Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Page 6
Afmœlisins minnst
Ráðstefna — Síðdegisboð
Svanlaug Árnadóllir formadur HFÍ
Ráðstefna
í TILEFNI 60 ára afmælis Hjúkrunarfélags íslands
gekkst félagiö fyrir ráðstefnu um hjúkrunarmál sem
fram fór að Hótel Loftleiðum 2.-3. nóvember 1979.
Fyrri daginn var aðalumræðuefnið „hjúkrunarferlið",
fyrirlesarar voru hjúkrunarfræðingarnir Þóra Arn-
finnsdóttir, Guðrún Ragnars, Þóra KarlsdóttirogÓlöf
Hafliðadóttir.
Síðari daginn var tjallað um menntunarmál stéttarinn-
ar. Fyrirlesarar voru: Svanlaug Árnadóttir formaður
HFÍ, Sigurhelga Pálsdóttir, hjúkrunarkennari, Sigrún
Ásta Pétursdóttir hjúkrunarkennari.
María Finnsdóttir fræðslustjóri HFÍ, opnaði ráðstefn-
una og Svanlaug Árnadóttir formaður félagsins flutti
ávarp og sagði þá m.a.: „Stjórn félagsins ákvað, að
minnast þessara merku tímamóta með því að halda
tveggja daga ráðstefnu, er tæki til umfjöllunar málefni
er hjúkrunarstéttina varðar miklu.
Það er vissulega ánægjuefni að félagarnir hafa sýnt svo
mikinn áhuga með góðri þátttöku. Fyrir hönd stjórn-
arinnar er mér því sérlega ljúft að bjóða ykkur öll
innilega velkomin.
Fyrri daginn er hjúkrunarferlið á dagskrá, en um það
hafa hjúkrunarfræðingar fjallað í ræðu og riti, hlotið
fræðslu um það í skólum og á námskeiðum — en
einnig öðlast reynslu af því í eigin starfi og það vegur
e.t.v. hvað þyngst á metaskálunum að þar takist vel til.
Hjúkrunarfræðingar mun hér segja frá reynslu sinni af
að koma þessum nýju starfsháttum á. Að því loknu
verður fjallað um hjúkrunarferlið í umræðuhópum,
þar sem tækifæri gefst til að skiptast á skoðunum og
koma fram með efasemdir, ef einhverjar eru, spurn-
ingar og ábendingar og þannig öðlast betri skilning.
Síðari daginn verða menntunarmálin rædd.
Formaður rakti síðan þróun hjúkrunarmenntunar
hérlendis frá upphafi og sagði m.a.:
„Hin öra þróun á sviði heilbrigðisvísinda, tæknivís-
inda, samfara vaxandi kröfum til heilbrigðisþjónustu,
hafa orðið til þess að hjúkrunarmenntunin er í stöð-
ugri endurskoðun.
Það markverðasta sem gerst hefur á þessu tímabili er
án efa tilurð Námsbrautar í hjúkrunarfræði við Há-
skóla íslands."
í nýútkominni hjúkrunarsögu eftir Inger Götzsche,
sem er kennslubók í dönskum hjúkrunarskólum segir í
kaflanum um ísland að frá árinu 1973 sé ísland skrefi
framar hinum Norðurlandaþjóðunum, en þá opnaði
Háskóli íslands dyr sínar fyrir hjúkrunarmenntun.
I lok ræðu sinnar sagði Svanlaug Árnadóttir. „Ég hef
hér stuttlega drepið á það er varðar þau málefni sem
rædd verða á þessari ráðstefnu. Þótt ekki sé hér staður
né stund til að rekja 60 ára sögu félagsins, þá get ég
ekki látið hjá líða að nefna nafn heiðurskonu sem ekki
getur verið með okkur þessa daga, en það er Sigríður
Eiríksdóttir. Hún var formaður félagsins í 36 ár frá
1924-1960.
Sigríður Eiríksdóttir er heiðursfélagi í Hjúkrunar-
félagi íslands, heiðursfélagi í SSN — Samvinnu hjúkr-
unarfræðinga á Norðurlöndum, í danska, norska og
sænska hjúkrunarfélaginu og bæði sænsk-finnska og
finnska félaginu, en þessi tvö félög hafa nú verið sam-
einuð.
Enn njótum við íslenskir hjúkrunarfræðingar þess
samstarfs sem Sigríður lagði grundvöllinn að meðal
frændþjóðanna. í virðingar og þakklætisskyni sendum
við henni blóm og vinarkveðju frá þessari ráðstefnu.
2
HJÚKRUN