Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Blaðsíða 13

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Blaðsíða 13
Helga Daníelsdóttir heilsuvemdarhjúkrunarfræðingur F oreldrafræðsla NÁMSKEIÐ í foreldrafræðslu hófust á vegum Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur í nóvember 1972. Vandað var til þessara námskeiða, fengnir fyrirlesarar, svo sem lækn- ar, heilsuverndarhjúkrunarfræð- ingar, fóstra, tannlæknir, félagsráð- gjafi og til að sjá um leikfimi- og slökunartímana með hinum verð- andi mæðrum var ljósmóðir. Kvikmyndir og fyrirlestrar voru á kvöldin, alls sex skipti, ætlaðir báð- um foreldrunum, en leikfimi- og slökunartímarnir fyrir verðandi mæður á daginn, í þrjú skipti hver hópur. Fyrstu kvöldtímarnir voru vel sóttir en síðan dró úr mætingu, en eftir- spurn eftir slökunar- og líkamsæf- ingum jókst stöðugt. Veturinn 74-75 var fyrirlestrunum því fækkað úr 6 í 4 en líkamsæfinga- og slökunartímunum fjölgað í 7 og fenginn sjúkraþjálfi til umsjónar. Fimm námskeið voru haldin 1973, þrjú námskeið 1974ogtvö 1975. Könnun var gerð meðal þátttak- enda á þessum námskeiðum. Hljóðar fyrsta spurningin í könnun- inni á þá leið hvers vegna viðkom- andi álíti að af 60-70 þátttakendum sem byrji á námskeiðinu mæti að- eins 10-15 í lokin. Svörin sem komu benda til að fólk hafi mestan áhuga á meðgöngu og fæðingu, meðferð ungbarna og þroska þeirra. Einnig komu nokkrar ábendingar um að tímarnir væru of langir og þar af Ieiðandi þreytandi. Umræður á svona fjölmennum fundum voru daufar. Seinni hluta árs 1975 lágu nám- skeiðin niðri. Skrifaði þá hjúkrunarforstjóri Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur öllum heilsuverndarhjúkrunar- fræðingum stöðvarinnar bréf og óskaði eftir tillögum um fram- kvæmdir og fyrirkomulag foreldra- fræðslu á vegum H. R. Undirtektir voru mjög tregar. Áður en Iengra er haldið vil ég að- eins skjóta inn nokkrum orðum um eigin reynslu. Allt frá því að ég lærði ljósmóður- fræði 1951-1952 og kynntist hræðslu og sársauka margra kvenna við fæðinguna, hefi ég haft áhuga á að leggja minn skerf á vogarskálina til að draga úr þjáningum og ótta þeirra, þótt framkvæmdir hafi verið litlar. Skipulegum slökunaræfingum verðandi mæðra kynntist ég fyrst á ,,Kvinneklinikken“, sem tilheyrir Haukeland sykehus í Bergen 1953, þá undir stjórn sjúkraþjálfara og notaði ég þá tækni við mínar eigin fæðingar og studdist einnig við bók- ina „Helselære for gravide og mödre“ eftir dr. J. Lövset. Á meðan ég var í heilsuverndar- námi á Statens helsesösterskole í Osló 1974-75, reyndi ég að afla mér vitneskju um foreldrafræðslu í Noregi, hvernig henni var hagað, að hverju áhugi fólks beindist og hvað kom helst að notum. Virtist mér best reynast námskeið, þar sem sameinaðir voru tímar í fræðslu, leikfimi og slökun. Þátt- takendum, ca. 20, skipt í tvo hópa og voru heilsuverndarhjúkrunar- fræðingar eða ljósmóðir með annan hópinn en sjúkraþjálfari með hinn, í einn tíma og síðan var skipt um hóp þannig að verðandi foreldrar komu allir á sama tíma og fóru samtímis. I svona fámennum hópum urðu oft miklar umræður og konur sem ég talaði við eftir námskeiðin voru mjög ánægðar. Þessi námskeið voru a.m.k. í Osló haldin í hverfunum og oft var sami heilsuverndarhjúkrunarfræðingur- inn sem hélt námskeiðin og fylgdist með mæðrunum og börnunum eftir fæðinguna. Þátttakendur greiddu kostnað af vinnu við kennslu á námskeiðunum en húsnæði heilsuverndarstöðv- anna var ókeypis. Hulda Jensdóttir, ljósmóðir og for- stöðukona Fæðingarheimilis Reykjavíkurborgar, hefur haldið svipuð námskeið fyrir verðandi mæður og feður hér í Reykjavík frá því veturinn 1953-54 og sér hún ein um fræðslu, leikfimi og slökun, en fékk fæðingalækni til að halda fyrir- lestur á hverju námskeiði. Auk þess hefur hún skrifað bók um slökun og eðlilega fæðingu og því unnið mjög þarft brautryðjandastarf á þessu sviði. HJÚKRUN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.