1817 Þjóðmálaþáttur undir stjórn Heimis Más Pétursson og Höskuldar Kára Schram í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi alla laugardaga kl. 12:20. VÍGLÍNAN LAUGARDAGA KL. 12:20 Nýverið kom út hjá b ó k a ú t g á f u n n i Sæmundi sagan Neonbiblían eftir bandaríska rithöf­undinn John Kenn­ edy Toole og því er ekki úr vegi að forvitnast aðeins hjá þýðandanum, Ugga Jónssyni, um höfundinn og verk hans sem komu ekki út fyrr en eftir að hann var allur. Uggi segir að John Kennedy Toole hafi ekki lifað langa ævi en að hún sé þó forvitnileg. „Hann fæddist 1937 í New Orleans í Louisiana­ríki og féll fyrir eigin hendi rétt rúmlega 31 ári síðar, árið 1969. Hann var síðbúið einkabarn og ólst upp við dálæti og mikla athygli, hvers konar listir og bókmenntir sem Thelma móðir hans hélt óspart að honum. Raunar gerði hún gott betur en það, því henni varð fljótlega mjög umhugað um það að sonur hennar skaraði fram úr á sem flestum sviðum og kæmist bókstaflega í sviðsljósið, reyndi að gera úr honum barna­ stjörnu og varð talsvert ágengt við það. Sjálf var hún menntuð í leiklist og tónlist og kenndi hvort tveggja, en að auki hafði hún aðstöðu og sambönd til að koma á laggirnar barnaleikhóp sem sýndi leikrit þar sem sonur hennar var í aðal­ hlutverki og svo kom hann fram í útvarpsþáttum og auglýsingum á barnsaldri. Hann var að segja má hennar stóra verkefni allt til ævi­ loka hennar sjálfrar, og út yfir gröf og dauða í hans tilfelli.“ Mamma og Pulitzer Uggi tekur ekki fyrir að móðir rit­ höfundarins virðist hafa verið nokkuð stjórnsöm og efalítið hafi hún haft mikil áhrif á það hvað úr honum varð eftir að hann óx úr grasi. „Þótt hún hafi trúlega ekki beinlínis hlutast til um það sem hann skrifaði, þá hefur hún efalítið sett mark sitt á vissar sögupersónur Tooles. Þeim mæðginum var raunar ekki alltaf sérstaklega vel til vina, en ofurtrú hennar á að sonur hennar væri snillingur var óbilandi. Og þetta gat raunar orðið pínlegt fyrir hann á stundum, því hún var langt í frá spör á háværar yfirlýsingar um framúrskarandi hæfileika hans. Og það er engan veginn ofsagt að hann hafði ótvíræða hæfileika sem rit­ höfundur, og eflaust hefði verið afar forvitnilegt að sjá þriðju bókina, sem hefði kannski orðið jafn ólík hinum tveimur og þær eru ólíkar hvor annarri.“ Uggi bætir við að það hafi í raun verið þessi trú Thelmu á snilligáf­ una sem varð til þess um síðir að bækur hans komu út. „Móðir hans tók fram handritið að frægari bók Tooles, Aulabandalaginu (A Con­ federacy of Dunces), snemma á átt­ unda áratugnum og heldur áfram með tilraunir til að fá söguna gefna út, sem höfundurinn sjálfur gafst upp á fáum árum fyrir andlátið, og eftir hátt í áratug og allmörg afsvör útgefenda, kemur bókin loks út og slær í gegn og Toole hlýtur Pulitzer­ verðlaunin þótt hann sé kominn í gröfina. Mönnum þótti sem hann hefði öðrum betur náð að fanga kaót­ ískan anda New Orleans þar sem ansi mörgu ægir saman, auk þess að skapa svo spaugilega aðalper­ sónu, Ignatíus J. Reilly, að hvað eftir annað í meira en þrjátíu ár hefur verið í bígerð að gera eftir sögunni kvikmynd, en einhverra hluta vegna lukkast það aldrei. Mögulega eru þar að verki svipuð álög og virðast hafa hvílt á sögunni á sjöunda og áttunda áratugnum.“ Litfögur neonljós Neonbiblían beið þó enn lengur óútgefin en Aulabandalagið eftir að hafa farið í gegnum ýmsar hremm­ ingar. „Rétt er það, hún kom út 1989 og er engu síður en Aulabandalagið til marks um það hvílíkt undrabarn bókmenntanna Toole var, alveg frá ungum aldri, því hann er ekki nema sextán ára þegar hann skrifar hana. Í þessari sögu lýsir hann á mjög blátt áfram og látlausan en afar sannfærandi hátt litlum heimi sem var gerólíkur hans eigin umhverfi í New Orleans og hafði hann þó ekki haft mikil kynni af litlum bæjar­ félögum þar sem þröngsýni, trúar­ ofstæki og harðneskjuleg stétta­ skipting setur mark sitt á mannlífið; hann ólst upp við allt annars konar aðstæður í borginni. Höfuðper­ sónan og sögumaðurinn er dreng­ urinn og síðar unglingurinn David og það er með augum hans sem við fáum sýn á lífið í þessum verk­ smiðjubæ. Þar saumar kreppan að fólki á borð við foreldra hans, svo fjölskyldan verður að flytja út fyrir bæinn og inn í hús sem er hálfvegis að hruni komið, en þarna bætir líka „blessuð“ heimsstyrjöldin dálítið úr skák í efnalegu tilliti eins og víðar, þótt auðvitað hafi það verið smá­ munir einir miðað við það sem til dæmis Íslendingar kynntust á stríðs árunum. Yfir mannlífinu er þó alltaf vomandi ofurvald óskráðs reglu­ verks og þótt upp dúkki sjarmer­ andi vakningarpredikari og flestir í héraðinu freistist til að mæta á samkomu og vitna jafnvel, þá fer brátt allt í sama farið – enda er það presturinn sem „á“ sóknarbörnin og stjórnar hinu meinta andlega og sómakæra lífi þegar upp er staðið. Og það er reyndar eins konar skúlp­ túr eða mynd af Biblíunni, gerð úr litfögrum neonljósum, sem er eitt helsta kennileiti bæjarins þar sem hún trónir lýsandi og líkust áminn­ ingu á þaki kirkjunnar – það er sú flúrbók sem sagan heitir eftir.“ Undrabarnið og mömmudrengurinn sem hlaut Pulitzer löngu eftir sinn dag Bandaríski rithöfundurinn John Kenn­ edy Toole á sér magnaða en sorglega sögu. Nýverið kom út í íslenskri þýðingu Ugga Jónssonar bókin Neonbiblían sem Toole skrifaði aðeins sextán ára gamall. Götumynd frá New Orleans frá þeim tíma þegar John Kennedy Toole var að vaxa úr grasi. NOrdicPhOTOs/GeTTy Bandaríski rithöfundurinn John Kennedy Toole sem stytti sér aldur aðeins rúmlega þrítugur að aldri. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Og það er eNgaN vegiNN OfsagT að haNN hafði óTvíræða hæfileiKa sem riThöfUNdUr, Og eflaUsT hefði verið afar fOrviTNilegT að sJá þriðJU BóKiNa, sem hefði KaNNsKi Orðið JafN ólíK hiNUm TveimUr Og þær erU ólíKar hvOr aNNarri. 8 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r62 m e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð 0 8 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :4 8 F B 1 4 4 s _ P 1 4 3 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C A 1 -7 A 4 8 1 C A 1 -7 9 0 C 1 C A 1 -7 7 D 0 1 C A 1 -7 6 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 4 4 s _ 7 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.