Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Qupperneq 4

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Qupperneq 4
Hljóða nótt) heilaga nótt Vér stöndum hjá jötu Guðssonarins. 1 djúpri næturþögninni steig orð Guðs eitt sinn niður til vor. Stórfenglegustu gjörðir Guðs eiga sér stað í kyrrðinni. Eigi heim- urinn sem vér lifum nú í, að öðlast heil- brigði, verður hann á ný að tileinka sér þögn. Hvers vegna steypir fólk sér út í umsvifin, út í skarkalann, út í skemmtana- lífið? Af því að því er um megn að mæta sínu eigin þjakaða sjálfi, svo og Guði. 1 þögninni mætum vér fyrst sjálfum oss. Sá fundur er ekki þægilegur. Þegar vér loks snúum baki við ys og þys athafna- semi vorrar, þegar vér gleymum hvað vér erum að yfirborðslegri hyggju mannanna, þegar vér loks leggjum frá oss þá fals- mynd, sem vér höfum gjört oss af sjálf- um oss, þar sem vér þykjumst vera það sem vér aðeins gjarnan vildum vera. Þá fyrst verðum vér þess vör, hversu óendanlega mjög vér erum ofurseld. Þá upplifum vér þau sannindi ritningarinnar, að hver maður er lygari og lifir á valdi sjálfslyga sinna. Þá fyrst gerum vér oss ljóst hversu smá vér erum, þegar vér reynum ekki lengur að fela oss bak við titla og nöfn, bak við menn og hluti. Þannig komumst vér til sjálfra vor í þögninni og verðum loksins raunveruleg. Þá lærum vér að greina sundur, hvað það er að vera og virðast. Þögnin er í öðru lagi fundur við Guð. 1 þögninni kemst hann loksins að með það, sem hann vill segja, því að endranær yfir- gnæfa stöðugt aðrar raddir, rödd hans. 1 því nær hið skapaða mestri dýpt að þegja og hlýða á hann, gera sjálft sig móttæki- legt fyrir orð hans. Guð talar sína eigin tungu. I kyrrðinni uppljómast í nýju ljósi, fyrir hinum hug- leiðandi anda það orð, sem hann hefur mælt til vor í heilagri ritningu. í kyrrðinni sýnir hann oss þann skilning, sem býr að baki lífsferils vors, örlaga vorra, erfið- leika vorra og áhyggja, eins og hann lítur út í hans augum og ætlun. Þar nýtur sin loks óhagganlegur mælikvarði eilífðarinn- ar. Guð talar aðra tungu, og til þess að skilja hana, verður maður að þjálfa sig daglega. Á þessum jólatíma skulum vér setja fasta ákveðna hvíldarpunkta í daglegri önn vorri, þar sem vér látum sál vora koma fram fyrir Guð í kyrrð. Ef vér gefumst ekki upp, mótast smám saman hið innra með oss ákveðin afstaða í þögninni, sem gerir oss fært að sjá hönd Guðs í verki í athöfnum hins daglega lífs og taka á móti boðum hans. Því þögn er ekki hið sama og að tala ekki, heldur að vera í sambandi við Guð. Megi barnið, sem liggur þögult í jöt- unni, veita oss þá jólagjöf. PriorinncL Sr. Hildegardis. Landakoti.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.