Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Side 15
Slökunarœfingar verðandi mæðra. Sú litla á myndinni var með móður sinni og tók þátt i öllum
æfingum af miklum áhuga. Ljósm.: Ingibjörg Árnadóttir.
45 mínútur til fræðslu og umræðna,
20 mínútur til líkamsæfinga og 20
mínútur til slökunar eða alls 1 1/2
klst. og er það 25 mínútum lengri
tími en ég byrjaði með fyrst í jan.
76.
Reynum við að koma af stað um-
ræðum á meðal þátttakenda eftir að
við höfum fjallað um það efni, sem
var á dagskrá og yfirleitt tekst það
og gefst vel, þó eru hóparnir nokk-
uð misjafnlega opinskáir.
í 8. tímanum biðjum við þátttak-
endur að koma með athugasemdir
og uppástungur varðandi nám-
skeiðin og þá auðvitað fyrst og
fremst hvað þeim finnist megi betur
fara. Höfum við fengið margar góð-
ar ábendingar þar á meðal ákveðn-
ar óskir um að verðandi foreldrar
fái að fara í heimsókn á þá fæðing-
arstofnun sem konan ætlar að fæða
á.
Síðastliðið haust (1978) fór ég þess
á leit við forráðamenn Fæðingar-
deildar Landspítalans og Fæðingar-
heimilis Reykjavíkurborgar, að
hinir verðandi foreldrar sem nám-
skeiðin sækja, fengju að koma í
heimsókn og var mjög vel tekið í
þetta á báðum stöðunum. Síðan
hafa þeir verðandi foreldrar, sem
hafa viljað, farið í heimsókn á ann-
an hvorn staðinn og fengið að sjá
fæðingarstofu með öllu tilheyrandi
ásamt sængurkvennagangi og það
sem mikilvægara er, elskulegar
móttökur og útskýringar af ljós-
mæðrum á staðnum.
Foreldrarnir eru mjög ánægðir með
þessar kynnisferðir.
Erindi Halldórs Hansen, um vöxt
og þroska ungra barna, er í 9. tím-
anum og þá koma yfirleitt báðir for-
eldarnir.
Könnun
Könnun vargerð í janúar-júní 1976
og náði yfir 3 námskeið. Spurning-
arnar voru um gagnsemi fræðslu,
æfinga og slökunar í fæðingu og
hvað helst vantaði. Einnig voru
spurningar um hvort gerðar væru
æfingar, farið í gönguferðir og
hvernig brjóstagjöf gengi eftir fæð-
inguna, hugsaðar sem hvatning.
Svörunum var skilað 4-8 vikum eft-
ir fæðinguna.
Yfirleitt var lítið að græða á svörun-
um. Þó komu fram óskir um meiri
fræðslu fyrir feður. Óskir um meiri
fræðslu sem hugsanlega væri hægt
að bæta úr með bókakosti eða
bæklingum. Óskir um að fá fjölritað
erindi Halldórs Hansen um „Vöxt
og þroska ungra barna.“
Til gamans er hér eftirmáli hjá einni
ánægðri með námskeiðið:
„Hjá mér var erfið fæðing sem tók
langan tíma. Það var ennisfæðing.
Hefði ég ekki haft þá fræðslu og
þjálfun í slökun, sem ég fékk á slök-
unarnámskeiðinu, að veganesti, er
ég þess fullviss, að ég hefði ekki
haldið rósemi minni allan tímann
og fæðingin því orðið mun erfiðari.
Ég hvet því til að haldið verði áfram
með þessi námskeið og sem flestum
gefin kostur á að stunda þau. Næst
þegar ég á von á mér, mun ég aftur
fara á svona námskeið sé þess
nokkur kostur.“
Svipaða sögu hafa margar að segja
eftir Iangdregnar fæðingar. Þótt
aðrar telji sig ekki hafa getað notað
slökunina í fæðingunni.
Fer það áreiðanlega mikið eftir því
hvað konan er viljasterk, hversu vel
hún hefur æft slökun og hvort hún
er minnt á að slaka á í fæðingunni.
Mæting
Mæting í tímana er dálítið mismun-
andi á veturna. Virðist veður og
færð hafa áhrif og er það eðlilegt,
þar sem margar koma á Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur við Bar-
ónstíginn úr öðrum bæjarhlutum.
En yfirleitt er mæting allgóð og hef-
ur haldist nokkuð jöfn síðan 1976,
og aðsókn aukist.
Fimm námskeið voru haldin 1976,
sex árið 1977ogsjöárið 1978.
Flestar verðandi mæður á þessum
námskeiðum eru í mæðraskoðun á
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og
margar þeirra eiga lögheimili utan
Reykjavíkur.
Til þess að þurfa ekki að mismuna
konunum vegna búsetu, var ákveð-
ið að allar skyldu greiða ákveðið
gjald fyrir þátttöku í námskeiðun-
um og er það nú (1979) kr. 5 þús.
(eða sem svarar einni hárlagningu).
Framhald á bls. 26
HJÚKRUN
1 1