Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Page 30

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1965, Page 30
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 118 þar af leiðandi yrði kaupið minna. Sumar gengu jafnvel svo langt að vilja ekkert kaup. Einnig var kennslan tekin fyrir og vildu flest- ar að vinnutíminn yrði skiptur í 6 klst., en 2 klst. færu í lestur. Þær töldu nauðsynlegt að meiri kennsla yrði á deildum, en í Danmörku er tilfinnanlegur skortur á kennurum, engu síður en hér. Einn kennsludag í viku vildu þær fá, þar sem fluttir yrðu fyrirlestrar um sjúklingana á deild- unum, þ. e. sér fyrir hverja deild. Þær töldu alls ekki næga kennslu í sálarfræði og vildu að hún yrði aukin, svo og í félags- og barnasjúkdómafræði. Síðast var rætt um vinnutilhögun og þarfir sjúklings. Töldu þær æskilegt, að nema, sem byrjaði á nýrri deild fylgdi ákveðinni hjúkrun- arkonu í vikutíma, þannig að hann kynntist deildinni. Sumum fannst heppilegt að skipta sjúkling- unum á deild niður í smá hópa og að hjúkrunar- kona, nemi og hjálparstúlka hefðu um einn hóp að sjá, en neminn færi síðan á stofugang á allri kynnast sjúklingnum betur og verða honum að deildinni. Töldu þær að á þann hátt myndu þær meira gagni. Sunnudagur rann upp, og er morgunverður hafði verið snæddur hófust áframhaldandi um- ræður og aðdáunarvert fannst okkur, hversu duglegir nemarnir voru að láta skoðanir sínar í ljósi. Fyrirlestrar voru fluttir, m. a. um vinnumögu- leika erlendis og var það svipað og hér. Eftir hádegi fiutti ritari Hjúkrunarfélagsins danska, frú Anna Marie Balle, erindi um félagið og störf þess. Samvinna félagsins við nemana er mikil og eiga nemar sæti í stjórn þess. Síðan var mótinu slitið og okkur skipt í hópa og sýnt .sjúkrahúsið. Er það geysistórt og full- komið í alla staði. Hópurinn tók að tvístrast og hélt hver heim til sín. Um kvöldið vorum við svo heppnar að fá að sjá geðveikrahælið í Glostrup, en það liggur skammt frá sjúkrahúsinu. Þar er mjög vistlegt, allt í einnar hæðar smá- húsum og fallegir garðar í kring. Á mánudag hafði verið ráðstafað ferð fyrir okkur til hjúkrunarskólans í Næstved á Suður- Jótlandi, en hann er með yngstu skólum Dan- merkur. Var okkur tekið þar forkunnar vel og vorum strax spurðar hve lengi við vildum vera. Því miður höfðum við ákveðið að fara til baka um kvöldið. Hafði dagurinn verið vel skipulagð- ur, svo að engin stund færi til spillis. Byrjuðu tveir kennarar á því að sýna okkur skólann hátt og lágt og er hann í einu orði sagt yndislegur. Síðan tóku við okkur tveir nemar, sem sýndu okkur heimavistina og buðu okkur síðan í kaffi inn á herbergi, en þær hafa eins manns herbergi þar eins og hér. Eftir hádegi sátum við í einni kennslustund hjá skólastjóra. Var hún að fara yfir námsefnið hjá nýbyrjuðu námskeiði. í nám- skeiðum byrjaði dagurinn alltaf með morgun- söng og tvisvar í viku var leikfimi, en þær hafa leikfimisal í kjallara skólans. Seinna um daginn var okkur sýnt sjúkrahúsið, sem er þar skammt frá. Um kvöldið héldum við til Kaupmannahafnar en hefðum gjarnan viljað vera miklu lengur. Næstu daga bjuggum við í húsi hjúkrunar- félagsins danska í Kaupmannahöfn, en ekki leið á löngu þar til halda skyldi heim. Heimferðardaginn var okkur boðið í hádegis- verð með formanni og ritara hjúkrunarfélagsins og skýrðu þær okkur frá störfum þess. — Heim var flogið föstudagsmorgun. Er við lítum til baka erum við mjög ánægðar með að hafa fengið tækifæri til að fara þessa ferð og viljum því þakka þann styrk sem við fengum frá Hjúkrunarfélagi íslands og úr sjóði Hjúkrunarnemafél. fsl. Einnig viljum við geta þess að hjúkrunarfélagið danska bauð okkur allt uppihald í Danmörku að kostnaðarlausu. Valgerður Valgarðsdóttir, Inga Teitsdóttir. IVÍDnningarsjóðuB' Guðrúnar Gísladóttur Björns, hjúkrunarkonu. 1. janúar l'UGU: Peningar í bankabók f. f. ári í bók no. 6420 ........... 30.262,86 -------- 11027 ............ 5.365,05 Vextir á árinu ............ 2.993,02 Seld minningarspjöld ...... 1.450,00 28. Maí: Styrkur úr sjóðnum........ 2.500,00 Inneign í banka .......... 37.570,93 Kr. 40.070,93 40.070,93 Halldóra Andrésdóttir.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.