Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Síða 16
Göngudeild
Kvennadeildar Landspítalans
örlítið yfirlit yfir starfsemi deildarinnar
Göngudeild Kvennadeildar Land-
spítalans er beint framhald af
starfi Péturs H. J. Jakobssonar pró-
fessors á Fæðingardeild Landspít-
alans.
Göngudeildin tók til starfa vorið
1974 og var fyrsta deildin sem var
opnuð í nýbyggingunni. Starfsemin
fer ört vaxandi.
1977 voru 13.795 heimsóknir á
deildina, en 1978 voru 16.931
heimsóknir alls.
Skoðunum 1978 má skipta þannig:
Mæðraskoðun 10.869
Eftirskoðun 3.635
Sérfræðiskoðun 1.326
Barnaskoðun 629
Bráðatilfelli 472
Frá deildinni voru innlagðar um
100 konur.
Daglega koma nú að meðaltali milli
70 og 90 konur og hefur fjöldin far-
ið vel yfir 100 konur á einum degi.
Um það bil 400 konur eru nú í
mæðraskoðun á deildinni. Þrengsli
eru þegar farin að segja til sín og
segja má að deildin sé fullnýtt.
Deildin er til húsa í kjallara nýbygg-
ingar Kvennadeildarinnar, með
inngang í suð-austurenda hússins.
Komið er beint inn í biðstofu og
afgreiðsluna, síðan er langur gang-
ur með þrem skoðunarherbergjum,
Rannveig Ólafsdóttir deilarstjóri
rannsóknarstofu, kaffistofu starfs-
fólks og innst þjálfunarherbergi.
Reynt er að skipta starfseminni í
tvennt þannig að gynækologiskar
skoðanir séu fyrir hádegi og
mæðraskoðun eftir hádegi.
Starfslið:
1 deildarhjúkrunarkona með ljós-
mæðramenntun,
1 ljósmóðir,
1 meinatæknir,
1 1/2 símastúlka.
Þetta er hið fasta starfslið deildar-
innar, en að auki eru:l ljósmóðir í
ca. 1 mán. í einu róterandi frá Fæð-
ingargangi,
1 2. árs ljósmæðranemi í 1 mán.,
1 1. árs ljósmæðranemi í 1/2 mán.,
Læknar Kvennadeildarinnar koma
alltaf alla daga til að skoða og hafa
þeir hver sinn fasta morgun og/eða
eftirmiðdag.
Verksvið deildarinnar
Fyrir hádegi, eftirskoðanir á þeim
sjúklingum sem útskrifast af Kven-
lækningadeild og eftir fæðingar.
Eftir hádegi mæðraskoðun og er
hún helst ætluð konum sem eitt-
hvað er að, hafa slæma fæðingasögu
eða eru sjúklingar sjálfar, svo sem
með: Sykursýki, Háþrýsting,
Hjartasjúkd., Nýrnasjúkd. .o.s.frv.
Að sjálfsögðu er einnig um eftirlit á
konum með eðlilega meðgöngu þar
sem hér er um kennslustofnun að
ræða.
Mikið er um tilvísanir til sérfræð-
inga deildarinnar frá hinum ýmsu
deildum Ríkisspítalanna, t.d.
Kleppi, Vífilsstöðum og öllum
deildum Landsspítalans. Einnig er
mikið um akút skoðanir t.d. vegna
vaginal blæðinga, hótandi fósturláts
og verkja sem bent geta til bólgu í
eggjaleiðurum (salpingitis) eða
utanlegsþykktar. Töluvert er einnig
um það að konur sem búnar eru að
fæða leita til deildarinnar vegna
erfiðleika við brjóstagjöf.
Barnalæknar Fæðingadeildarinnar
hafa aðstöðu (mjög ófullnægjandi)
þrjá eftirmiðdaga í viku til að fylgj-
ast með börnum sem þurfa eftirlits
eftir útskrift.
Tvo morgna í viku fer fram skoðun
og skýrslutaka þeirra sem sækja um
fóstureyðingu.
Hjúkrunarlið göngudeildarinnar
sér einnig um að aðstoða lækna
deildarinnar við legvatnspróf, sem
framkvæmd eru á 2. hæð hússins í
svokölluðu Sonar-herbergi. Eru
það legvatnspróf sem gerð eru á
17.-18. viku meðgöngu til athugun-
ar á litningum og A.F.P. (alfafoeto-
protein), hjá konum 35 ára og eldri
12
HJUKRUN