Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Qupperneq 32

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1978, Qupperneq 32
2.-3. október fór fram allsherjaratkvæða- greiðsla um tillögu sáttanefndar og var liún felld nær einróma. Viðræður hófust á ný en ekki náðist samkomulag og 11. október hófst verkfall lijá öllum ríkisstarfsmönnum og flestum bæjastarfsmönnum. Urskurður kjaradeilunefndar gagnvart hjúkrunarfræðingum var á þá leið að vegna mikils skorts á hjúkrunarfræðingunt væri allt að neyðarástand á sjúkrastofnun- um og því ekki mögulegt að þeir fengju að taka þátt í verkfallinu, að undanteknum kennurum og skólahjúkrunarfræðingum. Verkfallið stóð í hálfan mánuð og fóru engar viðræður fram við ríkisstarfsmenn fyrri vikuna, en þá var samið við Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar og mörg önnur bæjastarfsmannafélög. 25. október var aðalkjarasamningur BS- RB og ríkisins undirritaður með fyrirvara og samþykktur í allsherjaratkvæðagreiðslu 9. og 10. nóvember eftir að liafa verið kynntur um allt land. Gildir hann frá 1. júlí 1977. Aðalkjarasamningur HFÍ og Reykjavík- urborgar var undirritaður 26. október og samdægurs aðalkjarasamningur HFÍ og Akureyrar, Samkvæmt samningnum hækk- uð'u launin frá 13-21%, og var launastig- inn „réttur af“, þ. e. hækkaði mest um miðjuna. Ekki fékkst fram verkfallsréttur um end- urskoðun á samningstímabilinu, en heim- ild til að krefjast endurskoðunar verði röskun á vísitöluákvæðum. Ekki náðist samkomulag um sérkjara- samninga milli HFI og fjármálaráðherra, né heldur HFI og Reykjavíkurborgar, enda bar mikið á milli. Kröfugerð HFÍ hljóðaði upp á 9 launaflokka hækkun og breytta uppsetningu í röðun launaflokka, en tilboð ríkisins upp á eins launaflokks hækkun. Sérkjarasamningar fóru í kjaranefnd um áramótin, og birtist úrskurðurinn 24. febr. 1978. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga 1. október 1976 sögðu 80% hjúkrunar- fræðinga á Borgarspítalanum og 90% á Vífilsstöðum upp störfum, og 15. október 95% á Landakoti. Orsök þessara uppsagna var óánægja með kjör, en allt haustið var mikil ólga meðal hjúkrunarfræðinga vegna úrskurðar kjaranefndar. Borgarráð fram- lengdi uppsagnarfrestinn um þrjá mánuði á Borgarspítalanum og fjármálaráðherra á Vífilsstöðum. Lögfræðingur Landakotsspít- ala fór þess á leit við hjúkrunarfræðingana þar að þeir ynnu þrjá mánuði til viðbótar. Uppsagnirnar áttu að taka gildi 1. og 15. aptíl 1977. Fundir voru með uppsagnarað- ilum á sjúkrahúsunum, þar sem skýrð var afstaða stjórnar HFÍ, þ. e. að hún myndi ekki standa á hak við aðgerðir uppsagnar- hópanna, og myndi á engan hátt brjóta ný- fengin lög um kjarasamninga. Að beiðni stjórnar HFÍ ákváðu upp- sagnaraðilar að fresta aðgerðum fram yfir gildistöku sérkjarasamninga. Borgarstjóri og fjármálaráðherra sendu hverjum hjúkr- unarfræðingi, sem sagt hafði upp störfum, bréf þar sem lofað var að sérstakt tillit yrði tekið til hjúkrunarfræðinga í næstu samningum. Eins og fram hefur komið drógust samningar, hæði vegna samkomu- lags um frestun og vegna ákvæða í lögum um kjarasamninga. Samningar náðust ekki um sérkröfur og úrskurður kjaranefndar kom 24. febrúar 1978. Hjúkrunarfræðingar úr HÍ Á síðastliðnu vori fóru fram viðræður milli bjúkrunarfræðinga brautskráðra frá Háskóla Islands og stjórnar HFI. Rætt var um aðild þeirra að HFI á 3 fundum. Niðurstöðurnar urðu þær að hjúkrunar- fræðingarnir frá HI töldu sig ekki geta gengið í HFI að svo stöddu þar sem breytt- ar kröfur HFI um námsstig í kjarasamn- ingum kæmi í veg fyrir að nám þeirra yrði metið til launa á viðunandi hátt. SSN Fulltrúafundur SSN 1977 var haldinn í Finnlandi dagana 13.-16. september. Að- alviðfangsefni fundarins var: Vinnulýð- ræði, sem skapað gæti starfsliði heilbrigð- is- og hjúkrunarþjónustu betri vinnuskil- yrði. Einnig var fjallað um markmið og uppbyggingu hjúkrunarfélaga. SSN liefur nú 113 þúsund starfandi hjúkrunarfræðinga innan sinna vébanda. Tii fundarins voru kosnir 37 fulltrúar, en alls sátu fundinn 74 þátttakendur frá öll- um aðildarfélögunum. Af hálfu HFI sátu fundinn: Svanlaug Árnadóttir, Þuríður Backman, María Pétursdóttir, Ástríður Tynes, Guðrún Sveinsdóttir og Ingibjörg Árnadóttir. Á fundinum kom fram að á komandi hausti væri fyrirhugað að halda ráðstefnu varðandi rannsóknir á sviði hjúkrunar, og verður hún haldin í nóvember 1978. Farið hefur verið fram á styrkveitingu hjá Norð- urlandaráði, en svar hefur ekki borist enn. Á fundinum var Svanlaug Árnadóttir kosin meðstjórnandi í stjórn SSN í stað Maríu Pétursdóttur, sem er nú varafull- trúi í stjórn SSN. Fulltrúafundur SSN 1978 verður baldinn í Stokkhólmi dagana 12.-15. september og á að taka þar til um- fjöllunar „EDB’s indflydelse pá sygeplej- erskers daglige arbejdssituation“ svo og „Praktisk anvendelse av ILO instrumentet fra 1977 med spesiell henblikk pá nordisk samordning". Fulltrúar HFÍ hafa setið 3 stjórnarfundi í SSN á sl. ári. ICN Fulltrúaþing ICN var haldið í Tokio 30. maí til 3. júní 1977. Enginn fulltrúi frá HFÍ sótti þingið að þessu sinni. VerkfallssjóÖur Þar sem HFI fékk verkfallsrétt með BSRB 1. júlí 1977 ræddi stjórn félagsins um það á fundi hversu nauðsynlegt væri að hafa verkfallssjóð vegna komandi kjara- deilu. Stjórnin samþykkti einróma að fara þess á leit við fulltrúana að þeir gæfu skriflega heimild til stofnunar verkfalls- sjóðs til bráðabirgða, sem síðan yrði lög- lega gengið frá á fulltrúafundi vorið 1978. I sjóðinn var lagt kr. 5.000 - fimm þús- und — sem innheiint var með félagsgjöld- um í september 1977, af hjúkrunarfræð- ingum í starfi. Við höfum þurft á sjóðnum að halda svo það sýnir sig að full ástæða var fyrir stofnun verkfallssjóðs. Greiðslur úr hon- um vegna verkfalls á sl. ári voru krónur 426.086 til 11 hjúkrunarfræðinga. t sjóðn- um voru um áramót kr. 2.269.876. Lífeyrissjóöur hjúkunarkvenna Að venju hélt stjórn sjóðsins 4 fundi á árinu. Veitt voru íhúðalán að upphæð 74 millj. 068 þúsund til 65 aðila. Hámarkslán eru 1,2 millj., og er fjárhag- ur sjóðsins það þröngur að ekki reyndist kleyft að hækka lánin á árinu. Stjórn Lífeyrissjóðsins skipa: Jón Thors deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu, for- maður, Svanlaug Árnadóttir formaður HFÍ og Ólafur Olafsson landlæknir. BSRB Samskipti HFÍ og BSRB liafa verið mjög mikil sl. ár. Haldið var félagsmála- námskeið í febrúar sem var vel sótt og 26 HJÚKRUN

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.