Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Qupperneq 18
106
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
deildarhjúkrunarkona og svo aðstoðarfólk.
Einnig var rætt um að gera kröfur um
fleiri stöður yfirhjúkrunarkvenna og fleiri
aðstoðarforstöðukonustöður til þess að
létta þeim störfin.
Umræður hafa orðið um það erlendis
að forstöðukonur væru óþarfar og hægt
væri að fá hagfræðinga, eða aðra sem
kynnu að stjórna í þeirra stað. En hópur-
inn var sammála um það, að við þyrftum
að vera á verði gegn því að láta taka þess-
ar stöður af okkur, það verður að vera
hjúkrunarkona, það er hún sem ber ábyrgð
á því, á hvaða stigi hjúkrunin stendur á
hennar sjúkrahúsi.
Er launamismunur réttur milli hinna
ýmsu starfshópa? Komist var að þeirri
niðurstöðu, að deildarhjúkrunarkonur
ættu að vera mun hærri en aðstoðarhjúkr-
unarkonur, vegna ábyrgðarinnar og svo
fengju þær ekki kvöld og næturvaktar-
álag. Einnig að forstöðukonur ættu að hafa
háan launatopp, svo einhver fáist til þess
að sækja um þessar stöður. Það er svo
margt sem á þeim skellur. 1 þriðja lagi
eiga launin að vera mismunandi í sama
starfi þótt menntun sé misjöfn? Var þar
aðallega rætt um deildarhjúkrunarkonur.
Það er starfið en ekki menntunin sem um
er að ræða, það kom fram að ekkert iand
getur fullnægt eftirspurninni um sérnám
deildarhjúkrunarkvenna. Á meðan ekki er
hægt að fullnægja eftirspurninni er ekki
hægt að gera kröfur til sérnáms og því
á ekki að vera launamismunur.
Annar hópurinn ræddi styttingu vinnu-
tímans, hvort nú væri hinn rétti tími til
þess að stytta vinnuvikuna, þegar við bú-
um við svo mikinn hjúkrunarkvennaskort
og óhagstæð launakjör.
Þetta mál er til umræðu á öllum Norð-
urlöndum. Mörg vandamál eru samfara
því að skipuleggja vinnuna á ný. Takmark-
ið á að vera að samræma vinnuviku hjúkr-
unarkvenna og annarra starfshópa innan
sjúkrahúsanna öðrum starfshópum í þjóð-
félaginu. Styttinguna á að framkvæma
með styttingu vinnutímans en ekki með
peningagreiðslum.
Eftirfarandi atriða þarf að taka tillit
til í sambandi við styttingu vinnuvikunn-
ar: Hjúkrunarkvennaskortinn, menntun
hjúkrunarkvenna og sérmenntun þeirra,
menntun aðstoðarfólks og uppfræðsla
starfsfólks sjúkrahúsanna. Einnig var
rætt um skipulagningu á vinnu sjúkra-
húss og deilda, t. d. hópvinnu, skýrslu-
gjafir og þrjár vaktir á sólarhring. Einnig
var talað um hjálpargögn sem létta mætti
vinnuna, t. d. áhöld sem aðeins eru notuð
einu sinni. Gefa skal sem mest frí á sunnu-
dögum og hátíðisdögum. Skipulagning
þarf að byggjast á tilraunum og við skipu-
lagningu vinnunnar megum við ekki
gleyma hvað er sjúklingunum fyrir beztu.
Þriðja umræðuefnið var um uppbætur
á óhagstæðan vinnutíma, eiga þær að greið-
ast með aukafríi, álagi eða hærri launa-
f lokkum ?
Hópurinn var á eitt sáttur með það að
þær uppbætur skyldu greiðast í fríi eða
peningum, en ekki með hækkun í launa-
flokkum.
Fjórði hópurinn hafði eftirlaunaaldur-
inn til umræðu: Á eftirlaunaaldur hjúkr-
unarkvenna að vera lægri en annarra
starfshópa ? Á eftirlaunaaldur að vera mis-
munandi innan hinna ýmsu starfsgreina
hjúkrunarinnar. Er eðlilegt, að samband
sé milli lengdar vinnuviku og eftirlauna-
aldurs ?
Komist var að þeirri niðurstöðu, að
hjúkrunarkonur ættu að hafa lengri eftir-
launaaldur en almennt væri, vegna þess
að vinnan væri svo líkamlega erfið. Allar
greinar innan stéttarinnar ættu að hafa
sömu aldurstakmörk. Þó var gerð undan-
tekning með hærri aldurstakmörkun hjá