Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Blaðsíða 42

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1979, Blaðsíða 42
námskeiðið verður í Danmörku 29. apríl til 1. maí 1980 og er ætlað fyrir hjúkrunarfræðinga við svæfinga- og gjörgæsludeildir. Verða bæði þessi námskeið auglýst í „Hjúkrun“. í desember sl. var haldin í Noregi rannsóknarráðstefna á vegum SSN, og sóttu hana nokkrir aðilar héðan frá íslandi. Nefnd úr hópi hjúkrun- arfræðinga sem sóttu ráðstefnuna hefur nú sent frá sér niðurstöður, sem innihalda ýmsar „samnorrænar óskir“. Fyrir utan þessa hneigð SSN, að veita félögum aðildarfélaganna slíka þjónustu, þá eru aldrei ofmet- in þau tengsl sem HFÍ fær í gegnum SSN. Svo vikið sé orðum að fulltrúafund- inum í ár, þ.e. 11.-14. sept. sl„ þá var ég persónulega ánægð með þann fund. Mikið og þarft mál var tekið til umfjöllunar, þ.e. „forgangsröðun verkefna innan heilbrigðisþjónust- unnar“. Það er von mín að niður- stöður þeirra umræðna sem þar áttu sér stað, verði ekki aðeins dauð orð á pappír, heldur verði þau atriði sem að gagni mættu koma, rædd frekar og gerð að veruleika. Steinunn Sigurðardóttir Pú varst þátttakandi í hópvinnu. Hvert varykkar viðfangsefni? — í þeim starfshópi sem ég vann í, var rætt um hvort unnt væri að auka hlut heilsugæslunnar á kostnað sjúkrahúsa. Þeirri spurningu svör- uðum við þannig að áður en á- kvarðanir væru teknar í þá átt þyrfti að fara fram kannanir á þörfum ein- staklinganna í þjóðfélaginu, fyrir heilsuvernd og sjúkrahúsavist, en slíkar kannanir hafa ekki verið gerðar. Einnig ræddum við um það að nýta mætti betur þær stofnanir sem fyrir eru, og á það við öll löndin, einnig var lögð á það áhersla að auka þyrfti samskipti milli heilsuverndarþjón- ustunnar og sjúkrahúsa. Það bent- um við einnig á að hjúkrunarfræð- ingar eiga að vera með í ákvarðana- töku varðandi skipulagningu innan heilbrigðisþjónustunnar. Við rædd- um einnig hvert væri hlutverk hjúkr- unarfræðinga í heilsuverndarþjón- ustunni. Þar kom skýrt fram að það væri nokkuð misjafnt eftir löndum en að hvert hjúkrunarfélag fyrir sig ætti að vinna að þessu máli. Á ís- landi er starfandi starfssviðsnefnd sem vinnur að þessu. Hvað var að þínu mati athyglisverð- ast af þeim almennu upplýsingum sem fram komu á fundinum? — Það sem mér fannst áhugaverð- ast á þinginu, fyrir utan efnið „for- gangsverkefni innan heilbrigðis- þjónustunnar," var það sem danir vinna nú að í sambandi við heima- hjúkrun. Þeir vinna nú að tilraun á því hvernig heimahjúkrun sem veitt er allan sólarhringinn komi út og/ eða reynist í framkvæmd. Þessi til- raun byrjaði 1.4.78 og á að standa yfir í tvö ár. Danskir hjúkrunar- fræðingar hafa þegar sýnt fram á að þetta fyrirkomulag minnkar t.d. álag á hjúkrunarheimili og sjúkra- hús. Það eykur öryggiskennd sjúkl- ingsins/einstaklingsins. Það er auð- veldara að koma til móts við óskir sjúklinga um að vera sem lengst á eigin heimili og að síðustu þá hafa þeir sýnt fram á að þegar litið er til lengri tíma þá sparar þetta fyrir- komulag mikla peninga og það ætti að koma öllum þjóðfélags- þegnunum til góða. Pú varst okkar fulltrúi í nefndinni sem vann að niðurstöðum frá fund- inum. Hvað vilt þú segja um það starf? — Já, ég var fulltrúi íslands í nefnd þeirri sem gerði tillögu að þeirri skriflegu yfirlýsingu sem frá fulltrúafundinum fór. Vinnan gekk þannig fyrir sig að við ræddum sam- an fljótlega eftir að hóparnir hófu störf. Þá var ákveðið að bíða þar til skriflegar niðurstöður kæmu frá hverjum hópi og vinna síðar úr því efni. Það var síðan gert. Nú, daninn í nefndinni tók að sér að draga sam- an það sem frá hópunum kom og gera tillögu að þessari yfirlýsingu. Síðan gerðum við nokkrar breyt- ingar á hans tillögu. Tillagan var síðan lögð fyrir fulltrúafundinn og samþykkt með smávægilegum breytingum. Þetta starf gekk víst mjög vel fyrir sig í ár því oft hefur verið mikið þjarkað um orðalag, eins og oft vill verða. Yfirlýsingin birtist hér í blaðinu. Hvaða lærdóm hefur þú dregið af fundinum? — Áður en ég var kosinn fulltrúi á S.S.N. þing hafði ég þá skoðun að hjúkrunarfræðingar ættu ekki að fara oftar á þessi þing en einu sinni til tvisvar. Það vill segja að sem flestir ættu að fá tækifæri til þess að fara. Eftir að hafa sjálf tekið þátt í þessu þá er ég þeirrar skoðunar að fulltrúarnir eigi að fara nokkur ár í röð. Við getum ekki farið með því hugarfari að við séum fyrst og fremstþiggjendur. Það verðureinn- ig að koma framlag frá okkur. Til þess að það geti orðið í auknu mæli, þurfa flestir æfingu. Einnig tel ég mikilvægt að þeir hjúkrunarfræð- ingar sem fara á fulltrúafund SSN, séu mjög vel inni í öllum málefnum sem viðkomastéttinni, ekki bara því málefni sem til umræðu er í það skiptið. Fundurinn gekk mjög greiðlega fyr- ir sig og ber að þakka það frábærum fundarstjóra, Eva Holm Christen- sen frá Danmörku, sem ég vona að verði fundarstjóri hjá okkur á næsta ári. 30 HJÚKRUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.