Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Síða 22

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Síða 22
110 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ISLANDS" f Jóhanna María Guðmundsdóttir KVEÐJUMÁL „Þar sem góðir menn fara þar eru Guð vegir.“ 1 maímánuði 1933 brautskráðist fyrsti nemendahópurinn frá Hjúkrunarkvenna- skóla Islands. Við vorum 13 talsins. Nú hefur enn eitt skarð verið höggvið í þenn- an fámenna hóp. Jóhanna María Guð- mundsdóttir andaðist í Borgarspítalanum þann 17. nóvember, eftir stutta en þrauta- fulla legu. Andlátsfregnin kom mjög á óvart, því fæstir vissu að ekki var allt með felldu um heilsufar hennar síðustu árin. Það var svo fjarri henni að kvarta. María fæddist 4. nóv. 1895 í Aratungu í Steingrímsfirði. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Ólafsdóttir og Guðmundur Jónsson, er lengi bjuggu í Aratungu, en fluttust síðar að Berufirði í Reykhólasveit. Árið 1921 fór María úr foreldrahúsum og mun hún þá þegar hafa haft hjúkrun- arnám í huga, þótt ekki yrði af því um sinn. Ungar stúlkur áttu ekki margra kosta völ á þeim tíma. Þær urðu sjálfar að brjóta sér braut. María varð því að vinna hörðum höndum til að afla sér fjár til námsins. Árið 1929 gafst henni kostur á að kom- ast til Danmerkur. Þar réðist hún til vinnu í barnaspítala, og var þá lagður grund- völlur að hjúkrunarnámi hennar. Skömmu eftir að hún kom heim frá Danmörku, byrjaði hún nám sem reglulegur nemandi í Hj úkrunarkvennaskóla íslands, og lauk prófi þaðan vorið 1933, eins og fyrr segir. Að loknu námi stundaði hún hjúkrunar- störf óslitið í 11 ár, lengst af í Landsspít- alanum. Árið 1937 fór hún til Noregs og vann í þrjá máunuði í Ullevál Sykehus í Oslo. Þann 6. janúar 1944 giftist María eftir- lifandi eiginmanni sínum, Árna Óla blaða- manni og höfðu þau búið í farsælu hjóna- bandi í 21 ár er hún lézt. Með Maríu er gengin ein af þessum hóg- væru konum, sem jafnan láta lítið yfir sér, en eru þegar betur er að gáð megin- stoðir þjóðfélagsins. Sterkustu eðlisþættir hennar voru fórnarlund og trúmennska. María eignaðist sjálf engin börn, en í óeiginlegum skilningi átti hún mörg börn, bæði stór og smá og táknrænt má það kall- ast fyrir líf hennar og starf hér á jörð að ungbarnssál var falin í umsjá hennar yfir „móðuna miklu“. Aldraðan og sjúkan föður hennar tóku þau hjónin á heimili sitt og hjúkraði María honum af alúð og nærfærni það sem hann

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.