Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Qupperneq 13

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Qupperneq 13
Helga Daníelsdóttir heilsuvemdarhjúkrunarfræðingur F oreldrafræðsla NÁMSKEIÐ í foreldrafræðslu hófust á vegum Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur í nóvember 1972. Vandað var til þessara námskeiða, fengnir fyrirlesarar, svo sem lækn- ar, heilsuverndarhjúkrunarfræð- ingar, fóstra, tannlæknir, félagsráð- gjafi og til að sjá um leikfimi- og slökunartímana með hinum verð- andi mæðrum var ljósmóðir. Kvikmyndir og fyrirlestrar voru á kvöldin, alls sex skipti, ætlaðir báð- um foreldrunum, en leikfimi- og slökunartímarnir fyrir verðandi mæður á daginn, í þrjú skipti hver hópur. Fyrstu kvöldtímarnir voru vel sóttir en síðan dró úr mætingu, en eftir- spurn eftir slökunar- og líkamsæf- ingum jókst stöðugt. Veturinn 74-75 var fyrirlestrunum því fækkað úr 6 í 4 en líkamsæfinga- og slökunartímunum fjölgað í 7 og fenginn sjúkraþjálfi til umsjónar. Fimm námskeið voru haldin 1973, þrjú námskeið 1974ogtvö 1975. Könnun var gerð meðal þátttak- enda á þessum námskeiðum. Hljóðar fyrsta spurningin í könnun- inni á þá leið hvers vegna viðkom- andi álíti að af 60-70 þátttakendum sem byrji á námskeiðinu mæti að- eins 10-15 í lokin. Svörin sem komu benda til að fólk hafi mestan áhuga á meðgöngu og fæðingu, meðferð ungbarna og þroska þeirra. Einnig komu nokkrar ábendingar um að tímarnir væru of langir og þar af Ieiðandi þreytandi. Umræður á svona fjölmennum fundum voru daufar. Seinni hluta árs 1975 lágu nám- skeiðin niðri. Skrifaði þá hjúkrunarforstjóri Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur öllum heilsuverndarhjúkrunar- fræðingum stöðvarinnar bréf og óskaði eftir tillögum um fram- kvæmdir og fyrirkomulag foreldra- fræðslu á vegum H. R. Undirtektir voru mjög tregar. Áður en Iengra er haldið vil ég að- eins skjóta inn nokkrum orðum um eigin reynslu. Allt frá því að ég lærði ljósmóður- fræði 1951-1952 og kynntist hræðslu og sársauka margra kvenna við fæðinguna, hefi ég haft áhuga á að leggja minn skerf á vogarskálina til að draga úr þjáningum og ótta þeirra, þótt framkvæmdir hafi verið litlar. Skipulegum slökunaræfingum verðandi mæðra kynntist ég fyrst á ,,Kvinneklinikken“, sem tilheyrir Haukeland sykehus í Bergen 1953, þá undir stjórn sjúkraþjálfara og notaði ég þá tækni við mínar eigin fæðingar og studdist einnig við bók- ina „Helselære for gravide og mödre“ eftir dr. J. Lövset. Á meðan ég var í heilsuverndar- námi á Statens helsesösterskole í Osló 1974-75, reyndi ég að afla mér vitneskju um foreldrafræðslu í Noregi, hvernig henni var hagað, að hverju áhugi fólks beindist og hvað kom helst að notum. Virtist mér best reynast námskeið, þar sem sameinaðir voru tímar í fræðslu, leikfimi og slökun. Þátt- takendum, ca. 20, skipt í tvo hópa og voru heilsuverndarhjúkrunar- fræðingar eða ljósmóðir með annan hópinn en sjúkraþjálfari með hinn, í einn tíma og síðan var skipt um hóp þannig að verðandi foreldrar komu allir á sama tíma og fóru samtímis. I svona fámennum hópum urðu oft miklar umræður og konur sem ég talaði við eftir námskeiðin voru mjög ánægðar. Þessi námskeið voru a.m.k. í Osló haldin í hverfunum og oft var sami heilsuverndarhjúkrunarfræðingur- inn sem hélt námskeiðin og fylgdist með mæðrunum og börnunum eftir fæðinguna. Þátttakendur greiddu kostnað af vinnu við kennslu á námskeiðunum en húsnæði heilsuverndarstöðv- anna var ókeypis. Hulda Jensdóttir, ljósmóðir og for- stöðukona Fæðingarheimilis Reykjavíkurborgar, hefur haldið svipuð námskeið fyrir verðandi mæður og feður hér í Reykjavík frá því veturinn 1953-54 og sér hún ein um fræðslu, leikfimi og slökun, en fékk fæðingalækni til að halda fyrir- lestur á hverju námskeiði. Auk þess hefur hún skrifað bók um slökun og eðlilega fæðingu og því unnið mjög þarft brautryðjandastarf á þessu sviði. HJÚKRUN 9

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.