Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Qupperneq 18

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Qupperneq 18
Guðrún B. Sigurbjörnsdóttir, Guðrún S. Zophaníasdóttir ljósmæðranemar Eftirlit á meðgöngutíma Tilgangur mæðraverndar er: að viðhalda eðlilegri heilsu hjá móður, svo hún geti fætt heilbrigt barn. Að finna afbrigði og vandkvæði á frum- stigi og leiðbeina móður um hlut- verk og skyldur móðurinnar og eyða hræðslu og ótta við meðgöngu og fæðingu. Þess skal getið, að í flestum tilfell- um gengur meðganga eðlilega fyrir sig, en í fáum tilfellum koma upp sjúkdómar á meðgöngu. Fengnar eru helstu upplýsingar um móður. Skráð er félagssaga, fjöl- skyidusaga og heilsufarssaga kon- unnar. Áherslu ber að leggja á eftirfarandi: Langvarandi ófrjósemi Getur bent á litningagalla hjá öðru eða báðum foreldrum. Einnig getur verið um sköpunargalla á kynfær- um. Þar af leiðandi er aukin hætta á utanlegsfóstri. Fósturlát Fósturlát snemma á meðgöngu, stafa oftast af göllum á fóstri eða fylgjuvef, en seint á meðgöngu af sjúkdómum móður. Utanlegsfóstur Ef kona hefur fengið utanlegsfóstur einu sinni er aukin hætta á því aftur. Einnig er nauðsynlegt að greina þetta snemma til að það valdi móð- urinni sem minnstum skaða. Mola hydatidosa Aukin tíðni er á molu (blöðrufóst- ur), ef þetta fyrirbrigði hefur einu sinni komið upp. Best er að greina þetta sem fyrst, til að það valdi móðurinni sem minnstum skaða. Sonar er öruggastur til greiningar molu. Áðurfœtt barn með litningagalla Bendir á nauðsyn þess að greina arfgerð fósturs í móðurkviði. Áðurfœtt vanskapað barn Getur bent á dulda sykursýki hjá móður. Einnig getur ófullnægjandi nýrnastarfsemi fósturs leitt af sér oligohydramnion sem síðan leiðir af sér vanskapað fóstur, vegna skertrar hreyfigetu. Nauðsynlegt er því að fylgjast vel með líðan fósturs, legvatnsmagni, svo og líðan móður. Áðurfœtt barn með vatnshöfuð Hægt er að greina þetta ástand með röntgenmynd og með sonar. Aukin tíðni, ef þetta hefur einu sinni kom- ið upp. Áðurfætt barn með anecephalus Aukin tíðni er á þessu afbrigði, ef það hefur einu sinni komið upp, hægt að greina í legvatni. Leiðir oft af sér hydramnion. Áðurfœtt barn með spina bifida Aukin tíðni, ef kona hefur áður fætt barn með þennan galla, hægt að greina í legvatni ef hryggur er op- inn. Leiðir oft af sér hydramnion. Hydramnion Getur bent á dulda sykursýki hjá móður. Einnig fylgir það oft ein- hverjum vansköpunum hjá fóstri. Oligoh ydramnion Legvatnið er spegilmynd af starf- semi placentu (fylgju), á fyrri hluta meðgöngu, en spegilmynd af starf- semi nýrna á seinni hluta með- göngu. Oligohydramnion er því af- leiðing, annað hvort lélégrar starf- semi fylgju og belgja, eða ófullnægj- andi nýrnastarfsemi fósturs. Of lítið legvatn skerðir hreyfingargetu fóst- urs og veldur oft vanskapnaði hjá fóstri. Léleg starfsemi fylgju getur orsak- ast af mikið hækkuðum blóðþrýst- ingi hjá móður, eða einhverjum æðasjúkdómum hjá henni. Áður fætt andvana barn Athuga þarf hver var orsök dauða barnsins í móðurkviði, ef hún hefur fundist. Margt getur valdið dauða fósturs, svo sem rhesus-ósamræmi, fylgjuþurrð, fylgjulos, grindar- þrengsli, sem leitt hafa af sér súr- efnisskort, svo eitthvað sé nefnt. 14 HJÚKRUN

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.