Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Side 10

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Side 10
98 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS vika hjúkrunarkvenna styttist eins og ann- ara starfshópa. Hjúkrunarskólinn er enn í sínum þrönga stakk og brautskráir ekki á næstu árum fleiri nemendur en nú, og ekki verður hjá því komizt að hugsa: Hvar á að taka hjúkrunarkonur til að starfa á hinum nýju deildum Landspítalans og á Borgarspítalanum í Fossvogi, þegar hann tekur til starfa? Þótt teknar væru allar starfandi hjúkrunarkonur á landinu utan Reykjavíkur, myndi það ekki hrökkva til. Og ekki myndi það bæta ástandið úti á landsbyggðinni. Stéttin okkar er ein af sárafáum í land- inu, sem svo til eingöngu er skipuð kon- um, konum, sem þegar í byrjun náms hafa náð giftingaraldri og binda sig margar hverjar á námsárunum eða að þeim lokn- um. Meiri hluti nýútskrifaðra hjúkrunar- kvenna starfar eitthvað fyrstu eitt, tvö eða þrjú árin, en sífellt þynnist hópurinn, og eftir nokkur ár eru kannske ein eða tvær, kannske engin úr hópnum í hjúkr- unarstarfinu. Margar koma aftur í fullt starf, eða hluta af starfi, og er það dýrm- ætt. Það er ekki fátítt, að ung hjúkrunar- kona komi til mín og segi mér þau gleði- tíðindi, að hún eigi von á barni. Enn er ég svo mannleg að geta tekið þátt í ham- ingju hennar og sagt: Það var gaman að heyra, ég óska þér innilega til hamingju. En þegar hún er gengin út af skrifstofu minni kemur ónotaleg hugsun: Hvað geri ég nú — hverja fæ ég í hennar stað? Að auglýsa eftir hjúkrunarkonu er svo til þýðingarlaust. Og svo fer ég yfir hinn allt of fámenna hóp giftra hjúkrunarkvenna, sem við erum þó svo lánsöm að eiga á Akureyri, og hugsa með mér: Hvað á þessi mörg börn — ætli nokkur leið sé til þess, að hún geti tekið hálfa vakt á móti ann- arri? Og ekki bætir það úr skák, þegar ég í hjarta mínu, er á móti því að tæla konu frá ungum börnum, enda þótt fullt hús af sjúku fólki þurfi á kröftum hennar og þekkingu að halda. Margar ungar stúlkur eru hneigðar fyr- ir líknarstörf, en svo sárafáar, sem hafa þá þekkingu, er með þarf. Og þá vaknar spurningin — hvað þarf mikla þekkingu til að geta búið um autt rúm eða hjálpað sjúklingi, sem að öðru leyti er sjálfbjarga, til að þvo á honum bakið, þvo síðan bað- karið, láta vatn renna í það og kalla á þann næsta? Það hljómar óneitanlega fal- lega, þegar sagt er: Þetta á bara útlærð hjúkrunarkona að gera, þessu má ólærð stúlka ekki koma nálægt. Það hljómar svo fallega, að það jaðrar við hugsjón. En hvar á að taka þessa lærðu krafta? Hver á að baða sjúkling, þegar engin hjúkrun- arkona fæst til þess? Hver á að búa um sjúkling, þegar engin er til? Hvernig eig- um við að fylla þau skörð — við, sem ábyrgð berum á hjúkrununni? Við, sem leggjum allt okkar starf í að fá þær hjúkr- unarkonur, sem völ er á, erum þakklát fyrir þær, sem við fáum, og þykjumst góð, ef við getum fleytt áfram sjúkrahúsi með lágmarkstölu þeirra hjúkrunarkvenna, er við þurfum að hafa. Kannske er það aðallega þekkingin, sem við erum að sækjast eftir, því að, eins og ég sagði fyrr, eru svo margar ungar stúlk- ur hneigðar fyrir líknarstörf. Og gætum við þá ekki, eins og nágrannaþjóðir okkar og fleiri, nýtt krafta þeirra og líknarlund á hjúkrunarstofnunum með því að láta þær annast þau störf, er minni þekkingar krefjast — kennt þeim hin einfaldari hjúkrarstörf, er þær svo ynnu undir stjórn okkar hinna, er meiri menntun hafa hlotið. Ýmsir hafa rætt og ritað um þessi mál, og líklega er það læknastéttin, er talað hef- ur um þau af mestri alvöru — sá veit bezt, hvar skórinn kreppir, sem hefur hann á fætinum.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.