Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Qupperneq 33

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Qupperneq 33
Reykjavíkurdeild HFÍ afhendir fjár- upphæð til húsgagnakaupa Á stjórnarfundi HFÍ19. október sl. afhenti Reykja- víkurdeild félagsins upphæð að kr. 500.000,- til húsgagnakaupa í setustofu. Stjórn félagsins færir Reykjavíkurdeildinni bestu þakkir fyrir þetta rausnarlega framlag og hvetur um leið félaga til að notfæra sér þá góðu lestrar- og fundaraðstöðu, sem nú er hægt að bjóða upp á. Greiður aðgangur er að fagtímaritum hvaðanæfa að úr heiminum og einnig eru í bókasafni félagsins úrval góðra bóka. Hjúkrunarfræðingar, lítið inn í húsakynni félags- ins, þarerennfremurkaffi á könnunni. Kynning Með danska hjúkrunartímaritinu „Sygeplejersk- en“ nr. 21. 1979, var sent út fylgirit með mjög athyglisverðri grein sem ber heitið „Sygeplejersk- en harenorm betydning som helbredendefaktor". „Sjúklingsins vegna mætti endurskipuleggja heilsuvernd og hjúkrun" segja höfundar greinar- innar, Merry Scheel og Jytte Fröslund-Jensen, kennarar við Danmarks Sygeplejerskehöjskole. Greininni fylgja margar ýtarlegar skýringamyndir og töflur. Sænskir kennarar í heimsókn í júni sl. komu 7 kennarar v/hjúkrunarbrautar Kennaraháskólans í Malmö í stutta heimsókn. Hjúkrunarfélag íslands skipulagði móttöku kenn- aranna á þann hátt, að þeir heimsóttu Námsbraut í hjúkrunarfræðum við Háskóla íslands, Hjúkrun- arskóla íslands, Nýja hjúkrunarskólann, Borgar- spítalann og Landspítalann. Einnig tók Kennara- deild HFÍ á móti gestunum og bauð þeim í ferð til Þingvalla. HFÍ vill þakka öllum þessum aðilum fyrir veitta aðstoð, sem gerði þessa stuttu heimsókn sænsku kennaranna ánægjulega. Námskeið Til bæjarstarfsmannafélaga sendi BSRB upplýs- ingar og óskir um þátttökutilkynningu varðandi norrænt námskeið á vegum Nordiska Kommunal- tjánestemannarádet dagana 27.-31. ágúst 1979 og var það haldið í Noresund í Noregi. Meðal verkefna á námskeiðinu voru: Ráðningar- form og verkfallsréttur, sjálfvirkni og hagræðing, tölvuöryggi, skyldur opinberra starfsmanna, stefnumið samtaka norrænna starfsmanna og launastefna bæjarstarfsmanna. BSRB átti þess kost að senda allt að fjóra fulltrúa og samþykkti stjórnin að einn þeirra yrði sérstak- lega fulltrúi bandalagsins, en auk þess greiddi BSBR þriðjung ferðakostnaðar vegna annarra fulltrúa. HFÍ lýsti yfir áhuga á þátttöku, en á því gafst ekki kostur að þessu sinni. Breytingar á barnsburðarieyfi Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur 22. júní 1979 og bæjarráðsfundi Akureyrarbæjar 26. júlí 1979 voru samþykkt ákvæði um breytingar á barns- burðarleyfi í reglum um réttindi og skyldur starfs- manna Reykjavíkurborgar, til samræmis við áður samþykkta reglugerð ríkisins nr. 129 frá 20. mars 1979. Reglugerðin ersvohljóðandi: „Vegna barnsburðar skal kona sem starfað hefur í þjónustu ríkisins samfellt í 6 mánuði fyrir barns- burð eiga rétt á að vera fjarverandi með fullum launum í samtals 90 daga og skal um uppgjör fyrir yfirvinnu farið eftir ákvæðum 6. gr. Séu lengri frá- tafir nauðsynlegar að dómi lækna skal meta þær eftir reglum um veikindadaga sbr. 6. gr. Réttar skv. grein þessari nýtur kona án tillits til ráðningarforms. Kona sem fer í barnsburðarleyfi skal hafa tilkynnt við upphaf leyfis, ef hún hyggst láta af starfi við lok leyfisins. Ef breyttar heilsufarsástæður eða aðrar breyttarfjölskylduaðstæður, sem ekki verðaséðar fyrir, verða á leyfistímanum skal þó tekið tillit til slíkra aðstæðna. Um framkvæmd á barnsburðarleyfi kennara fer skv. sérákvæðum í samningum fjármálaráðherra og einstakra kennarafélaga." Gildir því þessi reglugerð fyrir alla hjúkrunarfræð- inga. Námskeið Landspítalinn gengst fyrir endurhæfingarnám- skeiði fyrir skurðhjúkrunarfræðinga í byrjun árs 1980, ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar og umsóknir hjá hjúkrunarforstjóra til 30. janúar, sími 29000.

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.