Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Síða 7
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
95
6/6 1885, skulle have afsluttet sin ud-
dannelse i juni 1904.“
1 bréfi frá forstöðukonu Royal Infirm-
ary í Edinborg, dags. 14. sept. 1965 segir
um námstíma Þóru J. Einarsson, „period
of training 2nd Oct. 1902 to lst Oct. 1903“,
ennfremur er þar greint frá umsókn henn-
ar til skólans og meðmælum að heiman.
námstíma og árangri og störfum hennar
i Skotlandi næstu árin og framhaldsnámi.
Er vitnisburðurinn um hana mjög lofsam-
legur. Samkvæmt þessum heimildum hef-
ur hún lokið námi 1. okt. 1903, en Astrid
Halldórsson 1. jan. sama ár.
Astrid Halldórsson var móðursystir
mín, Ástríður Torfadóttir, en ef þessar
upplýsingar hefðu ekki komizt í mínar
hendur, er óvíst hvort aðrir hefðu áttað
sig á því hver Astrid Halldórsson væri.
Hún var fædd 11. janúar 1867, dó 23. jan-
úar 1949, á Flateyri þar sem hún var
fædd. Um tveggja ára skeið var hún í
Kaupmannahöfn og stundaði þar nám í
ýmsum kvenlegum fræðum. Eftir heim-
komuna var hún um stund hjá foreldrum
sínum á Flateyri, en fór svo til Akur-
eyrar og var hjúkrunarkona sjúkrahúss-
ins á Akureyri (árið 1899) undir stjórn
dr. Guðmundar Hannessonar. Veitti svo
forstöðu sjúkrahúsinu á ísafirði um
tveggja ára skeið, en 1902 fer hún til
Kaupmannahafnar til framhaldsnáms.
Næst gerist hún svo aðstoðarhjúkrunar-
kona franska spítalans á Fáskrúðsfirði.
Árið 1907 fluttist hún að Hólum í Reyðar-
firði til Guðrúnar systur sinnar og var
með henni alla tíð upp frá því, en þegar
Guðrún missti mann sinn, séra Jóhann
Lúter Sveinbjörnsson, fluttust þær vestur
til önundarfjarðar og settust að í nábýli
við bræður sína að Sólbakka. Guðrún tók
að sér símstjórn á Flateyri, en Ástríður
var hennar styrka hönd við barnauppeldið
og heimilisstörfin.
Þóra J. Einarsson.
1 bréfi, sem Ástríður skrifar frá Kaup-
mannahöfn Guðrúnu, systur sinni, árið
1902, segist hún gera ráð fyrir að komast
inn á Kommunespítalann í Kaupmanna-
höfn til að læra hjúkrun, með aðstoð Dr.
Bayers?, þess sem hún segir að við eig-
um holdsveikraspítalann í Laugarnesi að
þakka, og getur þess að hann sé sjald-
gæfur íslandsvinur. Ennfremur segir hún
að venjulegt nám þar taki 21/2 ár, en einnig
sé hægt að fá 6 mánaða námsskeið, gegn
því að greiða 30 kr. á mánuði, og hafi
henni þá ekki litist á blikuna. En forstjóri
stofnunarinnar sagðist mundi gera und-
antekningu með hana, vegna þess að hún
væri íslendingur! skyldi hún sleppa við
þessa greiðslukvöð, og fá einnig ókeypis
fæði, en hins vegar yrði hún að leggja
sér til föt og búa út í bæ. Læknisvottorð
bar henni að leggja fram og fékk það hjá
Dr. Bayers, sem skrifaði að hún mundi
hafa nægilega krafta og hæfileika til hjúkr-
unarstarfa, þótt aldurinn væri 7 árum of
hár og vöxturinn of „spinkel".
Guðrún Frandsen var íslenzk í móður-